Ólíklegt að gjósi í nóvember Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2024 15:10 Ekki er talið að nægur þrýstingur hafi byggst upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að gjósi í nóvember. Vísir/Vilhelm Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja ólíklegt að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember. Vísbendingar um að hægt hafi á landrisi gætu verið tilkomnar vegna geimveðurs. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sé áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hafi mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Sams konar breytingar sjást víða Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram. Á GPS-mælum hafi þó sést vísbendingar um að hægt hafi á landrisinu síðustu daga. Of snemmt sé að fullyrða að þessar breytingar séu merki um að það hægi á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sjáist víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi sé því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif sé að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun er að ræða og að hægt hafi á landrisi og kvikusöfnun muni það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir berist, sem hægt verði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Óbreytt hættumat Það sé áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt sé að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Eitt af því sem styðji það mat sé hversu lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist eða markverð aukning verður í skjálftavirkni muni þetta mat breytast í samræmi við það. Veðurstofan hafi gefið út uppfært hættumat, sem sé óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildi til 26. nóvember, að öllu óbreyttu. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sé áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hafi mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Sams konar breytingar sjást víða Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi haldi áfram. Á GPS-mælum hafi þó sést vísbendingar um að hægt hafi á landrisinu síðustu daga. Of snemmt sé að fullyrða að þessar breytingar séu merki um að það hægi á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sjáist víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi sé því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif sé að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun er að ræða og að hægt hafi á landrisi og kvikusöfnun muni það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir berist, sem hægt verði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Óbreytt hættumat Það sé áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt sé að nægur þrýstingur verði búinn að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Eitt af því sem styðji það mat sé hversu lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist eða markverð aukning verður í skjálftavirkni muni þetta mat breytast í samræmi við það. Veðurstofan hafi gefið út uppfært hættumat, sem sé óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildi til 26. nóvember, að öllu óbreyttu. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira