Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2024 11:51 Rússar hafa drepið þúsundir óbreyttra borgara og valdið gífurlegri eyðileggingu í Úkraínu á þeim þúsund dögum sem innrás þeirra hafur staðið yfir. AP/Ukrainian Emergency Service Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. Þótt þess sé nú minnst að þúsund dagar eru liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu úr norðri, austri og suðri hinn 24. febrúar 2022 hefur stríðið í raun staðið yfir í tíu ár. Rússar lögðu undir sig Krímskaga og hófu hernað í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar hafa engu eirt í látlausum skórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum þeirra á borgir og bæi í Úkraínu og fjölmargir stríðsglæpir þeirra hafa verið skrásettir. Evrópusambandið telur að um 600 börn hafi fallið í árásunum. Um fimm milljónir manna muni líða fæðuskort á næsta ári og um 40 prósent þjóðarinnar muni þurfa á mannúðaraðstoð að halda. Um helmingur allra orkuinnviða landsins hafi verið eyðilagður og því muni stór hluti þjóðarinnar hvorki hafa hita né rafmagn nú í vetur þegar frostið getur farið niður í 20 gráður. Minningarreitur um fallna úkraínska hermenn sem íbúar hafa komið upp á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði.AP/Efrem Lukatsky Vesturlönd hafa stutt við Úkraínu með vopnasendingum og mannúðaraðstoð fyrir hundruð milljaðra dollara og alls kyns viðskiptaþvinganir hafa verið settar á rússnesk stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklinga. Vopnasendingarnar hafa aðallega miðast við að Úkraínumenn geti varið sig með loftvarnakerfum og svarað fyrir sig á vígvellinum. Það var hins vegar ekki fyrr en í gær sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna heimilaði Úkraínumönnum að beita langdrægum bandarískum eldflaugum á skotmörk innan Rússlands, sem Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir. Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu segir þetta geta valdið straumhvörfum í stríðinu. „Þeim mun lengra sem við getum gert árásir, þeim mun styttra verður stríðið. Sú afstaða okkar hefur alltaf verið skýr að við höfum fullan rétt á að gera árásir á hernaðarleg skotmörk innan Rússlands,“ sagði Sybiha í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu (til vinstri) átti fund með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Brussel í síðustu viku.AP/Nicolas Tucat Nóttina áður höfðu Rússar gert eina öflugustu árás sína á Úkraínu frá upphafi stríðsins þegar þeir skutu 120 eldflaugum og um 90 árásardrónum á borgir og bæi víðs vegar um landið. Vesturlönd hafa hikað í þessum efnum af ótta við að stigmagna stríðið en Rússar hafa hins vegar gert það með auknum árásum og hernaðaraðstoð frá bæði Íran og norður Kóreu sem að auki hefur sent rúmlega 10 þúsund hermenn til að aðstoða Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. 16. nóvember 2024 18:48 Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. 16. nóvember 2024 09:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Sjá meira
Þótt þess sé nú minnst að þúsund dagar eru liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu úr norðri, austri og suðri hinn 24. febrúar 2022 hefur stríðið í raun staðið yfir í tíu ár. Rússar lögðu undir sig Krímskaga og hófu hernað í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar hafa engu eirt í látlausum skórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum þeirra á borgir og bæi í Úkraínu og fjölmargir stríðsglæpir þeirra hafa verið skrásettir. Evrópusambandið telur að um 600 börn hafi fallið í árásunum. Um fimm milljónir manna muni líða fæðuskort á næsta ári og um 40 prósent þjóðarinnar muni þurfa á mannúðaraðstoð að halda. Um helmingur allra orkuinnviða landsins hafi verið eyðilagður og því muni stór hluti þjóðarinnar hvorki hafa hita né rafmagn nú í vetur þegar frostið getur farið niður í 20 gráður. Minningarreitur um fallna úkraínska hermenn sem íbúar hafa komið upp á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði.AP/Efrem Lukatsky Vesturlönd hafa stutt við Úkraínu með vopnasendingum og mannúðaraðstoð fyrir hundruð milljaðra dollara og alls kyns viðskiptaþvinganir hafa verið settar á rússnesk stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklinga. Vopnasendingarnar hafa aðallega miðast við að Úkraínumenn geti varið sig með loftvarnakerfum og svarað fyrir sig á vígvellinum. Það var hins vegar ekki fyrr en í gær sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna heimilaði Úkraínumönnum að beita langdrægum bandarískum eldflaugum á skotmörk innan Rússlands, sem Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir. Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu segir þetta geta valdið straumhvörfum í stríðinu. „Þeim mun lengra sem við getum gert árásir, þeim mun styttra verður stríðið. Sú afstaða okkar hefur alltaf verið skýr að við höfum fullan rétt á að gera árásir á hernaðarleg skotmörk innan Rússlands,“ sagði Sybiha í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu (til vinstri) átti fund með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Brussel í síðustu viku.AP/Nicolas Tucat Nóttina áður höfðu Rússar gert eina öflugustu árás sína á Úkraínu frá upphafi stríðsins þegar þeir skutu 120 eldflaugum og um 90 árásardrónum á borgir og bæi víðs vegar um landið. Vesturlönd hafa hikað í þessum efnum af ótta við að stigmagna stríðið en Rússar hafa hins vegar gert það með auknum árásum og hernaðaraðstoð frá bæði Íran og norður Kóreu sem að auki hefur sent rúmlega 10 þúsund hermenn til að aðstoða Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13 Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. 16. nóvember 2024 18:48 Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. 16. nóvember 2024 09:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Sjá meira
Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. 18. nóvember 2024 13:48
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. 17. nóvember 2024 20:13
Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. 16. nóvember 2024 18:48
Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. 16. nóvember 2024 09:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03