Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 11:02 Ef vel fer á morgun þá mætast Ísland og Wales í úrslitaleik um 2. sæti riðils þeirra í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið sem endar þar fer í umspil um sæti í A-deild. vísir/Anton Nú er komið að síðustu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildar karla í fótbolta. Lokastaðan hefur mikil áhrif á undankeppni HM 2026 í Norður-Ameríku. Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Svartfjallalandi á morgun, og svo Wales í lokaumferðinni á þriðjudaginn. Tyrkland er efst í riðlinum með 10 stig, Wales er með 8, Ísland 4 og Svartfjallaland 0. Langmestar líkur eru taldar á því að Ísland endi í 3. sæti riðilsins, og fari í umspilsleiki í mars um að halda sér í B-deildinni. Svona metur We Global á Twitter líkurnar á lokastöðu í hverjum riðli í B-deild Þjóðadeildar. Þannig eru 85,6% líkur á að Ísland endi í 3. sæti og fari í fallumspil, en 8,7% líkur á að liðið fari í umspil um sæti í A-deild. Enn eru 5,7% líkur á að Ísland endi neðst í sínum riðli og falli.Twitter/@We_Global Vegna innbyrðis úrslita gegn Tyrkjum á Ísland ekki lengur neina möguleika á að ná efsta sæti. Með því að fá fleiri stig en Wales á morgun (Wales mætir Tyrklandi á útivelli) verður leikur Íslands við Wales úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Ef Ísland tapar á morgun er hins vegar enn hætta á að liðið endi neðst í riðlinum. Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild. Hvar gæti Ísland spilað í mars? Ef að Ísland endar í 2. sæti en ekki því þriðja þarf liðið einnig að fara í umspil í mars, nema bara mikið skemmtilegra umspil við sterka þjóð um að komast upp í A-deild. Eini möguleikinn á að Ísland fari ekki í umspil er ef liðið missir Svartfjallaland upp fyrir sig og fellur beint niður í C-deild. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að Ísland fari í umspil í mars. KSÍ er meðvitað um þá stöðu en hefur ekki gefið út hvernig tekist verði á við þetta, því ljóst er að ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli í mars. Ef Ísland endar í 3. sæti gæti mótherji í umspilinu orðið lið á borð við Slóvakíu eða Svíþjóð, Kósovó, Búlgaríu eða Færeyjar, en það á þó eftir að skýrast betur. Lendi Ísland í 2. sæti gæti liðið mætt liði á borð við Pólland, Belgíu, Serbíu eða Ungverjaland, í umspili í mars. Geta ekki komist í HM-umspil gegnum Þjóðadeildina Það hvort Ísland verður upptekið í umspili í mars ræður því hvort Ísland verður í fjögurra eða fimm liða riðli í undankeppni HM á næsta ári. Leikdagar á almanaki UEFA eru ekki nægilega margir til að lið sem fara í umspil Þjóðadeildar séu líka í fimm liða riðli í undankeppninni. Liðin sem leika í fimm liða riðlum í undankeppni HM spila leiki í lok mars og byrjun júní, en liðin í fjögurra liða riðlum (mjög líklega Ísland) byrja undankeppnina ekki fyrr en í september. Þá ætti að vera komið blandað gras og hægt að spila á Laugardalsvelli, en framkvæmdir standa þar yfir. Undankeppninni lýkur svo í nóvember. Sigurlið hvers riðils í undankeppninni kemst beint á HM en liðin í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, um síðustu sætin á HM. Við það umspil bætast einnig fjögur bestu liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hafa ekki unnið sig inn á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina. Ísland á ekki lengur möguleika á að fara „Þjóðadeildarleiðina“ í umspilið því UEFA er með reglurnar þannig í þessu sambandi að „verðmætara“ er að vinna riðil í til dæmis D-deild en að lenda í 2. sæti riðils í B-deild. Dregið verður í riðla í undankeppni HM þann 13. desember. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Sjá meira
Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Svartfjallalandi á morgun, og svo Wales í lokaumferðinni á þriðjudaginn. Tyrkland er efst í riðlinum með 10 stig, Wales er með 8, Ísland 4 og Svartfjallaland 0. Langmestar líkur eru taldar á því að Ísland endi í 3. sæti riðilsins, og fari í umspilsleiki í mars um að halda sér í B-deildinni. Svona metur We Global á Twitter líkurnar á lokastöðu í hverjum riðli í B-deild Þjóðadeildar. Þannig eru 85,6% líkur á að Ísland endi í 3. sæti og fari í fallumspil, en 8,7% líkur á að liðið fari í umspil um sæti í A-deild. Enn eru 5,7% líkur á að Ísland endi neðst í sínum riðli og falli.Twitter/@We_Global Vegna innbyrðis úrslita gegn Tyrkjum á Ísland ekki lengur neina möguleika á að ná efsta sæti. Með því að fá fleiri stig en Wales á morgun (Wales mætir Tyrklandi á útivelli) verður leikur Íslands við Wales úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Ef Ísland tapar á morgun er hins vegar enn hætta á að liðið endi neðst í riðlinum. Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild. Hvar gæti Ísland spilað í mars? Ef að Ísland endar í 2. sæti en ekki því þriðja þarf liðið einnig að fara í umspil í mars, nema bara mikið skemmtilegra umspil við sterka þjóð um að komast upp í A-deild. Eini möguleikinn á að Ísland fari ekki í umspil er ef liðið missir Svartfjallaland upp fyrir sig og fellur beint niður í C-deild. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að Ísland fari í umspil í mars. KSÍ er meðvitað um þá stöðu en hefur ekki gefið út hvernig tekist verði á við þetta, því ljóst er að ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli í mars. Ef Ísland endar í 3. sæti gæti mótherji í umspilinu orðið lið á borð við Slóvakíu eða Svíþjóð, Kósovó, Búlgaríu eða Færeyjar, en það á þó eftir að skýrast betur. Lendi Ísland í 2. sæti gæti liðið mætt liði á borð við Pólland, Belgíu, Serbíu eða Ungverjaland, í umspili í mars. Geta ekki komist í HM-umspil gegnum Þjóðadeildina Það hvort Ísland verður upptekið í umspili í mars ræður því hvort Ísland verður í fjögurra eða fimm liða riðli í undankeppni HM á næsta ári. Leikdagar á almanaki UEFA eru ekki nægilega margir til að lið sem fara í umspil Þjóðadeildar séu líka í fimm liða riðli í undankeppninni. Liðin sem leika í fimm liða riðlum í undankeppni HM spila leiki í lok mars og byrjun júní, en liðin í fjögurra liða riðlum (mjög líklega Ísland) byrja undankeppnina ekki fyrr en í september. Þá ætti að vera komið blandað gras og hægt að spila á Laugardalsvelli, en framkvæmdir standa þar yfir. Undankeppninni lýkur svo í nóvember. Sigurlið hvers riðils í undankeppninni kemst beint á HM en liðin í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, um síðustu sætin á HM. Við það umspil bætast einnig fjögur bestu liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hafa ekki unnið sig inn á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina. Ísland á ekki lengur möguleika á að fara „Þjóðadeildarleiðina“ í umspilið því UEFA er með reglurnar þannig í þessu sambandi að „verðmætara“ er að vinna riðil í til dæmis D-deild en að lenda í 2. sæti riðils í B-deild. Dregið verður í riðla í undankeppni HM þann 13. desember. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Sjá meira