Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:17 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru ekki viðstaddir í þingsal þegar umdeild búvörulög voru samþykkt. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Líkt og greint var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og hafi þannig ekkert gildi að lögum. Einna helst voru breytingar laganna harðlega gangrýndar vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum, breyting sem gerð var á frumvarpinu í meðförum atvinnuveganefndar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í heild og það samþykkt sem lög fimmtudaginn 21. mars á þessu ári. Þegar rýnt er í það hverjir voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn var einni stjórnarflokkurinn á þeim tíma þar sem allir þrettán þingmenn flokksins mættu í þingsal og studdu frumvarpið. Þess má jafnframt geta að Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður atvinnuveganefndar og var framsögumaður málsins í nefndinni þegar frumvarpið var afgreitt. Aðeins fjórir af átta þingmönnum VG voru viðstaddir og studdu frumvarpið og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu já á meðan níu þingmenn flokksins voru fjarverandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var eini þingmaður stjórnarandstöðunnar sem studdi frumvarpið, en allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem viðstaddir voru sögðu nei. Taflan sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið eftir þingflokkum. Glögglega má sjá að frumvarpið naut mests stuðnings meðal Framsóknarmanna en einungis helmingur þingflokka hinna sjórnarflokkanna tveggja voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Alþingi Auk allra ráðherra Framsóknarflokksins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þá félags- og vinnumarkaðsráðherra, eini ráðherra hinna ríkisstjórnarflokkanna sem studdi frumvarpið í verki með þátttöku í atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi. Brynhildur Björnsdóttir, sem kom inn sem varaþingmaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur á meðan hún var í leyfi, var einnig meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Sjálf snéri Svandís aftur til starfa eftir veikindaleyfi eftir páska í byrjun apríl. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók svo við embætti matvælaráðherra þann 10. apríl eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við stjórnmálin og fór í forsetaframboð en þá færði Svandís sig yfir í innviðaráðuneytið. Af vef Alþingis, en grafið sýnir hvernig atkvæði féllu um frumvarpið þann 21. mars síðastliðinn.Alþingi Tillaga stjórnarandstöðunnar um að vísa málinu til ríkistjórnarinnar var felld. Frumvarpinu var upphaflega dreift á Alþingi í ráðherratíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu í nóvember 2023 í sinni upprunalegu mynd. Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu voru gerðar líkt og áður segir í meðförum atvinnuveganefndar um málið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira