Innlent

Búið að opna veginn um Ísa­fjarðar­djúp

Atli Ísleifsson skrifar
Búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð.
Búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð. Getty

Búið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp á ný. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, en ákveðið var að loka vegum í landshlutanum vegna skiðuhættu.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að vegurinn um Eyrarhlíð í Skutulsfirði, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur, sé enn lokaður vegna aurskriða. Unnið er að opnun en óvíst er hvenær tekst að opna veginn.

Vatnsskemmdir eru á veginum um Dynjandisheiði og eru vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem líkur eru á skriðuhættu.

Gular viðvaranir frá Veðurstofu Íslands eru enn í gildi fram eftir degi og eru vegfarendur beðnir að kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað milli landshluta.


Tengdar fréttir

Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum

Vegirnir í Ísafjarðardjúpi og vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði eru enn lokaðir vegna skriðuhættu og þá er Bíldudalsvegur í sundur og því lokaður frá flugvellinum og að gatnamótunum að Dynjandisheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×