Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2024 12:19 Fjárlaganefnd samþykkti auka fjárveitingu til Kvikmyndasjóðs. vísir/vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis hafa svarað kalli kvikmyndagerðarfólks sem vöktu athygli á bágri stöðu Kvikmyndasjóðs fyrir helgi. Nú á að auka fjárveitingu í sjóðinn umtalsvert en það var ljóst eftir að meirihluti fjárlaganefndar samþykkti breytingartillögu á fjárlögum á fimmtudaginn. Þó nokkur óánægja hefur verið vegna slæmrar stöðu Kvikmyndasjóðs en fyrir helgi sendu 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að á næsta ári yrði sjóðurinn á sama stað og hann var árið 2006. Nær ómögulegt hafi verið að fá styrk fyrir næsta ár og sjóðurinn þurrausinn. Þau lögðu til að 500 milljónir yrðu færðar úr endurgreiðslum til stórra erlenda verkefna og í sjóðinn fyrir íslensku grasrótina. Aukning um 300 milljónir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þá leið ekki vera mögulega en fagnar því að gert sé ráð fyrir Kvikmyndasjóði í nýjum fjárlögum. „Hann er ekki tómur. Nú hefur kvikmyndaiðnaðurinn vaxið og dafnað síðustu ár og hann hefur verið að skapa fjölda nýrra starfa og því var afar brýnt að styrkja Kvikmyndasjóð og við höfum verið að vinna að því með fjárlaganefndinni og geiranum síðustu mánuði og nú er verið að auka í hann og þetta er afar ánægjuleg niðurstaða.“ Í breytingatillögunni sem var samþykkt af fjárlaganefnd á fimmtudaginn segir: „Gerð er tillaga um 300 m.kr. millifærslu til að styrkja innlenda kvikmyndagerð. Framlög til Kvikmyndasjóðs eru aukin um þá fjárhæð.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnvægi milli endurgreiðslna og sjóðsins mikilvægt Kvikmyndagerðarfólk hefur jafnframt bent á að sama ár og lög um endurgreiðslur til erlendra verkefna voru samþykkt var skorið niður í veitingum til Kvikmyndasjóðs en Lilja segir mikilvægt að rugla þessu tvennu ekki saman. „Endurgreiðslurnar hafa komið vel út og þær eru að vaxa. Það er nauðsynlegt að það sé jafnvægi á milli sjóðsins og endurgreiðslukerfisins. Eins og ég segi fjöldi nýrra starfa hafa skapast á Íslandi í tengslum við kvikmyndageirann. Samkvæmt efnahagsgreiningu sem við létum gera, hver króna sem við setjum í geirann kemur sjöfalt til baka. Það á ekki að blanda þessum kerfum saman. Þau vinna vel saman en sumir vildu gera breytingar á endurgreiðslukerfinu, ég hef varað mjög við því.“ Lilja bendir enn fremur á að ekki sé hægt að miða árin 2024 og 2025 við síðustu ár og bendir á að þegar að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir hafi verið ráðist í átak til að auka fjárveitingar í sjóðinn. Eru þessi ár því ekki sambærileg og ekki hægt að segja að niðurskurðurinn nemi 49 prósentum í raun eins og kvikmyndagerðarfólk vildi meina. „Við vorum með sérstaka innspýtingu þegar að Covid var, því eins og við vitum þá voru takmarkanir varðandi ýmsa atvinnustarfsemi á þessum tíma. Við vorum með auka fjárveitingu vegna þessa. Ég held að það sé eðlilegra að miða við árið 2019. Þessi mikli niðurskurður sem hefur verið kynntur er ýktur. “ Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs árið 2019 nam 1.074 milljónir króna en er núna fyrir árið 2025 um 1.300 milljónir. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Þó nokkur óánægja hefur verið vegna slæmrar stöðu Kvikmyndasjóðs en fyrir helgi sendu 717 manns sem starfa í kvikmyndagerð frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að á næsta ári yrði sjóðurinn á sama stað og hann var árið 2006. Nær ómögulegt hafi verið að fá styrk fyrir næsta ár og sjóðurinn þurrausinn. Þau lögðu til að 500 milljónir yrðu færðar úr endurgreiðslum til stórra erlenda verkefna og í sjóðinn fyrir íslensku grasrótina. Aukning um 300 milljónir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þá leið ekki vera mögulega en fagnar því að gert sé ráð fyrir Kvikmyndasjóði í nýjum fjárlögum. „Hann er ekki tómur. Nú hefur kvikmyndaiðnaðurinn vaxið og dafnað síðustu ár og hann hefur verið að skapa fjölda nýrra starfa og því var afar brýnt að styrkja Kvikmyndasjóð og við höfum verið að vinna að því með fjárlaganefndinni og geiranum síðustu mánuði og nú er verið að auka í hann og þetta er afar ánægjuleg niðurstaða.“ Í breytingatillögunni sem var samþykkt af fjárlaganefnd á fimmtudaginn segir: „Gerð er tillaga um 300 m.kr. millifærslu til að styrkja innlenda kvikmyndagerð. Framlög til Kvikmyndasjóðs eru aukin um þá fjárhæð.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Vilhelm Jafnvægi milli endurgreiðslna og sjóðsins mikilvægt Kvikmyndagerðarfólk hefur jafnframt bent á að sama ár og lög um endurgreiðslur til erlendra verkefna voru samþykkt var skorið niður í veitingum til Kvikmyndasjóðs en Lilja segir mikilvægt að rugla þessu tvennu ekki saman. „Endurgreiðslurnar hafa komið vel út og þær eru að vaxa. Það er nauðsynlegt að það sé jafnvægi á milli sjóðsins og endurgreiðslukerfisins. Eins og ég segi fjöldi nýrra starfa hafa skapast á Íslandi í tengslum við kvikmyndageirann. Samkvæmt efnahagsgreiningu sem við létum gera, hver króna sem við setjum í geirann kemur sjöfalt til baka. Það á ekki að blanda þessum kerfum saman. Þau vinna vel saman en sumir vildu gera breytingar á endurgreiðslukerfinu, ég hef varað mjög við því.“ Lilja bendir enn fremur á að ekki sé hægt að miða árin 2024 og 2025 við síðustu ár og bendir á að þegar að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir hafi verið ráðist í átak til að auka fjárveitingar í sjóðinn. Eru þessi ár því ekki sambærileg og ekki hægt að segja að niðurskurðurinn nemi 49 prósentum í raun eins og kvikmyndagerðarfólk vildi meina. „Við vorum með sérstaka innspýtingu þegar að Covid var, því eins og við vitum þá voru takmarkanir varðandi ýmsa atvinnustarfsemi á þessum tíma. Við vorum með auka fjárveitingu vegna þessa. Ég held að það sé eðlilegra að miða við árið 2019. Þessi mikli niðurskurður sem hefur verið kynntur er ýktur. “ Fjárheimildir Kvikmyndasjóðs árið 2019 nam 1.074 milljónir króna en er núna fyrir árið 2025 um 1.300 milljónir.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira