„En það má alltaf hafa áhyggjur af Grindavíkurveginum seinna,“ segir Úlfar en í fyrri gosum hefur hraun flætt yfir hann.
Úlfar telur að gist hafi verið í 50 til 60 húsum í Grindavík og að einhverjir næturgestir hafi verið í Bláa lóninu. Hann hafði ekki upplýsingar um fjölda sem þurfti að rýma að svo stöddu.

„Það er rýming í gangi og svo lokum við Grindavíkurvegi við Reykjanesbraut og setjum upp lokunarpósta á þeim stöðum sem við höfum sett á áður,“ segir Úlfar og að bærinn sé lokaður núna.
„Það fer enginn inn í Grindavík núna.“
Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af eldgosinu í fréttinni og vaktinni hér að neðan.