Innlent

Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðar­bungu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vatn við Bárðarbunga
Vatn við Bárðarbunga

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu skömmu fyrir klukkan fimm í dag.

Hann varð á 2,6 kílómetra dýpi.

Öflugir skjálftar eru tíðir í Bárðarbungu og hafa skjálftar upp á 4,5 og 5 riðið þar yfir á síðustu mánuðum. Fyrr á árinu mældist skjálfti þar upp á 5,4 að stærð sem var jafnframt sá stærsti síðan að eldgosinu í Holuhrauni lauk 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×