Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Tómas Arnar Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2024 14:38 Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í fjórtán mánuði. Vísir/Vilhelm Fjórtán mánuðir eru síðan Vegagerðin bauð síðast út stórt verkefni. Sérfræðingur segir vandann helst liggja í skorti á fjármagni og klúðri í tveimur stórum útboðum nýlega. Fyrir liggur að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir Alþingi fyrir kosningar í lok mánaðar. Staðan er fáheyrð og algert stopp hefur verið í útboðum. Meðal þess sem bjóða átti út á árinu var Fossvogsbrú, tvöföldun á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum, brúarsmíði í Gufudalssveit og svo mætti lengi telja. Vegagerðin þurfi aukið viðhaldsfé Ástæðan er einkum sú að fjármögnun á brú yfir Hornafjarðarfljót á grundvelli laga um samvinnuverkefni stóðst ekki. Verkið var engu að síður sett af stað, án nægilegra fjárheimilda, og sogaði það til sín fjárveitingar úr öðrum verkum. Eins er smíði nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði og efast sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs um að dæmið gangi upp. „Ef þarfirnar ættu að vera uppfylltar þá þyrfti auðvitað Vegagerðin í fyrsta lagi að vera með viðhaldsfé fyrir þeirri þörf sem þau telja að sé lágmarkið sem er þá átján til tuttugu milljarðar ef það ætti að fara að ganga á skuldina enn meira.“ Þetta sagði Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas og formaður Mannvirkis, í sprengisandi á bylgjunni í morgun. Hann nefnir þá að samgöngusáttmálinn sé framkvæmd upp á þrjú hundruð milljarða. „Sem geta verið einhverjir fimmtán milljarðar á ári. Síðan hlyti það að vera eitthvað annað eins í þessum almennu verkefnum um allt land plús svo jarðgöngin sem er stóri draumurinn. Við sjáum í samgönguáætlun að innviðaráðherra og stjórnmálamennirnir hafa sett þar verkefni næstum upp á 200 milljarða á næstu fimmtán til átján árum. Þar af eru Fjarðarheiðargöng upp á 46 milljarða og önnur göng upp á 140 milljarða. Íslendingar eigi erfitt með langtímahugsun Þetta sé allt ófjármagnað. „Við getum ekki greitt þetta með skattfé, hreinu og beinu skattfé. Það verður að koma eitthvað annað til ef það á að ráðast í þessi verkefni.“ Sigþór ítrekar að samgönguverkefni séu langtímaverkefni. Hann bætir við að að sínu mati eigi stjórnmálamenn og Íslendingar almennt erfitt með langtímahugsun. „Við eigum fimmtán ára samgönguáætlun ósamþykkta er held ég það allra lengsta sem Íslendingar geta hugsað fram í tímann. Á meðan að aðrar þjóðir hugsa kannski 50 til 100 ár fram í tímann.“ Vegagerð Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Fyrir liggur að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir Alþingi fyrir kosningar í lok mánaðar. Staðan er fáheyrð og algert stopp hefur verið í útboðum. Meðal þess sem bjóða átti út á árinu var Fossvogsbrú, tvöföldun á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum, brúarsmíði í Gufudalssveit og svo mætti lengi telja. Vegagerðin þurfi aukið viðhaldsfé Ástæðan er einkum sú að fjármögnun á brú yfir Hornafjarðarfljót á grundvelli laga um samvinnuverkefni stóðst ekki. Verkið var engu að síður sett af stað, án nægilegra fjárheimilda, og sogaði það til sín fjárveitingar úr öðrum verkum. Eins er smíði nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði og efast sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs um að dæmið gangi upp. „Ef þarfirnar ættu að vera uppfylltar þá þyrfti auðvitað Vegagerðin í fyrsta lagi að vera með viðhaldsfé fyrir þeirri þörf sem þau telja að sé lágmarkið sem er þá átján til tuttugu milljarðar ef það ætti að fara að ganga á skuldina enn meira.“ Þetta sagði Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas og formaður Mannvirkis, í sprengisandi á bylgjunni í morgun. Hann nefnir þá að samgöngusáttmálinn sé framkvæmd upp á þrjú hundruð milljarða. „Sem geta verið einhverjir fimmtán milljarðar á ári. Síðan hlyti það að vera eitthvað annað eins í þessum almennu verkefnum um allt land plús svo jarðgöngin sem er stóri draumurinn. Við sjáum í samgönguáætlun að innviðaráðherra og stjórnmálamennirnir hafa sett þar verkefni næstum upp á 200 milljarða á næstu fimmtán til átján árum. Þar af eru Fjarðarheiðargöng upp á 46 milljarða og önnur göng upp á 140 milljarða. Íslendingar eigi erfitt með langtímahugsun Þetta sé allt ófjármagnað. „Við getum ekki greitt þetta með skattfé, hreinu og beinu skattfé. Það verður að koma eitthvað annað til ef það á að ráðast í þessi verkefni.“ Sigþór ítrekar að samgönguverkefni séu langtímaverkefni. Hann bætir við að að sínu mati eigi stjórnmálamenn og Íslendingar almennt erfitt með langtímahugsun. „Við eigum fimmtán ára samgönguáætlun ósamþykkta er held ég það allra lengsta sem Íslendingar geta hugsað fram í tímann. Á meðan að aðrar þjóðir hugsa kannski 50 til 100 ár fram í tímann.“
Vegagerð Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira