Körfubolti

Þjálfari Vals ekki með at­vinnu­leyfi og þarf að fara úr landi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jamil Abiad var ekki á hliðarlínunni í gær og missir af leik kvennaliðsins á sunnudag.
Jamil Abiad var ekki á hliðarlínunni í gær og missir af leik kvennaliðsins á sunnudag. vísir/Diego

Atvinnuleyfi Jamils Abiad, þjálfara kvennaliðs Vals í körfubolta og tímabundins þjálfara karlaliðs félagsins, er útrunnið. Hann var fjarverandi í sigri karlaliðsins á KR í gær og verður einnig frá þegar kvennalið Vals mætir Aþenu á sunnudag.

Valur er án Finns Freys Stefánssonar, þjálfara karlaliðsins, sem hefur verið í veikindaleyfi og Jamil þjálfað liðið í hans stað í fyrstu sex leikjum liðsins í Bónus deild karla. Hann er samhliða því þjálfari kvennaliðs félagsins sem hann hefur stýrt í vetur.

Jamil var fjarverandi þegar Valur mætti KR í gær og sagður veikur. Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, sem er leikmaður Vals, stýrði liðinu til sigurs á uppeldisfélagi hans KR ásamt Finni Atla Magnússyni.

Heimildir Vísis herma að ástæða fjarveru Jamils séu ekki veikindi. Öllu heldur sú að atvinnuleyfi hans sé útrunnið. Misfarist hafi að endurnýja leyfið í sumar.

Jamil sér því fram á að þurfa að fara úr landi áður en hægt sé að endurnýja atvinnuleyfið.

Gera má ráð fyrir að hann verði ekki á hliðarlínunni þegar kvennalið Vals mætir Aþenu í sjöttu umferð Bónus deildar kvenna á sunnudagskvöld.


Tengdar fréttir

Finnur Freyr í veikindaleyfi

Þjálfari Íslandsmeistara Vals, Finnur Freyr Stefánsson, stýrir liðinu ekki í leiknum gegn Þór Þ. í Bónus deild karla í kvöld vegna veikinda.

Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld

Kristófer Acox var í hlutverki þjálfara í kvöld þegar Valur tók á móti KR í fjarveru Jamil Abiad sem var veikur í dag. Valur vann sigur á KR og má telja að hann hafi verið mjög mikilvægur upp á sálarlíf Íslandsmeistaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×