Innlent

Fólk dvelji ekki í her­bergjum með glugga í átt að Eyrar­fjalli

Jón Þór Stefánsson skrifar
Vatn á Hnífsdalsvegi á leiðinni út af Ísafirði áleiðis inn í Hnífsdal.
Vatn á Hnífsdalsvegi á leiðinni út af Ísafirði áleiðis inn í Hnífsdal.

Lögreglan á Vestfjörðum hafði í kvöld samband við íbúa í húsum ofarlega við Hjallaveg á Ísafirði og í einu húsi við Hnífsdalsveg. Íbúar húsanna eru beiðnir um að dvelja ekki í herbergjum þar sem gluggar snúa upp í hlíð Eyrarfjalls.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar segir að þetta hafi verið gert að beiðni Veðurstofunnar. 

Ekki sé talin áðstæða til að rýma húsin heldur sé einungis um varúðarráðstöfun að ræða.

„Með hliðsjón af þessu er eðlilegt að fólk sé ekki á ferð ofan við Hjallaveg, ofan við varnargarðan fyrir ofan bæinn eða í fjallshliðum almennt uns veðufar breytist. Þá er óheimilt að fara að aurskriðunum sem fallið hafa á veginum um Eyrarhlið, hvort sem það er akandi eða fótgangandi,“ segir í tilkynningunni, en þar kemur fram að staðan verði tekin á ný í fyrramálið.

Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×