Innlent

Bar­áttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endur­koma

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Stjórnmálamennirnir leggja ýmislegt á sig til þess að ná til kjósenda á Tiktok.
Stjórnmálamennirnir leggja ýmislegt á sig til þess að ná til kjósenda á Tiktok. vísir

Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða nú fram til Alþingis gera sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem samfélagsmiðillinn TikTok getur haft, sérstaklega á unga kjósendur. Flokkarnir eru flestallir komnir á fullt á miðlinum og segja má að hliðstæð kosningabarátta sé hafin í formi TikTok-myndbanda. 

Nýkjörinn forseti Íslands Halla Tómasdóttir gerði sér sannarlega einnig grein fyrir áhrifum TikTok í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. Allt frá tíu til sextíu þúsund manns sáu hvert einasta myndband sem reikningur Höllu birti, en hún fékk ungt fólk sérstaklega með sér í lið í þeim tilgangi að framleiða TikTok-myndbönd.

Það sama er uppi á teningnum hjá stjórnmálaflokkunum fyrir þessar kosningar sem margir hafa þegar framleitt tugi myndbanda frá því að kosningabaráttan hófst fyrir alvöru. Vísir tók saman það helsta frá flokkunum sem koma hér í röð eftir mesta fylgi í skoðanakönnunum til þess lægsta:

Samfylkingin

Samfylkingin ætlar ekki að missa af TikTok-lestinni í þessum kosningum. 

Alma og Víðir í stuði en án Þórólfs:

Vinna með Miðflokki eða Sjálfstæðisflokki?

Watch on TikTok

Viðreisn

Viðreisn ætlar sömuleiðis að taka TikTok föstum tökum. Í dag fóru Jón Gnarr og Þorbjörg fara að versla í matinn:

Appelsínugulir stólar á kosningamiðstöðina: 

Watch on TikTok

Hópurinn hristur saman: 

Watch on TikTok

Miðflokkurinn

Miðflokkurinn hefur verið á flugi bæði í könnunum og á TikTok, alla jafna með Sigmund Davíð í forgrunni.

Snorri Másson klæðir sig upp sem ungur og kærulaus „goon“ og tekur viðtal við formanninn:

Sigmundur fór í Skeifuna á traktor. 

Sjálfstæðisflokkurinn

Hjá Sjálfstæðisflokki var Brynjar Níelsson kynntur til leiks með afgerandi hætti. Enginn „vókismi“ á þeim bænum. 

Hvað er Bjarni að hlusta á? Að sjálfsögðu Magnús Hlyn. 

Watch on TikTok

Bjarni hræðir með vinstristjórn.

Flokkur fólksins

Inga Sæland er í aðahlutverki á miðlum Flokks fólksins eins og annars staðar. Hér fær hún erfiða spurningu í þætti sem sýndur er hér á Vísi, Af vængjum fram: 

Watch on TikTok

Flokkur fólksins hefur að öðru leyti einbeitt sér að alvarlegri málum, vaxtatekjum bankanna og skuldsettum heimilum: 

Framsókn

Sigurður Ingi formaður vill minni öfgar, en hann elskar neftóbak og hunda:

 Formaðurinn, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland í stuði eftir pallborð á Vísi:

Lilja Alfreðsdóttir ræðir við gervigreindina á íslensku:

Watch on TikTok

Píratar

Lenya Rún greip blaðið hans Brynjars í þágu „woke“:

Lenya reyndi að bæta upp fyrir slæma frammistöðu í viðtali: 

Watch on TikTok

Á bak við tjöldin: 

Watch on TikTok

Sósíalistaflokkurinn

Sanna Magdalena ræðir um sósíalisma í símanum:

 

Watch on TikTok

Guðmund Hrafn formaður leigjendasamtakanna ræðir húsnæðismarkaðinn: 

„Sup rizzlers“

Watch on TikTok

Vinstri græn

Svandís „gerir þetta gangandi“

Watch on TikTok

Endurnýtt slagorð: 

Watch on TikTok

Vinstri græn að þurrkast út? 

Lýðræðisflokkurinn

Arnar Þór formaður fór að boxa með Ívari Orra frambjóðanda, betur þekktur sem seiðkarlinn: 

„Ekkert skibidi í þessu hjá okkur“. Allt gert til að ná til unga fólksins:

Arnar Þór ræðir kílómetragjaldið:

Watch on TikTok

Flokkurinn Ábyrg framtíð á enn eftir að hefja baráttuna á TikTok fyrir þessar kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×