Þá voru samþykktar einnig þær breytingatillögur sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til að lokinni annarri umræðu í þinginu.
Líkt og kunnugt er ákváðu Vinstri græn að taka ekki þátt í starfstjórn eftir að þing var rofið og boðað til alþingiskosninga að frumkvæði Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Í dag voru alls afgreidd tólf mál á Alþingi á síðasta þingfundinum fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara þann 30. nóvember.
Birgir Ármannsson forseti Alþingis frestaði þingfundi á tólfta tímanum í dag, en þingfundurinn í dag var jafnframt sá síðasti hjá Birgi sem mun kveðja þingið að afstöðnum kosningum eftir rúm tuttugu ár á þingi.
Kveðjuræðu Birgis á Alþingi í morgun má heyra í spilaranum hér að neðan.