Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2024 10:28 Shigeru Ishiba var ánægður með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á japanska þinginu í morgun. EPA Shigeru Ishiba mun áfram gegna embætti forsætisráðherra Japans þrátt fyrir að flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, og stuðningsflokkar hafi misst meirihluta á þingi í þingkosningum sem fram fóru í lok október. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986. Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986.
Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52