Á vef Samorku segir að orkumálin séu mikilvægur þáttur fyrir efnahag landsins og lífsgæði íbúanna. Fulltrúar tíu flokka sem eru í framboði til Alþingis munu ræðu um stefnu þeirra í málaflokknum, það er um orkuöflun, rammaáætlun, eflingu flutnings- og dreifikerfis, vindorkunýtingu og fleira.
Fundurinn stendur frá klukkan 9 til 10.30.
Á fundinum verða eftirtaldir frambjóðendur:
- Guðmundur Hrafn Ásgrímsson - Sósíalistaflokkurinn
- Guðlaugur Þór Þórðarson - Sjálfstæðisflokkurinn
- Ragnar Þór Ingólfsson - Flokkur fólksins
- Bergþór Ólason - Miðflokkurinn
- Jóhann Páll Jóhansson - Samfylkingin
- Lenya Rún Taha Karim - Píratar
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Vinstrihreyfingin - grænt framboð
- Hanna Katrín Friðriksson - Viðreisn
- Arnar Þór Jónsson - Lýðræðisflokkurinn
- Halla Hrund Logadóttir - Framsóknarflokkurinn