Innlent

Pall­borðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Bergþór Ólason, Alma Möller, Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður, Guðrún Hafsteinsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í Pallborðinu.
Bergþór Ólason, Alma Möller, Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður, Guðrún Hafsteinsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í Pallborðinu. Vísir/Vilhelm

Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag er rætt við frambjóðendur þeirra flokka sem fengju einna flest þingsæti á Alþingi samkvæmt könnunum, sumir hafa verið að sækja á en fylgi annarra að dala. Þátturinn verður í beinni útsendingu og hefst klukkan 14.

Þau sem mæta í pallborðið í dag eru Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Alma Möller landlæknir í leyfi sem leiðir lista Samfylkingar í Kraganum, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður sem fer fyrir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþór Ólason, þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. 

Í þættinum verður rætt um stefnu flokkanna í efnahags-og heilbrigðismálum, Evrópusambandsmálum, útlendinga- og verndarmál. Þá verður reynt að varpa ljósi á fyrir hvað frambjóðendur og flokkar þeirra standa.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×