Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2024 09:01 Grímur af þremur einræðisherrum til sölu í Sankti Pétursborg, þeim Alexander Lúkasjenka, Vladímír Pútín og Jósef Stalín. Stjórnarfar í Rússlandi þykir farið að minna á það sem tíðkaðist í tíð ráðstjórnarríkja Stalíns. Vísir/Getty Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. Í Sovétríkjum Jósefs Stalíns voru jafnvel börn hvött til þess að segja til foreldra sinna í hreinsunum harðstjórans á meintum pólitískum andstæðingum og gagnbyltingarsinnum. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fetað í fótspor Stalíns upp að vissu marki og sagt að borgararnir þurfi að taka þátt í að svæla út óvini ríkisins innanlands. Þannig sagði Pútín skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst að rússneska þjóðin væri alltaf fær um að greina á milli sannra föðurlandsvina annars vegar og „úrhraka og svikara“ hins vegar sem hún spýtti út úr sér eins og mýflugu sem hefði óvart flogið upp í hana. Mannréttindasamtök sem fylgjast með pólitískum ofsóknum stjórnvalda í Kreml telja að fleiri en tuttugu þúsund manns hafi verið handteknir fyrir að lýsa óbeit sinni á stríðinu í Úkraínu og að fleiri en þúsund manns hafi verið sóttir til saka. Af þeim hafi 21 saksókn byggst á tilkynningum einstaklinga um meint brot samborgara þeirra. Hátt í tvö hundruð til viðbótar hafi sætt öðrum vægari refsingum eða sektum eftir að sagt var til þeirra. Nadezhda Buyanova barnalæknir var dæmd í fangelsi fyrir ummæli sem hún átti að hafa látið falla við móður barns um stríðið í Úkraínu. Enginn annar en móðirin var til vitnis um það sem fór á milli þeirra.AP/Pavel Bednjakov Tími „óvina þjóðarinnar“ runninn upp aftur Olga Podolskaja, fyrrverandi sveitarstjórnarkona í Tula-héraði suður af Moskvu, skrifaði undir opið bréf gegn innrásinni á fyrstu klukkustundunum eftir að hún hófst. Nokkrar kvartanir bárust yfirvöldum, meðal annars um að rannsaka þyrfti fjármál hennar. Hún segir Reuters-fréttastofunni að tilkynningarnar um hana hefðu minnt hana á langafa sinn sem var tekinn af lífi í hreinsunum Stalíns eftir að einhver sagði til hans árið 1938. „Tími tilkynninga og „óvina þjóðarinnar“ er runninn upp aftur. Ég gerði mér grein fyrir að þeir gæfu það í skyn að ég ætti að fara úr landi,“ segir Podolskaja sem yfirgaf Rússland í apríl í fyrra. Hún hefur síðan verið sett á lista rússneskra yfirvalda um „erlenda útsendara“ og óskaði þess að Reuters greindi ekki frá hvar hún byggi nú af ótta um öryggi sitt. Stjórnvöld í Kreml hafa beitt lögum um útsendara erlendra ríkja til að þagga niður í frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum. Þá létu þau samþykkja lög sem gera það refsivert að hallmæla rússneska hernum eða innrásinni sem þau hafa einnig beitt af mikilli hörku til að kveða niður hvers kyns andóf. Nýlega var föður sleppt úr fangelsi eftir tæplega tveggja ára vist en hann hafði verið sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna teikningar sem dóttir hans gerði í skóla. Skólastjóri dótturinnar gerði yfirvöldum viðvart um teikningu stúlkunnar sem mátti túlka sem stuðning við Úkraínumenn. Orð gegn orði en sakfelld engu að síður Í sumum tilfellum er óhætt að tala um sýndarréttarhöld yfir þeim sem verða fyrir því að vera klagaðir af samborgurum sínum. Nadezhda Bújanova, barnalæknir að nálgast sjötugt, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að smána rússneska herinn í byrjun þessarar viku nánast eingöngu á grundvelli vitnisburðar móður sem leitaði til hennar með son sinn. Móðirin sakaði Bújanovu, sem fæddist í Úkraínu en hefur búið í Rússlandi um áratugaskeið, um að hafa sagt rússneska hermenn lögmæt skotmörk Úkraínumanna. Maður konunnar hafði fallið á vígvellinum í Úkraínu. Bújanova hafnaði þessu en þrátt fyrir að orð stæði gegn orði var hún dæmd sek. Framburður móðurinnar um hvort sonur hennar hefði verið viðstaddur þegar Bújanova átti að hafa ummælin falla tók breytingum. Verjendur Bújanovu fengu ekki tækifæri til að spyrja drenginn spurninga. Þá hurfu upptökur úr öryggismyndavélum sem lögmennirnir sögðu að gætu stutt málsvörn læknisins. Læknar sem lýstu samstöðu með Bújanovu voru svo yfirheyrðir af lögreglu, að sögn læknis sem hafði frumkvæði að því að safna undirskriftum fyrir hana. Hann flúði sjálfur Rússland í fyrra þegar hann taldi ljóst að hann yrði handtekinn fyrr eða síðar. „Ég næ ekki utan um þetta. Kannski geri ég það seinna,“ sagði Bújanova áður en dómurinn var kveðinn upp, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sovétríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Í Sovétríkjum Jósefs Stalíns voru jafnvel börn hvött til þess að segja til foreldra sinna í hreinsunum harðstjórans á meintum pólitískum andstæðingum og gagnbyltingarsinnum. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fetað í fótspor Stalíns upp að vissu marki og sagt að borgararnir þurfi að taka þátt í að svæla út óvini ríkisins innanlands. Þannig sagði Pútín skömmu eftir að innrásin í Úkraínu hófst að rússneska þjóðin væri alltaf fær um að greina á milli sannra föðurlandsvina annars vegar og „úrhraka og svikara“ hins vegar sem hún spýtti út úr sér eins og mýflugu sem hefði óvart flogið upp í hana. Mannréttindasamtök sem fylgjast með pólitískum ofsóknum stjórnvalda í Kreml telja að fleiri en tuttugu þúsund manns hafi verið handteknir fyrir að lýsa óbeit sinni á stríðinu í Úkraínu og að fleiri en þúsund manns hafi verið sóttir til saka. Af þeim hafi 21 saksókn byggst á tilkynningum einstaklinga um meint brot samborgara þeirra. Hátt í tvö hundruð til viðbótar hafi sætt öðrum vægari refsingum eða sektum eftir að sagt var til þeirra. Nadezhda Buyanova barnalæknir var dæmd í fangelsi fyrir ummæli sem hún átti að hafa látið falla við móður barns um stríðið í Úkraínu. Enginn annar en móðirin var til vitnis um það sem fór á milli þeirra.AP/Pavel Bednjakov Tími „óvina þjóðarinnar“ runninn upp aftur Olga Podolskaja, fyrrverandi sveitarstjórnarkona í Tula-héraði suður af Moskvu, skrifaði undir opið bréf gegn innrásinni á fyrstu klukkustundunum eftir að hún hófst. Nokkrar kvartanir bárust yfirvöldum, meðal annars um að rannsaka þyrfti fjármál hennar. Hún segir Reuters-fréttastofunni að tilkynningarnar um hana hefðu minnt hana á langafa sinn sem var tekinn af lífi í hreinsunum Stalíns eftir að einhver sagði til hans árið 1938. „Tími tilkynninga og „óvina þjóðarinnar“ er runninn upp aftur. Ég gerði mér grein fyrir að þeir gæfu það í skyn að ég ætti að fara úr landi,“ segir Podolskaja sem yfirgaf Rússland í apríl í fyrra. Hún hefur síðan verið sett á lista rússneskra yfirvalda um „erlenda útsendara“ og óskaði þess að Reuters greindi ekki frá hvar hún byggi nú af ótta um öryggi sitt. Stjórnvöld í Kreml hafa beitt lögum um útsendara erlendra ríkja til að þagga niður í frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum. Þá létu þau samþykkja lög sem gera það refsivert að hallmæla rússneska hernum eða innrásinni sem þau hafa einnig beitt af mikilli hörku til að kveða niður hvers kyns andóf. Nýlega var föður sleppt úr fangelsi eftir tæplega tveggja ára vist en hann hafði verið sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna teikningar sem dóttir hans gerði í skóla. Skólastjóri dótturinnar gerði yfirvöldum viðvart um teikningu stúlkunnar sem mátti túlka sem stuðning við Úkraínumenn. Orð gegn orði en sakfelld engu að síður Í sumum tilfellum er óhætt að tala um sýndarréttarhöld yfir þeim sem verða fyrir því að vera klagaðir af samborgurum sínum. Nadezhda Bújanova, barnalæknir að nálgast sjötugt, var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að smána rússneska herinn í byrjun þessarar viku nánast eingöngu á grundvelli vitnisburðar móður sem leitaði til hennar með son sinn. Móðirin sakaði Bújanovu, sem fæddist í Úkraínu en hefur búið í Rússlandi um áratugaskeið, um að hafa sagt rússneska hermenn lögmæt skotmörk Úkraínumanna. Maður konunnar hafði fallið á vígvellinum í Úkraínu. Bújanova hafnaði þessu en þrátt fyrir að orð stæði gegn orði var hún dæmd sek. Framburður móðurinnar um hvort sonur hennar hefði verið viðstaddur þegar Bújanova átti að hafa ummælin falla tók breytingum. Verjendur Bújanovu fengu ekki tækifæri til að spyrja drenginn spurninga. Þá hurfu upptökur úr öryggismyndavélum sem lögmennirnir sögðu að gætu stutt málsvörn læknisins. Læknar sem lýstu samstöðu með Bújanovu voru svo yfirheyrðir af lögreglu, að sögn læknis sem hafði frumkvæði að því að safna undirskriftum fyrir hana. Hann flúði sjálfur Rússland í fyrra þegar hann taldi ljóst að hann yrði handtekinn fyrr eða síðar. „Ég næ ekki utan um þetta. Kannski geri ég það seinna,“ sagði Bújanova áður en dómurinn var kveðinn upp, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Sovétríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira