Innlent

Tveir af fimm telja hval­veiðar veikja stöðu Ís­lands í al­þjóð­legum við­skiptum

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að forsvarsmenn samtakanna telji brýnt að starfandi matvælaráðherra rannsaki ítarlega hvaða áhrif hvalveiðar geti haft á stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum.
Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að forsvarsmenn samtakanna telji brýnt að starfandi matvælaráðherra rannsaki ítarlega hvaða áhrif hvalveiðar geti haft á stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum. Vísir/Arnar

Rúm fjörutíu prósent Íslendinga segjast telja að hvalveiðar veiki stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum. Tæplega fjórtán prósent segja veiðarnar styrkja stöðu Íslands að einhverju leyti. Hátt í helmingur telur veiðarnar ekki hafa nein áhrif.

Þetta er meðal þess sem kom fram í niðurstöðum könnunar sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands.

Spurt var: „Telur þú að veiðar á langreyðum styrki eða veiki stöðu Íslendinga í alþjóðlegum viðskiptum?“

Svar möguleikarnir voru: Styrki alfarið, styrki mjög, styrki nokkuð, hvorki styrki né veiki, veiki nokkuð, veiki mjög, veiki alfarið. Könnunin fór fram frá 1. til 6. nóvember 2024 og voru svarendur 1.500 talsins.

Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að forsvarsmenn samtakanna telji brýnt að starfandi matvælaráðherra rannsaki ítarlega hvaða áhrif hvalveiðar geti haft á stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum.

Niðurstöður sömu könnunar höfðu áður bent til þess að 51 prósent landsmanna teldi óeðlilegt ef matvælaráðherra gæfi út leyfi til veiða á hvölum á meðan hann situr í starfsstjórn.

Sjá einnig: Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi

Í áðurnefndri tilkynningu er vísað til þess að árið 2013 hafi Samskip hætt að flytja kjöt fyrir Hval hf. frá Íslandi og ári síðar hafi Eimskip hætt því einnig. Síðan þá hafi þurft að leigja skip undir hvalkjötið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×