Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2024 22:57 DeAndre Kane kann að troða með tilþrifum. vísir/Jón Gautur Álftanes vann ótrúlegan tveggja stiga sigur gegn Grindavík 90-88. Andrew Jones kom heimamönnum yfir þegar tæplega ein sekúnda var eftir. Álftnesingar fóru betur af stað og tóku frumkvæðið. David Okeke var allt í öllu hjá heimamönnum og gerði átta af ellefu fyrstu stigum Álftaness sem komst tíu stigum yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Grindvíkingar voru mikið að komast á vítalínuna og héldu sér inni í leiknum með því. Gestirnir tóku tólf vítaskot í fyrsta leikhluta á meðan heimamenn tóku tvö. Grindvíkingar brenndu af fjórum vítaskotum og Álftanes var tíu stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 30-20. Grindvíkingar fóru vel af stað í öðrum leikhluta og söxuðu forskot heimamanna niður í þrjú stig 34-31. Það var langt frá því að slá Álftnesinga út af laginu sem voru orkumiklir og börðust eins og ljón fyrir hverjum einasta bolta. Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, kom með gott framlag af bekknum og gerði tólf stig á innan við ellefu mínútum. Staðan í hálfleik var 54-45. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta og liðin skiptust á körfum framan af. Grindavík endaði leikhlutann aðeins betur og gerði sjö stig gegn aðeins tveimur og forskot Álftaness var fimm stig 73-68 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, byrjaði fjórða leikhluta á að setja niður þrist og augnablikið var með gestunum. Álftnesingar voru í vandræðum sóknarlega og gerðu ekki körfu fyrstu fjórar mínúturnar og Grindavík komst yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, minnkaði muninn niður í eitt stig þegar 35 sekúndur voru eftir. Gestirnir klikkuðu og Álftnesingar keyrðu upp völlinn sem endaði með því að Andrew Jones kom boltanum ofan í og kom heimamönnum yfir þegar 1.3 sekúndur voru eftir. Álftanes átti síðasta orðið og heimamenn unnu tveggja stiga sigur 90-88. Atvik leiksins Sigurkarfa Andrew Jones var atvik leiksins. Einu stigi yfir klikkaði Devon Thomas og heimamenn höfðu hraðar hendur og Andrew Jones náði að búa til gott skot og boltinn lak ofan í. Stjörnur og skúrkar Andrew Jones var hetja Álftaness þar sem hann gerði sigurkörfuna og tryggði liðinu verðskuldaðan sigur. Andrew endaði með 19 stig. David Okeke var öflugur í kvöld. Okeke fór vel af stað og gerði átta af fyrstu ellefu stigum liðsins. Okeke var stigahæstur með 20 stig og tók einnig 8 fráköst. Devon Thomas og Deandre Kane voru ekki á deginum sínum í kvöld. Devon Thomas var að hitta illa og var sérstaklega í vandræðum í framan af leik og var aðeins með níu stig eftir þrjá leikhluta. Deandre Kane passaði illa upp á boltann og endaði með 4 tapaða bolta ásamt því klikkaði hann úr fimm vítum af tíu. Stemning og umgjörð Guðni Th. Jóhannesson, fyrrum forseti Íslands, ávarpaði salinn fyrir leik og bauð Grindvíkinga sem hafa flutt á Álftanes sérstaklega velkomna og vonaðist til að þeir myndu halda með rétta liðinu. Stemningin er alltaf góð á Álftanesi þar sem hressir krakkar halda uppi stemningunni og gera það með krafti í hverjum einasta leik. „Þetta var stöngin út“ Jóhann Árni Ólafsson stýrði Grindavík í kvöld í fjarveru Jóhanns Þórs UMFG Jóhann Árni Ólafsson stýrði liði Grindavíkur í kvöld í fjarveru Jóhanns Þórs Ólafssonar sem var veikur. Jóhann Árni var svekktur eftir tveggja stiga tap gegn Álftanesi. „Þeir voru að skjóta vel og spila vel sóknarlega í fyrri hálfleik. Það fór mikil orka að ná þeim og við náðum ekki að fá stopp og sóknarleikurinn var ekki góður undir lokin,“ sagði Jóhann Árni og hélt áfram. „Í seinni hálfleik var þetta allt í flæði leiksins. Þegar við vorum að fá stopp vorum við að minnka muninn sem gefur augaleið. Það var ákefð í varnarleiknum og við breyttum eiginlega engum áherslum en fórum aðeins að tvöfalda á David Okeke sem var að valda okkur vandræðum. Það voru leikmenn í Álftanes liðinu sem voru að hitta miklu betur en þeir hafa gert á tímabilinu.“ Jóhann var svekktur út í hvernig síðustu 30 sekúndurnar spiluðust þar sem Andrew Jones gerði sigurkörfuna og Grindvíkingar köstuðu boltanum út af úr innkasti þegar ein sekúnda var eftir. „Það var svekkjandi að koma ekki skoti á körfuna og það var rosalega sárt. Það var erfitt að búa eitthvað til þegar svona lítið var eftir og auðvitað hefðum við átt að koma með eitthvað betra plan en þetta svona eftir á. Ef hann hefði gripið boltann og sett hann ofan í þá hefði allt verið æðislegt en þetta var stöngin út,“ sagði Jóhann Árni að lokum Bónus-deild karla UMF Álftanes UMF Grindavík
Álftanes vann ótrúlegan tveggja stiga sigur gegn Grindavík 90-88. Andrew Jones kom heimamönnum yfir þegar tæplega ein sekúnda var eftir. Álftnesingar fóru betur af stað og tóku frumkvæðið. David Okeke var allt í öllu hjá heimamönnum og gerði átta af ellefu fyrstu stigum Álftaness sem komst tíu stigum yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður. Grindvíkingar voru mikið að komast á vítalínuna og héldu sér inni í leiknum með því. Gestirnir tóku tólf vítaskot í fyrsta leikhluta á meðan heimamenn tóku tvö. Grindvíkingar brenndu af fjórum vítaskotum og Álftanes var tíu stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 30-20. Grindvíkingar fóru vel af stað í öðrum leikhluta og söxuðu forskot heimamanna niður í þrjú stig 34-31. Það var langt frá því að slá Álftnesinga út af laginu sem voru orkumiklir og börðust eins og ljón fyrir hverjum einasta bolta. Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, kom með gott framlag af bekknum og gerði tólf stig á innan við ellefu mínútum. Staðan í hálfleik var 54-45. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta og liðin skiptust á körfum framan af. Grindavík endaði leikhlutann aðeins betur og gerði sjö stig gegn aðeins tveimur og forskot Álftaness var fimm stig 73-68 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, byrjaði fjórða leikhluta á að setja niður þrist og augnablikið var með gestunum. Álftnesingar voru í vandræðum sóknarlega og gerðu ekki körfu fyrstu fjórar mínúturnar og Grindavík komst yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, minnkaði muninn niður í eitt stig þegar 35 sekúndur voru eftir. Gestirnir klikkuðu og Álftnesingar keyrðu upp völlinn sem endaði með því að Andrew Jones kom boltanum ofan í og kom heimamönnum yfir þegar 1.3 sekúndur voru eftir. Álftanes átti síðasta orðið og heimamenn unnu tveggja stiga sigur 90-88. Atvik leiksins Sigurkarfa Andrew Jones var atvik leiksins. Einu stigi yfir klikkaði Devon Thomas og heimamenn höfðu hraðar hendur og Andrew Jones náði að búa til gott skot og boltinn lak ofan í. Stjörnur og skúrkar Andrew Jones var hetja Álftaness þar sem hann gerði sigurkörfuna og tryggði liðinu verðskuldaðan sigur. Andrew endaði með 19 stig. David Okeke var öflugur í kvöld. Okeke fór vel af stað og gerði átta af fyrstu ellefu stigum liðsins. Okeke var stigahæstur með 20 stig og tók einnig 8 fráköst. Devon Thomas og Deandre Kane voru ekki á deginum sínum í kvöld. Devon Thomas var að hitta illa og var sérstaklega í vandræðum í framan af leik og var aðeins með níu stig eftir þrjá leikhluta. Deandre Kane passaði illa upp á boltann og endaði með 4 tapaða bolta ásamt því klikkaði hann úr fimm vítum af tíu. Stemning og umgjörð Guðni Th. Jóhannesson, fyrrum forseti Íslands, ávarpaði salinn fyrir leik og bauð Grindvíkinga sem hafa flutt á Álftanes sérstaklega velkomna og vonaðist til að þeir myndu halda með rétta liðinu. Stemningin er alltaf góð á Álftanesi þar sem hressir krakkar halda uppi stemningunni og gera það með krafti í hverjum einasta leik. „Þetta var stöngin út“ Jóhann Árni Ólafsson stýrði Grindavík í kvöld í fjarveru Jóhanns Þórs UMFG Jóhann Árni Ólafsson stýrði liði Grindavíkur í kvöld í fjarveru Jóhanns Þórs Ólafssonar sem var veikur. Jóhann Árni var svekktur eftir tveggja stiga tap gegn Álftanesi. „Þeir voru að skjóta vel og spila vel sóknarlega í fyrri hálfleik. Það fór mikil orka að ná þeim og við náðum ekki að fá stopp og sóknarleikurinn var ekki góður undir lokin,“ sagði Jóhann Árni og hélt áfram. „Í seinni hálfleik var þetta allt í flæði leiksins. Þegar við vorum að fá stopp vorum við að minnka muninn sem gefur augaleið. Það var ákefð í varnarleiknum og við breyttum eiginlega engum áherslum en fórum aðeins að tvöfalda á David Okeke sem var að valda okkur vandræðum. Það voru leikmenn í Álftanes liðinu sem voru að hitta miklu betur en þeir hafa gert á tímabilinu.“ Jóhann var svekktur út í hvernig síðustu 30 sekúndurnar spiluðust þar sem Andrew Jones gerði sigurkörfuna og Grindvíkingar köstuðu boltanum út af úr innkasti þegar ein sekúnda var eftir. „Það var svekkjandi að koma ekki skoti á körfuna og það var rosalega sárt. Það var erfitt að búa eitthvað til þegar svona lítið var eftir og auðvitað hefðum við átt að koma með eitthvað betra plan en þetta svona eftir á. Ef hann hefði gripið boltann og sett hann ofan í þá hefði allt verið æðislegt en þetta var stöngin út,“ sagði Jóhann Árni að lokum
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti