Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. nóvember 2024 13:09 Horft yfir Skeifuna, þar sem Módern er til húsa. Vísir/Vilhelm Irmý Rós Þorsteinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, varð fyrir óheppilegu atviki í gær þegar hún kom verðmætum sem hún hafði keypt í versluninni Módern í Faxafeni fyrir í bíl sem var ekki í hennar eigu. Þegar hún snéri aftur í bifreið sína áttaði hún sig á misskilningnum en þá var hin bifreiðin horfin á brott. „Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“ Bílar Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“
Bílar Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira