Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 12:02 Unnið er að því að hreinsa frá niðurföllum í Ísafjarðarbæ. vísir/vilhelm Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“ Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“
Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira