Sport

Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævi­langt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvin Kamara getur brosað yfir nýjum samningi sínum við New Orleans Saints og jafnframt óvæntum fríðindum sem honum fylgdu.
Alvin Kamara getur brosað yfir nýjum samningi sínum við New Orleans Saints og jafnframt óvæntum fríðindum sem honum fylgdu. Getty/Kevin C. Cox

Hlauparinn Alvin Kamara framlengdi nýverið samning sinn við NFL félagið New Orleans Saints en kappinn hefur verið að spila vel með liðinu í vetur.

Nýi samningurinn er til tveggja ára og skilar honum 24 milljónum dollara eða rúmum 3,3 milljörðum króna.

Kamara er orðinn 29 ára gamall og hefur spilað með Saints frá árinu 2017. Hann hefur þegar unnið sér inn 54 milljónir á þessum tíma.

Það vakti athygli að með nýja samningnum fylgdu sérstök fríðindi.

Bjórverksmiðja í Louisiana fylki, þaðan sem New Orleans Saints félagið er, bauð honum nefnilega frían bjór út lífið.

Ölgerðin heitir Abita Brewing og kemur frá Covington.

Eigendurnir voru svo ánægðir með að Kamara hafi haldið tryggð sína við Saints að hann fékk þennan eilífðarsamning frá fyrirtækinu.

Meðalmaður í Bandaríkjunum drekkur hundrað lítra af bjór á ári eða kringum 212 glös. Hvert glas kostar í kringum fimm dollara þannig að samkvæmt þessu er kappinn að fá yfir þúsund dollara bónus á hverju ári í formi bjórs.

Kamara drekkur þó væntanlega ekki mikið á meðan ferlinum stendur en hann bætir örugglega úr því þegar skórnir eru komnir upp á hillu.

Kamara hefur skorað 77 snertimörk á ferlinum þar af komu sex þeirra í þrettán leikjum á þessu tímabili.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×