Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2024 08:03 Úkraínskir hermenn skjóta í átt að Rússum nærri Chasiv Yar í Dónetskhéraði. AP/Oleg Petrasiuk Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. Gífurlega harðir bardagar eiga sér stað í Kúrsk-héraði í Rússlandi, þar sem Rússar eru sagðir hafa safnað miklum mannafla til að reka Úkraínumenn á brott, og í suðausturhluta Úkraínu, þar sem Rússar hafa sótt hraðar fram en áður og staðan þykir ekki góð fyrir Úkraínumenn. September þótti einstaklega blóðugur í Úkraínu og í Rússlandi en útlit er fyrir að næstu mánuðir gætu orðið enn verri. Að mestu er barist þessa dagana í Kúrsk í Rússlandi, suður af Pokrovsk í suðausturhluta Úkraínu og í Karkív, við bæinn Kúpíansk. Staðan þykir sérstaklega slæm fyrir Úkraínumenn suður af Pokrovsk, þar sem rússneskir hermenn eru nærri því að umkringja bæinn Kurakhove en þeir hafa sótt tiltölulega hratt fram þar að undanförnu. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Rússum hefur eignað vegnað ágætlega í Karkívhéraði. Þar hafa árásir Rússa lengi skilað mjög takmörkuðum árangri en sú staða hefur breyst á undanförnum vikum. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. Ukrainian forces recently advanced in Kursk Oblast and near Kurakhove. https://t.co/5vAQuE0Sj9 pic.twitter.com/fPQE6MbtF2— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 16, 2024 Vilja styrkja stöðu sína fyrir Trump Forsvarsmenn úkraínska hersins eru um þessar mundir að senda fleiri bráðaliða á víglínuna, þar sem þeir búast við enn fleiri og umfangsmeiri árásum Rússa á komandi vikum og mánuðum. Á það sérstaklega við í suðausturhluta landsins, þar sem varnir Úkraínumanna hafa gefið eftir að undanförnu. Í frétt Financial Times er haft eftir einum talsmanni úkraínska hersins að búist sé við því að ástandið muni versna á næstunni. Úkraínumenn óttast að Trump, sem hefur heitið því að binda enda á stríðið innan við sólarhring eftir að hann tekur við embætti og hefur gagnrýnt hernaðaraðstoð handa Úkraínu, muni styðja samkomulag sem muni reynast Úkraínumönnum slæmt og Rússum gott. Von Úkraínumanna er hins vegar sú, samkvæmt frétt FT, að takist þeim að stöðva framsókn Rússa og ná frumkvæðinu í átökunum fyrir 20. janúar, gæti það breytt sýn Trumps á stöðuna og sannfært hann um að styðja þá frekar. Háttsettur úkraínskur embættismaður sagði í samtali við Reuters að næstu fjórir til sex mánuðir skiptu sköpum. Báðar fylkingar séu að reyna að bæta stöðu sína fyrir væntanlegar viðræður Mögulegar friðarviðræður eru einnig stór ástæða þess að Úkraínumenn vilja halda því svæði sem þeir stjórna enn í Kúrsk, þar sem það myndi veita þeim vogarafl í slíkum viðræðum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að hann sé ekki tilbúinn til viðræðna nema Úkraínumenn sætti sig við að veita Rússum stjórn á öllum þeim sex hérðuðum í sem Rússar hafa gert tilkall til. Þeir stjórna hins vegar engu þeirra að fullu, utan Krímskaga. Donetsk Oblast, a Ukrainian Leopard 2A6 MBT ambushed a Russian push on the town of Dalnje, sending over a dozen accurate 120mm rounds into a column of Russian tanks and IFVs. pic.twitter.com/7vuSUj2bKI— OSINTtechnical (@Osinttechnical) November 13, 2024 Harðir bardagar í Kúrsk Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Rússar eru sagðir hafa safnað miklu herliði í Kúrsk og þar hafa harðir bardagar geisað síðustu daga. Sjá einnig: Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Úkraínskur landgönguliði sem tekur þátt í átökunum í Kúrsk og segir frá þeim á X, segir árásir Rússa veru linnulausar. Þeir sæki fram á hverjum degi með fjórum til sex bryndrekum og að þeir hafi misst tugi bryndreka og hundruð hermanna. Myndefni frá Kúrsk hefur sýnt fram á mikið mannfall meðal Rússa. A massive russian attack in the Kursk region with more than 30 units of armored vehicles ended up with a failure.Glory to Ukrainian warriors!📹: 47th Mechanized Brigade pic.twitter.com/ZHbEjfnjFR— Defense of Ukraine (@DefenceU) November 13, 2024 Metfjöldi fallinna hermanna Blaðamaður BBC, sem er úr hópi breskra og rússneskra blaðamanna sem hafa vaktað dánartilkynningar og önnur gögn til að fylgjast með mannfalli meðal rússneskra hermanna, segir met hafa verið slegið í mannfalli í haust. Blaðamennirnir hafa staðfest dauðsföll að minnsta kosti 78.329 rússneskra hermanna og segja að þeim hafi aldrei fjölgað jafn hratt og í september, október og í nóvember. Þeir segja einnig að meðalaldur þeirra sem fallið hafa á þessu ári sé 38 ár en á fyrstu mánuðum innrásarinnar var meðalaldurinn 21 ár. Í september var meðalfjöldi þeirra sem staðfest er að féllu á degi hverjum 140. Í október hækkaði meðaltalið svo í 152. Blaðamennirnir áætla að í heildina hafi 141 til 198 þúsund rússneskir hermenn fallið í átökunum í Úkraínu og í Rússlandi. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði nýverið að um fimmtán hundruð Rússar féllu og særðust á degi hverjum og um það bil sjö hundruð þúsund Rússar hefðu fallið eða særst frá því innrásin hófst. Rússneskur hermaður skýtur úr fallbyssu í Kúrskhéraði.AP/varnarmálaráðuneyti Rússlands Fylla í raðir sínar með háum launum Flestir þeirra sem deyja eru sjálfboðaliðar, sem skrifa sjálfviljugir undir samning við herinn. Útlit er fyrir að þeir fái mjög takmarkaða þjálfun og séu sendir hratt á víglínuna. Í frétt BBC er vísað til þess að herbloggarar, sem eru sjaldan gagnrýnir á framgang innrásarinnar þessa dagana, séu farnir að benda á að margir sjálfboðaliðar falli eða týnist um tólf til átján dögum eftir að þeir skrifa undir samning. Þrátt fyrir það hefur Rússum tekist að fylla upp í raðir sínar með umfangsmiklum bónusgreiðslum til sjálfboðaliða en áætlað er að um 25 til þrjátíu þúsund manns skrái sig í herinn í hverjum mánuði. Það hefur að mestu tekist um háum greiðslum til þeirra sem skrá sig í herinn. Laun í hernum eru meira en tvöfalt hærri en meðallaun í Rússlandi og þar að auki fá hermenn háar bónusgreiðslur þegar þeir skrifa undir samninga. Efnhagslegar hamfarir í kortunum Hagkerfi Rússlands er samkvæmt sérfræðingum farið að sýna ýmsa veikleika sem þykja benda tli þess að Pútín geti ekki haldið stríðsrekstrinum áfram um langt skeið án þess að það komi enn frekar verulega niður á rússnesku þjóðinni. Seigla rússneska hagkerfisins varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hefur lengi komið hagfræðingum og öðrum sérfræðingum á óvart en lengi var talið að aðgerðirnar myndu gera Rússum ómögulegt að halda stríðsrekstrinum áfram. Rússar hafa þó haldið áfram að flytja olíu og jarðgas til annarra ríkja og komist hjá refsiaðgerðum með ýmsum leiðum, eins og að flytja inn nauðsynleg aðföng í gegnum önnur ríki. Nú eru þó vísbendingar um að staðan sé að versna töluvert. Matvælaverð hefur hækkað töluvert í Rússlandi og mælist verðbólga 8,6 prósent.Getty Verðbólga hefur verið mjög há í Rússlandi. Stýrivextir náðu sögulegu hámarki í október, þegar þeir voru hækkaðir upp í 21 prósent. Þá er útlit að þeir verði hækkaðir enn meira en við síðustu vaxtaákvörðun varaði stjórn seðlabanka Rússlands við því að hærri stýrivextir væru ekki líklegir til árangurs, þar sem eyðsla í Rússlandi sé að mestu keyrð áfram af ríkinu, sem sé ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Gjaldmiðill Rússlands hefur lækkað hratt í virði að undanförnu, verðlag hefur hækkað, en verðbólga stendur í 8,6 prósentum, og eru húsnæðislánavextir komnir yfir 28 prósent. RIA fréttaveitan hefur eftir fasteignasala í Rússlandi að vextirnir gætu verið komnir í 33 prósent snemma á næsta ári. Margir Rússar eru sagðir hafa frestað því að kaupa húsnæði vegna hárra vaxta. Reuters sagði frá því á dögunum að sérfræðingar rússneskrar hugveitu með tengsl við Kreml hefðu varað við því að háir stýrivextir gætu leitt til efnahagslegra hamfara í Rússlandi. Fjölmörg rússnesk fyrirtæki gætu farið í gjaldþrot á næstunni vegna hárra vaxta. Í greiningu hugveitunnar segir að vegna stýrivaxtanna standi hagkerfi Rússlands frammi fyrir hættuni á stöðu þar sem hægir á vexti hagkerfisins eða það dregst saman, samhliða hárri verðbólgu og aukins atvinnuleysis. Fréttamaður Wall Street Journal bendir á að efnahagsástandið í Rússlandi gæti spilað rullu í því hvernig Rússum hefur gengið svo vel að fylla í raðir sínar að undanförnu. Herinn bjóði upp á mun betri laun en finna megi víðast hvar annarsstaðar í Rússlandi. Russia’s annual mortgage rate is now a trifling 28%. This is bad for the Russian economy medium-term, but short-term for a lot of Russian men the only way to keep their family’s home is to enlist in the army and kill Ukrainians. https://t.co/lTCcWMpFDR— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 15, 2024 Enn leiknir grátt af manneklu þegar kemur að því að fylla í raðir sínar er ekki sömu sögu að segja af Úkraínumönnum og Rússum. Þeim hefur gengið illa að binda enda á manneklu í hernum og þá sérstaklega þegar kemur að fótgönguliði. Dara Massicot, sem er sérfræðingur í málefnum Rússlands og Evrasíu hjá Carnegie Endowment for International Peace, sagði á dögunum frá nýlegri rannsóknarferð til Úkraínu, þar sem hún og aðrir sérfræðingar ræddu við úkraínska ráðamenn og hermenn á víglínunum. Hún ítrekaði að mannekla léki Úkraínumenn enn grátt og þá sérstaklega þegar kemur að fótgönguliði, hermönnunum sem hafa meðal annars það verkefni að halda skotgröfum á víglínunni og halda aftur af rússneskum hermönnum. Vegna þessa hafi varnir Úkraínumanna orðið óstöðugar á nokkrum stöðum og þá sérstaklega suður af bænum Pokrovsk í suðausturhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar verið að sækja fram hraðar en áður. Úkraínskur hermaður sáttur við að losna við sprengibrot úr líkama sínum.Getty/Diego Herrera Úkraínumenn standa einnig frammi fyrir ýmsum vandamálum í Kúrsk og þá sérstaklega þegar kemur að birgðaleiðum og leiðum sem þeir geta flutt menn um. Rússar eru meðvitaðir um þessi vandræði og hefur það komið niður á flutningum manna og birgða í héraðinu, samkvæmt Massicot. Vega á móti manneklu með drónum og stórskotaliði Hún segir árásir Rússa í sífelldri þróun. Þessi misserin notist Rússar við tiltölulega smáar en tíðar árásir fótgönguliða í sambland við stórar árásir með skrið- og bryndrekum. Þá reyni Rússar frekar að umkringja víggirta staði þar sem Úkraínumenn hafa komið sér fyrir, í stað þess að gera beinar árásir á þessa staði. Rússar noti mótorhjól, golfbíla og bryndreka til að flytja fótgöngulið að víglínunni. Til að verjast þessum árásum eru Úkraínumenn að nota stórskotalið og dróna í meira magni en áður til að reyna að vega upp á móti manneklu. Massicot segir þá ekki geta varist öllum árásum Rússa og að tæknina sé ekki hægt að nota alfarið í stað vel mannaðra varna. Úkraínskur hermaður skoðar nýsmíðaðan sjálfsprengidróna á vinnustofu í Karkívhéraði.AP/Efrem Lukatsky Hún segir manneklu vera mismikla í úkraínska hernum. Slíkar fregnir hafa borist áður en sumar herdeildir geta ráðið sína eigin hermenn og fyllt sjálfar upp í sínar raðir. Það á að mestu við vinsælustu og í flestum tilfellum bestu herdeildir Úkraínu. Massicot segir í samantekt sinni á rannsóknarferðinni að mannfall meðal Rússa hafi ekki verið meira frá 2022 og þeir haldi áfram að sóa mannafla og hergögnum eins og skrið- og bryndrekum í miklu magni. Þrátt fyrir það haldi árásir þeirra áfram, þar sem Rússar eiga auðveldar með að fylla í raðir sínar en Úkraínumenn. Að endingu segir hún bæði Úkraínumenn og Rússa stefna í átt að örmögnun, ef svo má segja, en eins og staðan sé í dag verði það Úkraínumenn sem muni örmagnast fyrst, verði engar breytingar gerðar þar á bæ. To summarize. 1:Personnel sustainment and force employment are critical issues within Ukraine 2: Ukraine's partners must sharpen their support strategy given the current situation 3: the war cannot wait six months for DC to spin down/spin up during a presidential transition. /14— Dara Massicot (@MassDara) November 13, 2024 Úkraínmönnum hefur gengið erfiðlega að fylla í raðir sína, eins og áður hefur komið fram. Til að bæta stöðuna stefna Úkraínumenn að því að kveðja um 160 þúsund manns í herinn á næstu mánuðum. FT segir sérfræðinga þó efast um að hægt verði að kveðja fleiri en hundrað þúsund í herinn og að mun fleiri þurfi til að fylla upp í raðir hersveita á víglínunni. Stór hluti af því hversu erfiðlega hefur gengið að fá menn til að ganga til liðs við fótgöngulið Úkraínu er að það er í raun talið dauðadómur. Enn er ekki búið að setja lög um það hversu lengi sjálfboðaliðar og kvaðmenn þurfa að þjóna í hernum og er eina leiðin til að sleppa að særast alvarlega eða falla. Einn heimildarmaður FT sagði marga menn líta á herkvaðningu sem dauðadóm. Sá maður gekk til liðs við herinn um vorið 2022 og hefur ekki fengið frí síðan. Frá þjálfun úkraínskra hermanna í Karkívhéraði.EPA/SERGEY KOZLOV Úkraínumenn hafa einnig viljað vega upp á móti manneklu með aukinni framleiðslu langdrægra vopna. Þeim hefur gengið illa að fá leyfi hjá bakhjörlum sínum til að nota vestrænar eldflaugar og dróna til árása í Rússlandi og hafa ráðamenn í Úkraínu því lagt áherslu á að auka eigin framleiðslu á slíkum vopnum, að miklu leyti með styrkjum frá bakhjörlum sínum. Þannig vilja Úkraínumenn framleiða eigin stýrflaugar og langdræga sjálfsprengidróna til að nota til árása á hernaðarleg skotmörk og innviði í Rússlandi, sem styrkt gæti stöðu Úkraínumanna frekar komi til friðarviðræðna. Norðmenn eru meðal þeirra bakhjarla Úkraínumanna sem komið hafa að því að fjármagna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Norway will fund the production of Ukrainian weaponry and equipment!During the visit to Oslo, Minister @rustem_umerov reached agreements with Prime Minister @jonasgahrstore and Defense Minister @Bjornarildgram that Norway will join the "Danish model" of support—direct financing… pic.twitter.com/XO5CZo9NOs— Defense of Ukraine (@DefenceU) November 15, 2024 Aftökur á stríðsföngum Undanfarnar vikur hefur tilkynningum um aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum fjölgað töluvert, samkvæmt ráðamönnum í Kænugarði. Rússneskir hermenn hafa jafnvel tekið sig upp myrða úkraínska stríðsfanga og birt myndböndin á netinu. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Ríkissaksóknari Úkraínu segir tilkynningar um aftökur á stríðsföngum berast nánast í hverri viku. Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Fá stórskotaliðsvopn frá Norður-Kóreu Meðal þeirra hermanna sem Rússar hafa safnað saman í Kúrsk eru þúsundir hermanna frá Norður-Kóreu. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur sent nokkur þúsund hermenn til Rússlands, þar sem þeir hafa fengið þjálfun, meðal annars í notkun dróna á víglínunni. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Þá hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Rússar séu að flytja stórskotaliðsvopn frá Norður-Kóreu til Úkraínu. Myndir hafa verið birtar á netinu sem sýna þessa hergagnaflutninga. North Korea now shipping artillery systems to Russia — this in addition to shells, men, and missiles it is already sending. The M-1989 Koksan are long-range guns, roughly equivalents to Russian Pion systems, dozens of which have been destroyed by Ukraine https://t.co/ZHBemaVVXM pic.twitter.com/3lOtCi13TO— Oliver Carroll (@olliecarroll) November 14, 2024 Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa lýst yfir áhyggjum af því hvað Kim muni fá í staðinn fyrir aðstoðina við innrás Rússa í Úkraínu. Uppi eru sérstakar áhyggjur um að Kim fái aðstoð við eldflaugaþróun og mögulega aðstoð við áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna. Nýlegt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu þótti gefa til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi, sem gerir það að verkum að hægt er að fela eldflaugar auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara. Sjá einnig: Ný flaug flaug lengra en áður Ríkismiðlar Norður-Kóreu sýndu þá á dögunum frá því þegar forsvarsmenn hers Kims sýndu honum nýja dróna sem herinn er að taka í notkun. Drónar þessir eru svokallaðir sjálfsprengidrónar og þykja þeir líkjast Qasef-2 og Lancet-drónum sem notaðir eru af Írönum og Rússum. Yesterday, North Korea showed off their newly developed drone program which just so happen to exactly mimic Iranian 'Qasef-2' and Russian 'Lancet' drones. Who could have guessed that this would happen? pic.twitter.com/vglKRzVaRD— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 15, 2024 Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, frá Suður-Kóreu, hefur Kim skipað ríkisstjórn sinni að hefja fjöldaframleiðslu á þessum drónum. Það var eftir að honum var sýnt hvernig einn slíkur dróni var notaður til að sprengja upp BMW en sérfræðingar segja líklegt að þar hafi verið að sýna einræðisherranum hvernig hægt væri að nota drónana til að ráða háttsetta embættismenn í Suður-Kóreu af dögum. Hagstæður friður nauðsynlegur Í einföldu máli sagt eru líklega fáir ef einhverjir sem vilja meira koma á friði en Úkraínumenn. Vandamálið þar snýr hins vegar að því hve gott mögulegt friðarsamkomulag getur verið. Ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að í skiptum fyrir að gefa eftir landsvæði þurfi þeir góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er aðild að Atlantshafsbandalaginu efst á lista þeirra. Án slíkra ráðstafana er fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Verði Úkraínumenn þvingaðir til óhagstæðs friðarsáttmála sem gæti leitt til nýs stríðs á komandi árum eru miklar líkur á því að þær milljónir manna sem hafa flúið land, og þar er að mestu um konur og börn að ræða, snúi aldrei aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar opinberuðu nýverið áætlanir um að íbúum Úkraínu hafi fækkað um sirka tíu milljónir manna frá því innrásin hófst í febrúar 2022, sem samsvarar um fjórðungi þjóðarinnar. Þá kom einnig fram að fæðingartíðni í Úkraínu væri kringum eitt barn á konu, sem væri eitt lægsta hlutfall á byggðu bóli. Talið er að um 6,7 milljónir hafi flúið land og er úkraínska ríkinu nauðsynlegt að margt af þessu fólki snúi aftur. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea NATO Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira
Gífurlega harðir bardagar eiga sér stað í Kúrsk-héraði í Rússlandi, þar sem Rússar eru sagðir hafa safnað miklum mannafla til að reka Úkraínumenn á brott, og í suðausturhluta Úkraínu, þar sem Rússar hafa sótt hraðar fram en áður og staðan þykir ekki góð fyrir Úkraínumenn. September þótti einstaklega blóðugur í Úkraínu og í Rússlandi en útlit er fyrir að næstu mánuðir gætu orðið enn verri. Að mestu er barist þessa dagana í Kúrsk í Rússlandi, suður af Pokrovsk í suðausturhluta Úkraínu og í Karkív, við bæinn Kúpíansk. Staðan þykir sérstaklega slæm fyrir Úkraínumenn suður af Pokrovsk, þar sem rússneskir hermenn eru nærri því að umkringja bæinn Kurakhove en þeir hafa sótt tiltölulega hratt fram þar að undanförnu. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Rússum hefur eignað vegnað ágætlega í Karkívhéraði. Þar hafa árásir Rússa lengi skilað mjög takmörkuðum árangri en sú staða hefur breyst á undanförnum vikum. Hér að neðan á kortum frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War má sjá hvar helst hefur verið barist að undanförnu. Ítarlegra yfirlit yfir stöðuna á víglínunni má finna á vef sem kallast Deepstate. Ukrainian forces recently advanced in Kursk Oblast and near Kurakhove. https://t.co/5vAQuE0Sj9 pic.twitter.com/fPQE6MbtF2— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) November 16, 2024 Vilja styrkja stöðu sína fyrir Trump Forsvarsmenn úkraínska hersins eru um þessar mundir að senda fleiri bráðaliða á víglínuna, þar sem þeir búast við enn fleiri og umfangsmeiri árásum Rússa á komandi vikum og mánuðum. Á það sérstaklega við í suðausturhluta landsins, þar sem varnir Úkraínumanna hafa gefið eftir að undanförnu. Í frétt Financial Times er haft eftir einum talsmanni úkraínska hersins að búist sé við því að ástandið muni versna á næstunni. Úkraínumenn óttast að Trump, sem hefur heitið því að binda enda á stríðið innan við sólarhring eftir að hann tekur við embætti og hefur gagnrýnt hernaðaraðstoð handa Úkraínu, muni styðja samkomulag sem muni reynast Úkraínumönnum slæmt og Rússum gott. Von Úkraínumanna er hins vegar sú, samkvæmt frétt FT, að takist þeim að stöðva framsókn Rússa og ná frumkvæðinu í átökunum fyrir 20. janúar, gæti það breytt sýn Trumps á stöðuna og sannfært hann um að styðja þá frekar. Háttsettur úkraínskur embættismaður sagði í samtali við Reuters að næstu fjórir til sex mánuðir skiptu sköpum. Báðar fylkingar séu að reyna að bæta stöðu sína fyrir væntanlegar viðræður Mögulegar friðarviðræður eru einnig stór ástæða þess að Úkraínumenn vilja halda því svæði sem þeir stjórna enn í Kúrsk, þar sem það myndi veita þeim vogarafl í slíkum viðræðum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að hann sé ekki tilbúinn til viðræðna nema Úkraínumenn sætti sig við að veita Rússum stjórn á öllum þeim sex hérðuðum í sem Rússar hafa gert tilkall til. Þeir stjórna hins vegar engu þeirra að fullu, utan Krímskaga. Donetsk Oblast, a Ukrainian Leopard 2A6 MBT ambushed a Russian push on the town of Dalnje, sending over a dozen accurate 120mm rounds into a column of Russian tanks and IFVs. pic.twitter.com/7vuSUj2bKI— OSINTtechnical (@Osinttechnical) November 13, 2024 Harðir bardagar í Kúrsk Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Rússar eru sagðir hafa safnað miklu herliði í Kúrsk og þar hafa harðir bardagar geisað síðustu daga. Sjá einnig: Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Úkraínskur landgönguliði sem tekur þátt í átökunum í Kúrsk og segir frá þeim á X, segir árásir Rússa veru linnulausar. Þeir sæki fram á hverjum degi með fjórum til sex bryndrekum og að þeir hafi misst tugi bryndreka og hundruð hermanna. Myndefni frá Kúrsk hefur sýnt fram á mikið mannfall meðal Rússa. A massive russian attack in the Kursk region with more than 30 units of armored vehicles ended up with a failure.Glory to Ukrainian warriors!📹: 47th Mechanized Brigade pic.twitter.com/ZHbEjfnjFR— Defense of Ukraine (@DefenceU) November 13, 2024 Metfjöldi fallinna hermanna Blaðamaður BBC, sem er úr hópi breskra og rússneskra blaðamanna sem hafa vaktað dánartilkynningar og önnur gögn til að fylgjast með mannfalli meðal rússneskra hermanna, segir met hafa verið slegið í mannfalli í haust. Blaðamennirnir hafa staðfest dauðsföll að minnsta kosti 78.329 rússneskra hermanna og segja að þeim hafi aldrei fjölgað jafn hratt og í september, október og í nóvember. Þeir segja einnig að meðalaldur þeirra sem fallið hafa á þessu ári sé 38 ár en á fyrstu mánuðum innrásarinnar var meðalaldurinn 21 ár. Í september var meðalfjöldi þeirra sem staðfest er að féllu á degi hverjum 140. Í október hækkaði meðaltalið svo í 152. Blaðamennirnir áætla að í heildina hafi 141 til 198 þúsund rússneskir hermenn fallið í átökunum í Úkraínu og í Rússlandi. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði nýverið að um fimmtán hundruð Rússar féllu og særðust á degi hverjum og um það bil sjö hundruð þúsund Rússar hefðu fallið eða særst frá því innrásin hófst. Rússneskur hermaður skýtur úr fallbyssu í Kúrskhéraði.AP/varnarmálaráðuneyti Rússlands Fylla í raðir sínar með háum launum Flestir þeirra sem deyja eru sjálfboðaliðar, sem skrifa sjálfviljugir undir samning við herinn. Útlit er fyrir að þeir fái mjög takmarkaða þjálfun og séu sendir hratt á víglínuna. Í frétt BBC er vísað til þess að herbloggarar, sem eru sjaldan gagnrýnir á framgang innrásarinnar þessa dagana, séu farnir að benda á að margir sjálfboðaliðar falli eða týnist um tólf til átján dögum eftir að þeir skrifa undir samning. Þrátt fyrir það hefur Rússum tekist að fylla upp í raðir sínar með umfangsmiklum bónusgreiðslum til sjálfboðaliða en áætlað er að um 25 til þrjátíu þúsund manns skrái sig í herinn í hverjum mánuði. Það hefur að mestu tekist um háum greiðslum til þeirra sem skrá sig í herinn. Laun í hernum eru meira en tvöfalt hærri en meðallaun í Rússlandi og þar að auki fá hermenn háar bónusgreiðslur þegar þeir skrifa undir samninga. Efnhagslegar hamfarir í kortunum Hagkerfi Rússlands er samkvæmt sérfræðingum farið að sýna ýmsa veikleika sem þykja benda tli þess að Pútín geti ekki haldið stríðsrekstrinum áfram um langt skeið án þess að það komi enn frekar verulega niður á rússnesku þjóðinni. Seigla rússneska hagkerfisins varðandi viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hefur lengi komið hagfræðingum og öðrum sérfræðingum á óvart en lengi var talið að aðgerðirnar myndu gera Rússum ómögulegt að halda stríðsrekstrinum áfram. Rússar hafa þó haldið áfram að flytja olíu og jarðgas til annarra ríkja og komist hjá refsiaðgerðum með ýmsum leiðum, eins og að flytja inn nauðsynleg aðföng í gegnum önnur ríki. Nú eru þó vísbendingar um að staðan sé að versna töluvert. Matvælaverð hefur hækkað töluvert í Rússlandi og mælist verðbólga 8,6 prósent.Getty Verðbólga hefur verið mjög há í Rússlandi. Stýrivextir náðu sögulegu hámarki í október, þegar þeir voru hækkaðir upp í 21 prósent. Þá er útlit að þeir verði hækkaðir enn meira en við síðustu vaxtaákvörðun varaði stjórn seðlabanka Rússlands við því að hærri stýrivextir væru ekki líklegir til árangurs, þar sem eyðsla í Rússlandi sé að mestu keyrð áfram af ríkinu, sem sé ekki jafn bundið stýrivöxtum og aðrir. Sjá einnig: Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Gjaldmiðill Rússlands hefur lækkað hratt í virði að undanförnu, verðlag hefur hækkað, en verðbólga stendur í 8,6 prósentum, og eru húsnæðislánavextir komnir yfir 28 prósent. RIA fréttaveitan hefur eftir fasteignasala í Rússlandi að vextirnir gætu verið komnir í 33 prósent snemma á næsta ári. Margir Rússar eru sagðir hafa frestað því að kaupa húsnæði vegna hárra vaxta. Reuters sagði frá því á dögunum að sérfræðingar rússneskrar hugveitu með tengsl við Kreml hefðu varað við því að háir stýrivextir gætu leitt til efnahagslegra hamfara í Rússlandi. Fjölmörg rússnesk fyrirtæki gætu farið í gjaldþrot á næstunni vegna hárra vaxta. Í greiningu hugveitunnar segir að vegna stýrivaxtanna standi hagkerfi Rússlands frammi fyrir hættuni á stöðu þar sem hægir á vexti hagkerfisins eða það dregst saman, samhliða hárri verðbólgu og aukins atvinnuleysis. Fréttamaður Wall Street Journal bendir á að efnahagsástandið í Rússlandi gæti spilað rullu í því hvernig Rússum hefur gengið svo vel að fylla í raðir sínar að undanförnu. Herinn bjóði upp á mun betri laun en finna megi víðast hvar annarsstaðar í Rússlandi. Russia’s annual mortgage rate is now a trifling 28%. This is bad for the Russian economy medium-term, but short-term for a lot of Russian men the only way to keep their family’s home is to enlist in the army and kill Ukrainians. https://t.co/lTCcWMpFDR— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 15, 2024 Enn leiknir grátt af manneklu þegar kemur að því að fylla í raðir sínar er ekki sömu sögu að segja af Úkraínumönnum og Rússum. Þeim hefur gengið illa að binda enda á manneklu í hernum og þá sérstaklega þegar kemur að fótgönguliði. Dara Massicot, sem er sérfræðingur í málefnum Rússlands og Evrasíu hjá Carnegie Endowment for International Peace, sagði á dögunum frá nýlegri rannsóknarferð til Úkraínu, þar sem hún og aðrir sérfræðingar ræddu við úkraínska ráðamenn og hermenn á víglínunum. Hún ítrekaði að mannekla léki Úkraínumenn enn grátt og þá sérstaklega þegar kemur að fótgönguliði, hermönnunum sem hafa meðal annars það verkefni að halda skotgröfum á víglínunni og halda aftur af rússneskum hermönnum. Vegna þessa hafi varnir Úkraínumanna orðið óstöðugar á nokkrum stöðum og þá sérstaklega suður af bænum Pokrovsk í suðausturhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar verið að sækja fram hraðar en áður. Úkraínskur hermaður sáttur við að losna við sprengibrot úr líkama sínum.Getty/Diego Herrera Úkraínumenn standa einnig frammi fyrir ýmsum vandamálum í Kúrsk og þá sérstaklega þegar kemur að birgðaleiðum og leiðum sem þeir geta flutt menn um. Rússar eru meðvitaðir um þessi vandræði og hefur það komið niður á flutningum manna og birgða í héraðinu, samkvæmt Massicot. Vega á móti manneklu með drónum og stórskotaliði Hún segir árásir Rússa í sífelldri þróun. Þessi misserin notist Rússar við tiltölulega smáar en tíðar árásir fótgönguliða í sambland við stórar árásir með skrið- og bryndrekum. Þá reyni Rússar frekar að umkringja víggirta staði þar sem Úkraínumenn hafa komið sér fyrir, í stað þess að gera beinar árásir á þessa staði. Rússar noti mótorhjól, golfbíla og bryndreka til að flytja fótgöngulið að víglínunni. Til að verjast þessum árásum eru Úkraínumenn að nota stórskotalið og dróna í meira magni en áður til að reyna að vega upp á móti manneklu. Massicot segir þá ekki geta varist öllum árásum Rússa og að tæknina sé ekki hægt að nota alfarið í stað vel mannaðra varna. Úkraínskur hermaður skoðar nýsmíðaðan sjálfsprengidróna á vinnustofu í Karkívhéraði.AP/Efrem Lukatsky Hún segir manneklu vera mismikla í úkraínska hernum. Slíkar fregnir hafa borist áður en sumar herdeildir geta ráðið sína eigin hermenn og fyllt sjálfar upp í sínar raðir. Það á að mestu við vinsælustu og í flestum tilfellum bestu herdeildir Úkraínu. Massicot segir í samantekt sinni á rannsóknarferðinni að mannfall meðal Rússa hafi ekki verið meira frá 2022 og þeir haldi áfram að sóa mannafla og hergögnum eins og skrið- og bryndrekum í miklu magni. Þrátt fyrir það haldi árásir þeirra áfram, þar sem Rússar eiga auðveldar með að fylla í raðir sínar en Úkraínumenn. Að endingu segir hún bæði Úkraínumenn og Rússa stefna í átt að örmögnun, ef svo má segja, en eins og staðan sé í dag verði það Úkraínumenn sem muni örmagnast fyrst, verði engar breytingar gerðar þar á bæ. To summarize. 1:Personnel sustainment and force employment are critical issues within Ukraine 2: Ukraine's partners must sharpen their support strategy given the current situation 3: the war cannot wait six months for DC to spin down/spin up during a presidential transition. /14— Dara Massicot (@MassDara) November 13, 2024 Úkraínmönnum hefur gengið erfiðlega að fylla í raðir sína, eins og áður hefur komið fram. Til að bæta stöðuna stefna Úkraínumenn að því að kveðja um 160 þúsund manns í herinn á næstu mánuðum. FT segir sérfræðinga þó efast um að hægt verði að kveðja fleiri en hundrað þúsund í herinn og að mun fleiri þurfi til að fylla upp í raðir hersveita á víglínunni. Stór hluti af því hversu erfiðlega hefur gengið að fá menn til að ganga til liðs við fótgöngulið Úkraínu er að það er í raun talið dauðadómur. Enn er ekki búið að setja lög um það hversu lengi sjálfboðaliðar og kvaðmenn þurfa að þjóna í hernum og er eina leiðin til að sleppa að særast alvarlega eða falla. Einn heimildarmaður FT sagði marga menn líta á herkvaðningu sem dauðadóm. Sá maður gekk til liðs við herinn um vorið 2022 og hefur ekki fengið frí síðan. Frá þjálfun úkraínskra hermanna í Karkívhéraði.EPA/SERGEY KOZLOV Úkraínumenn hafa einnig viljað vega upp á móti manneklu með aukinni framleiðslu langdrægra vopna. Þeim hefur gengið illa að fá leyfi hjá bakhjörlum sínum til að nota vestrænar eldflaugar og dróna til árása í Rússlandi og hafa ráðamenn í Úkraínu því lagt áherslu á að auka eigin framleiðslu á slíkum vopnum, að miklu leyti með styrkjum frá bakhjörlum sínum. Þannig vilja Úkraínumenn framleiða eigin stýrflaugar og langdræga sjálfsprengidróna til að nota til árása á hernaðarleg skotmörk og innviði í Rússlandi, sem styrkt gæti stöðu Úkraínumanna frekar komi til friðarviðræðna. Norðmenn eru meðal þeirra bakhjarla Úkraínumanna sem komið hafa að því að fjármagna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Norway will fund the production of Ukrainian weaponry and equipment!During the visit to Oslo, Minister @rustem_umerov reached agreements with Prime Minister @jonasgahrstore and Defense Minister @Bjornarildgram that Norway will join the "Danish model" of support—direct financing… pic.twitter.com/XO5CZo9NOs— Defense of Ukraine (@DefenceU) November 15, 2024 Aftökur á stríðsföngum Undanfarnar vikur hefur tilkynningum um aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum fjölgað töluvert, samkvæmt ráðamönnum í Kænugarði. Rússneskir hermenn hafa jafnvel tekið sig upp myrða úkraínska stríðsfanga og birt myndböndin á netinu. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Ríkissaksóknari Úkraínu segir tilkynningar um aftökur á stríðsföngum berast nánast í hverri viku. Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Fá stórskotaliðsvopn frá Norður-Kóreu Meðal þeirra hermanna sem Rússar hafa safnað saman í Kúrsk eru þúsundir hermanna frá Norður-Kóreu. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur sent nokkur þúsund hermenn til Rússlands, þar sem þeir hafa fengið þjálfun, meðal annars í notkun dróna á víglínunni. Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifuðu í sumar undir varnarsamkomulag og hafa Rússar fengið mikið magn hergagna, skotfæra og eldflauga frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Þá hafa á undanförnum dögum borist fregnir af því að Rússar séu að flytja stórskotaliðsvopn frá Norður-Kóreu til Úkraínu. Myndir hafa verið birtar á netinu sem sýna þessa hergagnaflutninga. North Korea now shipping artillery systems to Russia — this in addition to shells, men, and missiles it is already sending. The M-1989 Koksan are long-range guns, roughly equivalents to Russian Pion systems, dozens of which have been destroyed by Ukraine https://t.co/ZHBemaVVXM pic.twitter.com/3lOtCi13TO— Oliver Carroll (@olliecarroll) November 14, 2024 Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa lýst yfir áhyggjum af því hvað Kim muni fá í staðinn fyrir aðstoðina við innrás Rússa í Úkraínu. Uppi eru sérstakar áhyggjur um að Kim fái aðstoð við eldflaugaþróun og mögulega aðstoð við áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna. Nýlegt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu þótti gefa til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi, sem gerir það að verkum að hægt er að fela eldflaugar auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara. Sjá einnig: Ný flaug flaug lengra en áður Ríkismiðlar Norður-Kóreu sýndu þá á dögunum frá því þegar forsvarsmenn hers Kims sýndu honum nýja dróna sem herinn er að taka í notkun. Drónar þessir eru svokallaðir sjálfsprengidrónar og þykja þeir líkjast Qasef-2 og Lancet-drónum sem notaðir eru af Írönum og Rússum. Yesterday, North Korea showed off their newly developed drone program which just so happen to exactly mimic Iranian 'Qasef-2' and Russian 'Lancet' drones. Who could have guessed that this would happen? pic.twitter.com/vglKRzVaRD— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 15, 2024 Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, frá Suður-Kóreu, hefur Kim skipað ríkisstjórn sinni að hefja fjöldaframleiðslu á þessum drónum. Það var eftir að honum var sýnt hvernig einn slíkur dróni var notaður til að sprengja upp BMW en sérfræðingar segja líklegt að þar hafi verið að sýna einræðisherranum hvernig hægt væri að nota drónana til að ráða háttsetta embættismenn í Suður-Kóreu af dögum. Hagstæður friður nauðsynlegur Í einföldu máli sagt eru líklega fáir ef einhverjir sem vilja meira koma á friði en Úkraínumenn. Vandamálið þar snýr hins vegar að því hve gott mögulegt friðarsamkomulag getur verið. Ráðamenn í Úkraínu hafa sagt að í skiptum fyrir að gefa eftir landsvæði þurfi þeir góðar og bindandi öryggisráðstafanir og er aðild að Atlantshafsbandalaginu efst á lista þeirra. Án slíkra ráðstafana er fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Verði Úkraínumenn þvingaðir til óhagstæðs friðarsáttmála sem gæti leitt til nýs stríðs á komandi árum eru miklar líkur á því að þær milljónir manna sem hafa flúið land, og þar er að mestu um konur og börn að ræða, snúi aldrei aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar opinberuðu nýverið áætlanir um að íbúum Úkraínu hafi fækkað um sirka tíu milljónir manna frá því innrásin hófst í febrúar 2022, sem samsvarar um fjórðungi þjóðarinnar. Þá kom einnig fram að fæðingartíðni í Úkraínu væri kringum eitt barn á konu, sem væri eitt lægsta hlutfall á byggðu bóli. Talið er að um 6,7 milljónir hafi flúið land og er úkraínska ríkinu nauðsynlegt að margt af þessu fólki snúi aftur.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea NATO Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira