Enski boltinn

Á bara eftir að skora á Anfi­eld og heima­velli Brent­ford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haaland hefur nú skorað tvö mörk í síðustu sex deildarleikjum sínum.
Haaland hefur nú skorað tvö mörk í síðustu sex deildarleikjum sínum. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY

Þökk sé marki Erling Haaland gegn Brighton & Hove Albion hefur Norðmaðurinn nú skorað á 19 af þeim 21 leikvöngum ensku úrvalsdeildarinnar sem hann hefur spilað á síðan hann gekk í raðir Manchester City.

Þó kvöldið hafi eftir allt saman verið gríðarlega svekkjandi fyrir Haaland og félagar í Man City þá var hann á skotskónum á nýjan leik eftir markaþurrð ef horft er í tölfræði hans undanfarin ár.

Fyrir leikinn gegn Brighton hafði framherjinn skorað á öllum völlum sem hann hafði spilað á síðan hann kom til Englands nema þremur. Einn þeirra var heimavöllur Brighton, Falmer-völlurinn. Hinir tveir eru Anfield, heimavöllur Liverpool, og svo heimavöllur Brentford.

Haaland skoraði hins vegar í gær og á nú aðeins eftir að skora á tveimur völlum í ensku úrvalsdeildinni. Hann getur enn náð því markmiði á þessari leiktíð þar sem Man City á eftir að sækja topplið Liverpool heim á Anfield sem og að heimsækja Brentford.

Eftir markið gegn Brighton hefur Haaland nú skorað 75 mörk, og gefið 12 stoðsendingar, í 77 leikjum í ensku úrvlasdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×