Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Dagur Lárusson skrifar 16. nóvember 2024 15:17 Haukar - Njarðvík Bónus Deild Kvenna Haust 2024 vísir/Diego Njarðvík bar sigur úr býtum gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna í dag þrátt fyrir mörg áhlaup Stjörnuliðsins. Það var Stjarnan sem byrjaði leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta. Denia Davis-Stewart fór fyrir liði Stjörnunnar og setti niður átta stig í fyrsta leikhluta en sem fyrr var það Brittany sem leiddi í stigasöfnun fyrir Njarðvík. Staðan eftir fyrsta leikhluta 23-17. Í öðrum leikhluta tóku gestirnir hins vegar við sér og leikurinn snerist við. Njarðvík var rétt um mínútu að jafna Stjörnuna að stigum og þá tók þjálfarteymi Stjörnunnar leikhlé til þess að reyna að stilla saman strengi. Það gerði þó lítið og hélt Njarðvík áfram að vera með yfirhöndina. Þegar hálfleiks flautan gall var staðan orðin 36-47. Stjörnustelpur mættu ákveðnar til leiks í þriðja leikhluta og þá sér í lagi Kolbrún María sem átti stórleik í kvöld. Hún fór fyrir liði sínu, sem og Denia, og náðu Stjarnan að saxa á forskot Njarðvíkur ásamt því að koma upp stemningunni á meðal stuðningsmanna liðsins. Þegar þriðji leikhlutinn var allur staðan orðin 57-62. Þrátt fyrir öll áhlaup Stjörnunnar náði Njarðvík þó alltaf að vera skrefi á undan og spilaði Brittany Dinkins þar auðvitað stórt hlutverk fyrir gestina. Stjarnan komst næst því að jafna leikinn í stöðinno 70-71 en eftir það gekk allt á afturfótunum og náðu gestirnir að sigla sigrinum heim. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni 77-89. Atvik leiksins Ég myndi segja að atvik leiksins hafi verið í raun verið tvær sóknir undir lokin hjá Stjörnunni sem klúðruðust. Ein þar sem Diljá var mjög óheppin að missa boltann frá sér þegar hún ætlaði að fara framhjá leikmanni Njarðvíkur og síðan önnur sókn þar sem Stjarnan tapaði boltanum vegna misskilnings á milli tveggja leikmanna liðsins. Þetta var þegar það voru aðeins tvö til þrjú stig sem skildu liðin að og hver veit hvað hefði gerst ef þessir mistök hefði ekki átt sér stað. Hverjar stóðu upp úr? Brittany Dinkins var stigahæst og það ekki í fyrsta sinn og ekki í það síðasta en ég vil meina að Kolbrún María hafði staðið upp úr í leiknum. Þvílík frammistaða hjá henni í þriðja leikhlutanum þar sem hún setti niður hverja körfuna á fætur annarri og synd að hún hafi þurft að fara á bekkinn til þess að hvíla hnéð á sér því hún var með leikinn algjörlega í höndum sér. Stjörnur og skúrkar Eins og ég skrifa hér fyrir ofan þá vil ég meina að Kolbrún María hafi staðið upp úr í leiknum í dag þrátt fyrir að hafa verið í tapliðinu. Brittany og Denia voru einnig frábærar í leiknum. Hvað skúrka varðar er alltaf leiðinlegt að velja einstaka leikmenn en það fóru auðvitað góð tækifæri útum gluggann þegar leikmenn Stjörnunnar gerðu sig seka um klaufamistök undir lokin. Þær vita hverjar þær eru og læra af þessu. Stemning og umgjörð Stemningin var til fyrirmyndar í Umhyggjuhöllinni og var mikill hávaði í tímabili. Stjarnan er síðan alltaf með umgjörðina upp á tí. Það var engin breyting þar á í kvöld fyrir utan það að netið var heldur betur að stríða okkur í fyrri hálfleiknum en það var svo lagað. Einar Árni Jóhannsson: Héldum Diljá og Kolbrúnu í fjórum og fimm í fyrri Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég er mjög ánægður með sigurinn og annar leikhlutinn var frábær og það var þá þar sem við lögðum grunninn að þessu,“ byrjaði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur að segja eftir leik. „Í öðrum leikhluta þá spiluðum við bæði frábæran varnarleik og náum síðan að skora þessi 30 stig. Í seinni fannst mér við vera á köflum að verja forystuna svolítið sem er aldrei vænlegt. Þær fóru þá að ná góðum stoppum og hlupu á okkur og gerðu vel sóknarlega eins og gerist. En í heildina er ég bara ánægður með það við höfðum náð vera sterkar og koma þessu aftur upp í tíu stig,“ hélt Einar áfram að segja. Einar talaði aðeins meira um annan leikhluta. „Við náuðum að halda Diljá og Kolbrúnu í fjórum og fimm stigum í fyrri hálfleik og það er mikið verið að vinna með þær í þeirra sóknarleik eðlilega því þær eru frábærir leikmenn. Þannig að hafa náð að halda þeim í þetta fáum stigum í þessum tímapunkti var mjög mikilvægt.“ Stjarnan átti þó nokkur áhlaup á gestina í þriðja og fjórða leikhluta en Njarðvík náði alltaf að vera skrefi á undan og var Einar mjög ánægður með það. „Já við sýndum styrk þar gegn mjög sterku liði sem er á heimavelli og tapaði einnig síðast á heimavelli þannig við vissum að þær myndu mæta ákveðnar í þennan leik,“ endaði Einar á að segja. Ólafur Jónas Sigurðsson: Of mikill rússíbani Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við komum mjög sterkar út, þær skora bara 17 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan 30 í öðrum og það var svolítið lýsandi fyrir þennan rússíbanaleik,“ byrjaði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar að segja eftir leik. „Við fáum svo vörnina aftur í gang í þriðja leikhluta en síðan skora þær aftur mikið á okkur í fjórða. Þetta er bara of mikill rússíbani hjá okkur einhvern veginn, ég á erfitt með að lýsa þessu. Við þurfum eitthvað að finna út úr þessu,“ hélt Ólafur áfram að segja. Ólafur var ekki viss hvort það hafi verið eitthvað sérstakt sem sneri leiknum við í öðrum leikhluta. „Ég er ekki viss hvort það hafi verið eitthvað sérstakt sem gerðist þarna í öðrum leikhluta eins og Einar var að segja. Við vorum að fá boltaflæði í þetta í sókninni en við vorum bara mjög staðar, svolítið eins og við vissum ekki hvað við áttum að gera og það er eitthvað sem við þurfum að finna lausnir á, þetta var ekki gott,“ endaði Ólafur Jónas á að segja eftir leik. Bónus-deild kvenna Stjarnan UMF Njarðvík
Njarðvík bar sigur úr býtum gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna í dag þrátt fyrir mörg áhlaup Stjörnuliðsins. Það var Stjarnan sem byrjaði leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta. Denia Davis-Stewart fór fyrir liði Stjörnunnar og setti niður átta stig í fyrsta leikhluta en sem fyrr var það Brittany sem leiddi í stigasöfnun fyrir Njarðvík. Staðan eftir fyrsta leikhluta 23-17. Í öðrum leikhluta tóku gestirnir hins vegar við sér og leikurinn snerist við. Njarðvík var rétt um mínútu að jafna Stjörnuna að stigum og þá tók þjálfarteymi Stjörnunnar leikhlé til þess að reyna að stilla saman strengi. Það gerði þó lítið og hélt Njarðvík áfram að vera með yfirhöndina. Þegar hálfleiks flautan gall var staðan orðin 36-47. Stjörnustelpur mættu ákveðnar til leiks í þriðja leikhluta og þá sér í lagi Kolbrún María sem átti stórleik í kvöld. Hún fór fyrir liði sínu, sem og Denia, og náðu Stjarnan að saxa á forskot Njarðvíkur ásamt því að koma upp stemningunni á meðal stuðningsmanna liðsins. Þegar þriðji leikhlutinn var allur staðan orðin 57-62. Þrátt fyrir öll áhlaup Stjörnunnar náði Njarðvík þó alltaf að vera skrefi á undan og spilaði Brittany Dinkins þar auðvitað stórt hlutverk fyrir gestina. Stjarnan komst næst því að jafna leikinn í stöðinno 70-71 en eftir það gekk allt á afturfótunum og náðu gestirnir að sigla sigrinum heim. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni 77-89. Atvik leiksins Ég myndi segja að atvik leiksins hafi verið í raun verið tvær sóknir undir lokin hjá Stjörnunni sem klúðruðust. Ein þar sem Diljá var mjög óheppin að missa boltann frá sér þegar hún ætlaði að fara framhjá leikmanni Njarðvíkur og síðan önnur sókn þar sem Stjarnan tapaði boltanum vegna misskilnings á milli tveggja leikmanna liðsins. Þetta var þegar það voru aðeins tvö til þrjú stig sem skildu liðin að og hver veit hvað hefði gerst ef þessir mistök hefði ekki átt sér stað. Hverjar stóðu upp úr? Brittany Dinkins var stigahæst og það ekki í fyrsta sinn og ekki í það síðasta en ég vil meina að Kolbrún María hafði staðið upp úr í leiknum. Þvílík frammistaða hjá henni í þriðja leikhlutanum þar sem hún setti niður hverja körfuna á fætur annarri og synd að hún hafi þurft að fara á bekkinn til þess að hvíla hnéð á sér því hún var með leikinn algjörlega í höndum sér. Stjörnur og skúrkar Eins og ég skrifa hér fyrir ofan þá vil ég meina að Kolbrún María hafi staðið upp úr í leiknum í dag þrátt fyrir að hafa verið í tapliðinu. Brittany og Denia voru einnig frábærar í leiknum. Hvað skúrka varðar er alltaf leiðinlegt að velja einstaka leikmenn en það fóru auðvitað góð tækifæri útum gluggann þegar leikmenn Stjörnunnar gerðu sig seka um klaufamistök undir lokin. Þær vita hverjar þær eru og læra af þessu. Stemning og umgjörð Stemningin var til fyrirmyndar í Umhyggjuhöllinni og var mikill hávaði í tímabili. Stjarnan er síðan alltaf með umgjörðina upp á tí. Það var engin breyting þar á í kvöld fyrir utan það að netið var heldur betur að stríða okkur í fyrri hálfleiknum en það var svo lagað. Einar Árni Jóhannsson: Héldum Diljá og Kolbrúnu í fjórum og fimm í fyrri Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég er mjög ánægður með sigurinn og annar leikhlutinn var frábær og það var þá þar sem við lögðum grunninn að þessu,“ byrjaði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur að segja eftir leik. „Í öðrum leikhluta þá spiluðum við bæði frábæran varnarleik og náum síðan að skora þessi 30 stig. Í seinni fannst mér við vera á köflum að verja forystuna svolítið sem er aldrei vænlegt. Þær fóru þá að ná góðum stoppum og hlupu á okkur og gerðu vel sóknarlega eins og gerist. En í heildina er ég bara ánægður með það við höfðum náð vera sterkar og koma þessu aftur upp í tíu stig,“ hélt Einar áfram að segja. Einar talaði aðeins meira um annan leikhluta. „Við náuðum að halda Diljá og Kolbrúnu í fjórum og fimm stigum í fyrri hálfleik og það er mikið verið að vinna með þær í þeirra sóknarleik eðlilega því þær eru frábærir leikmenn. Þannig að hafa náð að halda þeim í þetta fáum stigum í þessum tímapunkti var mjög mikilvægt.“ Stjarnan átti þó nokkur áhlaup á gestina í þriðja og fjórða leikhluta en Njarðvík náði alltaf að vera skrefi á undan og var Einar mjög ánægður með það. „Já við sýndum styrk þar gegn mjög sterku liði sem er á heimavelli og tapaði einnig síðast á heimavelli þannig við vissum að þær myndu mæta ákveðnar í þennan leik,“ endaði Einar á að segja. Ólafur Jónas Sigurðsson: Of mikill rússíbani Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við komum mjög sterkar út, þær skora bara 17 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan 30 í öðrum og það var svolítið lýsandi fyrir þennan rússíbanaleik,“ byrjaði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar að segja eftir leik. „Við fáum svo vörnina aftur í gang í þriðja leikhluta en síðan skora þær aftur mikið á okkur í fjórða. Þetta er bara of mikill rússíbani hjá okkur einhvern veginn, ég á erfitt með að lýsa þessu. Við þurfum eitthvað að finna út úr þessu,“ hélt Ólafur áfram að segja. Ólafur var ekki viss hvort það hafi verið eitthvað sérstakt sem sneri leiknum við í öðrum leikhluta. „Ég er ekki viss hvort það hafi verið eitthvað sérstakt sem gerðist þarna í öðrum leikhluta eins og Einar var að segja. Við vorum að fá boltaflæði í þetta í sókninni en við vorum bara mjög staðar, svolítið eins og við vissum ekki hvað við áttum að gera og það er eitthvað sem við þurfum að finna lausnir á, þetta var ekki gott,“ endaði Ólafur Jónas á að segja eftir leik.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum