Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. nóvember 2024 11:09 Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbús, segir bruna í varphúsi búsins vera mikið áfall en nú sé bara að bretta upp ermar. Framkvæmdastjóri Nesbús segir eldsvoða sem kviknaði í varphúsi eggjabúsins í nótt vera mikið áfall. Erfitt sé að meta tjónið en bygging á sambærilegu húsi kosti um 150 milljónir. Betur fór þó en á horfðist þökk sé brunavörnum og starfi slökkviliðs. Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Um sex þúsund hænsni drápust í eldsvoða á eggjabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Allt tiltækt lið brunavarna Suðurnesja var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í þaki eins varphúss skömmu eftir miðnætti. Slökkviliðið glímdi við eldinn langt fram á morgun og er tjónið verulegt. Fréttastofa ræddi við Stefán Má Símonarson, framkvæmdastjóra Nesbús, um eldsvoðann. Eldurinn dreifðist sem betur fer ekki í önnur hólf Hvað gerðist þarna í nótt? „Það kemur upp eldur um eða upp úr miðnætti. Kemur tilkynning um það á þeim tíma. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er bundið við eitt varphúsið og sem betur fer tókst að halda eldinum í því brunahólfi, það dreifðist ekki yfir í önnur hólf. Þakið brann að allmiklu leyti og því miður drapst fuglinn, sennilega af völdum reyks,“ segir Stefán Már. Það kemur fram að þetta séu um sex þúsund hænur, hvað er það stórt hlutfall af heildinni? „Það er svona einhver fimmtán prósent af því sem er þarna,“ segir hann. Og væntanlega áfall fyrir reksturinn? „Já, svona hlutir eru alltaf mikið áfall og mjög miður að svona skyldi fara. Svo er bara að bretta upp ermar og reyna að koma þessu aftur í gang sem fyrst.“ Nýtt varphús kosti 150 milljónir Brunavarnir virðast hafa virkað ágætlega, þessi hólfun. Það hlýtur að vera ánægjuefni. „Sem betur fer gerði hún það og fyrir utan að slökkviliðið stóð sig afskaplega vel að halda eldinum í þessu eina tiltekna hólfi. Þeir eiga þakkir skyldar fyrir það. Þetta fór betur en á horfði á tímabili.“ Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Auðvitað er þetta nýskeð en hefur tjónið verið metið? „Nei, við vitum það ekki. Við höfum ekki heimild til að kanna aðstæður fyrr en rannsókn á upptökum eldsins er lokið. Þá skoðum við málið og sjáum hvað við getum gert.“ Ég sé að þú nefnir í samtali við mbl að sambærilegt hús kosti 150 milljónir innréttað með réttum búnaði. Er altjón á húsinu? „Sú upphæð miðaðist við að byggja þyrfti nýtt hús. Á þessum tímapunkti vitum við ekki hvort að þess þurfi eða hvort það sé hægt að laga það. Það verður bara að koma í ljós. Sú tala miðaðist við nýtt hús með nýjum búnaði.“ „Mjög ónotalegt“ að fá fréttirnar Hvenær færð þú veður af þessu og fórst þú beint á staðinn? „Ég fæ veður af þessu milli tólf og hálf eitt og fer á staðinn í framhaldi af því.“ Og hefur væntanlega verið miður skemmtilegt að fylgjast með húsinu brenna? „Já og þegar maður fær fyrstu fréttir veit maður í fyrsta lagi ekki í hvaða húsi þetta er og í öðru lagi hvort þetta er í einu húsi eða fleirum. Þannig þetta var mjög ónotalegt.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira