Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2024 07:37 Buksefjorden 1 er í dag stærsta virkjun Grænlands, 45 megavött. Buksefjorden 2 verður 76 megavött. Nukissiorfiit Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. Íslenskur verkfræðingur, Erlingur J. Leifsson, mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum. Hann var þar til í haust verkefnisstjóri hjá flugvallafélagi Grænlands við uppbyggingu nýrra alþjóðaflugvalla, sem er langt komin. Hann hefur núna verið ráðinn yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, félags sem annast orkuframkvæmdir fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Það gegnir svipuðu hlutverki og framkvæmdadeild Landsvirkjunar. Erlingur Jens Leifsson hefur verið ráðinn yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, félags í eigu Landsstjórnar Grænlands.Egill Aðalsteinsson Stefnt er að því að virkjanirnar verði byggðar á árunum 2026 til 2029. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. „Ábyrgðin frá danska ríkinu skiptir sköpum til að tryggja lánskjör sem gera framkvæmd verkefnisins efnahagslega sjálfbæra. Þetta verkefni er lykilskref í grænum umskiptum Grænlands og styður við markmið landsstjórnarinnar um að auka græna orkuframleiðslu,“ er haft eftir grænlenska fjármálaráðherranum Erik Jensen í fréttatilkynningu. Þrjú ár eru frá því grænlenska þingið samþykkti virkjanaframkvæmdirnar og ríkti einhugur um ákvörðunina meðal þingmanna. Stöð 2 fjallaði þá um áformin í þessari frétt: Stærsti hluti framkvæmdanna felst í byggingu Buksefjorden 2, vatnsaflsvirkjunar, sem verður sú stærsta á Grænlandi. Buksefjorden 1 er núna aflmesta virkjun landsins, 45 megavött, en Buksefjorden 2 verður 76 megavött. Raforkan frá Buksefjord, eða Brókarfirði, þjónar höfuðstaðnum Nuuk, sem með fólksfjölgun hefur í vaxandi mæli þurft að treysta á dísilrafstöðvar til að mæta raforkuþörf. Orkan er flutt 58 kílómetra leið til Nuuk en háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Hin virkjunin á að þjóna bæjunum Aasiaat og Qasigiannguit við sunnanverðan Diskó-flóa. Uppsett afl hennar er áformað 21 megavatt. Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands, Nicolai Wammen og Erik Jensen, handsala samninginn.Naalakkersuisut „Bæði verkefnin tryggja ekki aðeins öfluga efnahagsþróun. Þau gera okkur um leið óháðari jarðefnaeldsneyti og greiða leið fyrir loftslagsvænna Grænland, sem er í samræmi við ákvarðanir grænlenska þingsins,“ segir fjármálaráðherra Grænlands ennfremur. Grænlendingar eiga í dag fimm vatnsaflsvirkjanir upp á samtals um 90 megavött. Athyglisvert er að íslenskir verktakar byggðu fjórar þessara virkjana. Aðeins virkjunin í Buksefjord var reist af öðrum. Ennfremur hefur íslenskt fyrirtæki, Vélaverkstæðið á Árteigi í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu, reist nokkrar litlar bændavirkjanir á Suður-Grænlandi. Þá hefur Landsvirkjun Power, dótturfélag Landsvirkjunar, komið að rekstri og eftirliti þarlendra virkjana. Haustið 2012 sýndi Stöð 2 frá virkjanaframkvæmdum við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Þar reistu íslensk fyrirtæki undir forystu Ístaks 22,5 megavatta virkjun, sem var hönnuð frá grunni af íslenskum verkfræðistofum. Hér má sjá fyrri þáttinn: Hér má sjá seinni þáttinn: Þriðji þátturinn fjallaði um mannlíf og ferðaþjónustu við Diskó-flóa: Grænland Danmörk Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Landsvirkjun Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. 15. desember 2021 22:22 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Íslenskur verkfræðingur, Erlingur J. Leifsson, mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum. Hann var þar til í haust verkefnisstjóri hjá flugvallafélagi Grænlands við uppbyggingu nýrra alþjóðaflugvalla, sem er langt komin. Hann hefur núna verið ráðinn yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, félags sem annast orkuframkvæmdir fyrir hönd grænlenskra stjórnvalda. Það gegnir svipuðu hlutverki og framkvæmdadeild Landsvirkjunar. Erlingur Jens Leifsson hefur verið ráðinn yfirmaður verklegra framkvæmda NunaGreen, félags í eigu Landsstjórnar Grænlands.Egill Aðalsteinsson Stefnt er að því að virkjanirnar verði byggðar á árunum 2026 til 2029. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. „Ábyrgðin frá danska ríkinu skiptir sköpum til að tryggja lánskjör sem gera framkvæmd verkefnisins efnahagslega sjálfbæra. Þetta verkefni er lykilskref í grænum umskiptum Grænlands og styður við markmið landsstjórnarinnar um að auka græna orkuframleiðslu,“ er haft eftir grænlenska fjármálaráðherranum Erik Jensen í fréttatilkynningu. Þrjú ár eru frá því grænlenska þingið samþykkti virkjanaframkvæmdirnar og ríkti einhugur um ákvörðunina meðal þingmanna. Stöð 2 fjallaði þá um áformin í þessari frétt: Stærsti hluti framkvæmdanna felst í byggingu Buksefjorden 2, vatnsaflsvirkjunar, sem verður sú stærsta á Grænlandi. Buksefjorden 1 er núna aflmesta virkjun landsins, 45 megavött, en Buksefjorden 2 verður 76 megavött. Raforkan frá Buksefjord, eða Brókarfirði, þjónar höfuðstaðnum Nuuk, sem með fólksfjölgun hefur í vaxandi mæli þurft að treysta á dísilrafstöðvar til að mæta raforkuþörf. Orkan er flutt 58 kílómetra leið til Nuuk en háspennulínan er meðal annars strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Hin virkjunin á að þjóna bæjunum Aasiaat og Qasigiannguit við sunnanverðan Diskó-flóa. Uppsett afl hennar er áformað 21 megavatt. Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands, Nicolai Wammen og Erik Jensen, handsala samninginn.Naalakkersuisut „Bæði verkefnin tryggja ekki aðeins öfluga efnahagsþróun. Þau gera okkur um leið óháðari jarðefnaeldsneyti og greiða leið fyrir loftslagsvænna Grænland, sem er í samræmi við ákvarðanir grænlenska þingsins,“ segir fjármálaráðherra Grænlands ennfremur. Grænlendingar eiga í dag fimm vatnsaflsvirkjanir upp á samtals um 90 megavött. Athyglisvert er að íslenskir verktakar byggðu fjórar þessara virkjana. Aðeins virkjunin í Buksefjord var reist af öðrum. Ennfremur hefur íslenskt fyrirtæki, Vélaverkstæðið á Árteigi í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu, reist nokkrar litlar bændavirkjanir á Suður-Grænlandi. Þá hefur Landsvirkjun Power, dótturfélag Landsvirkjunar, komið að rekstri og eftirliti þarlendra virkjana. Haustið 2012 sýndi Stöð 2 frá virkjanaframkvæmdum við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Þar reistu íslensk fyrirtæki undir forystu Ístaks 22,5 megavatta virkjun, sem var hönnuð frá grunni af íslenskum verkfræðistofum. Hér má sjá fyrri þáttinn: Hér má sjá seinni þáttinn: Þriðji þátturinn fjallaði um mannlíf og ferðaþjónustu við Diskó-flóa:
Grænland Danmörk Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Loftslagsmál Landsvirkjun Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. 15. desember 2021 22:22 Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. 15. desember 2021 22:22
Fyrsta virkjun heims í sífrera neðanjarðar Ístak afhenti grænlenskum stjórnvöldum nýja virkjun til notkunar um helgina. 10. september 2013 19:14
Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00
Virkjunin gæti breyst í ísklump Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa. 11. september 2012 17:45
Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15