Fyrirliði Liverpool kemur þess vegna fyrr til baka til síns félags en fram undan eru margir mikilvægir leikir hjá Liverpool sem er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Hollenska knattspyrnusambandið sagði frá því að á samfélagsmiðlum sínum að Van Dijk hefði yfirgefið hópinn alveg eins og Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona.
„Það er betra fyrir þá að yfirgefa hópinn núna. Þessi ákvörðun var tekin vegna læknisfræðilegra ástæðna þar sem hagsmunir leikmannanna sjálfra voru í forgangi,“ sagði Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, í yfirlýsingunni.
Hollendingar eru öruggir í öðru sæti riðilsins eftir 4-0 stórsigur á Ungverjum í fyrri leik sínum í þessum glugga. Þeir geta heldur ekki náð toppliði Þjóðaverja að stigum.
Liverpool og Van Dijk mæta Southampton á sunnudaginn en De Jong og Barcelona spila við Celta Vigo daginn áður.
Virgil van Dijk will not be involved in the Netherlands’ second fixture of this international window on Tuesday night.
— Liverpool FC (@LFC) November 18, 2024