Íslenski boltinn

Katrín á­fram í Kópa­vogi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Sigurjón

Framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir mun leika áfram með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna að ári.

Fyrri samningur Katrínar var runninn út og sagði hún í samtali við Stöð 2 á dögunum að hún vonaðist eftir því að halda kyrru fyrir en útilokaði hins vegar ekki neitt. Skömmu eftir það var greint frá því að maður hennar, Damir Muminovic, leikmaður karlaliðs félagsins, væri að líkindum á leið til Singapúr að spila.

Enn á eftir að staðfesta skipti Damirs þangað austureftir en verði af þeim skiptum gæti hann komið aftur til Blika á miðju næsta sumri.

Katrín verður í það minnsta áfram hjá Breiðabliki og tilkynnti Kópavogsfélagið um eins árs framlengingu hennar í dag. Katrín skoraði átta mörk í 20 leikjum fyrir Blikakonur sem urðu Íslandsmeistarar í haust.

Hún meiddist í lokaleik tímabilsins og óttast var um slitið krossband en svo er blessunarlega ekki. Hún er á batavegi.


Tengdar fréttir

Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert

Katrín Ásbjörnsdóttir bíður þess enn að ganga frá nýjum samningi við Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta. Hún hefur æfingar með liðinu í vikunni en samningur hennar er runninn út.

Damir á leið til Asíu

Damir Muminovic, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur komist að samkomulagi við félagið um að yfirgefa það tímabundið til þess að spila í úrvalsdeild í Singapúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×