Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2024 12:04 Séra Óskar Hafsteinn, nýr prófastur í Suðurprófastsdæmi, sem er hér staddur í fjósinu í Gunnbjarnarholti þar sem hann var með fjölmenna kúamessu eitt skiptið, en hann er duglegur að halda fjölbreytt messuform. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Hrunakirkju í dag skammt frá Flúðum en þá fer fram innsetningarmessa þar, sem séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur inn í embætti prófast í Suðurprófastsdæmi af biskupi Íslands. Biskup segist hlakka mikið til fyrir innsetningunni enda ekki sett prófast í embætti áður. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum. Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum.
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira