Íslenski boltinn

Kristó­fer á­fram í Kópa­vogi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristófer Ingi í leik með Blikum.
Kristófer Ingi í leik með Blikum. Vísir/HAG

Kristófer Ingi Kristinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu út tímabilið 2026. Fyrri samningur hans átti að renna út nú um áramótin og var áhugi á leikmanninum bæði hér á landi sem og erlendis.

Hinn 25 ára gamli Kristófer Ingi samdi við Breiðablik í ágúst á síðasta ári eftir að hafa leikið með VVV-Venlo í hollensku B-deildinni. Hinn uppaldi Stjörnumaður hafði einnig spilað fyrir Willem II og Jong PSV í Hollandi sem og Grenoble í Frakklandi og SönderjyskE í Danmörku áður en hann gekk í raðir Blika.

Fótbolti.net greindi frá því að Valur hefði áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir þegar samningur hans rynni út. Þá hafði hann verið í viðræðum við lið frá Kasakstan en það gekk ekki upp og verður hann áfram í Kópavogi.

Kristófer Ingi skoraði alls 9 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Hann á að baki 38 leiki fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×