„Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 06:29 Svo virðist sem flestir Grindvíkingar sem fluttust á brott séu nú komnir í nýtt húsnæði. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út á fasteignamarkaðnum. Í skýrslunni segir að íbúar sem áttu lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 hafi verið að baki einum af hverjum fjórum kaupsamningum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í ár. Alls hafi 714 kaupendur frá Grindavík gengið frá kaupum á árinu um land allt. Á síðustu mánuðum hafi þó dregið úr þessum „áhrifum“ á fasteignamarkaðinn en þinglýstir kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi verið álíka margir í ágúst síðastliðnum og á sama tíma í fyrra og kaupverðsjá bendi til þess að haustið hafi í raun einnig verið svipað og í fyrra. Bilið á leiguverði að breikka Fasteignamarkaðurinn hafi kólnað á haustmánuðum samanborið við vor og sumar en eftirspurn sé engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Framboð hafi aukist en eftirspurn eftir ódýrum íbúðum sé mikið sem bendi til þess að auglýstar íbúðir séu ekki verðlagðar í takt við þarfir markaðarins. Í skýrslunni segir einnig að leiguverð hafi hækkað aftur eftir tveggja mánaða lækkun en greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkað mun hraðar en leiguverð á síðustu árum. Airbnb-íbúðir á markaði voru rúmlega 9.000 talsins í sumar og meirihlutinn skráður á leigusala eða leigumiðlara. „Bilið hefur breikkað á milli markaðsleigu og leiguverðs íbúða sem ekki eru reknar á hagnaðarforsendum á síðasta ári. Íbúðir í eigu einstaklinga og leigusala eru leigðar út á 250 til 350 þúsund krónum á mánuði, á meðan íbúðir í eigu sveitarfélaga og óhagnaðardrifinna leigufélaga eru leigðar út á 100 til 200 þúsund krónum á mánuði,“ segir í skýrslunni. Hér má finna skýrsluna í heild. Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Í skýrslunni segir að íbúar sem áttu lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 hafi verið að baki einum af hverjum fjórum kaupsamningum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í ár. Alls hafi 714 kaupendur frá Grindavík gengið frá kaupum á árinu um land allt. Á síðustu mánuðum hafi þó dregið úr þessum „áhrifum“ á fasteignamarkaðinn en þinglýstir kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi verið álíka margir í ágúst síðastliðnum og á sama tíma í fyrra og kaupverðsjá bendi til þess að haustið hafi í raun einnig verið svipað og í fyrra. Bilið á leiguverði að breikka Fasteignamarkaðurinn hafi kólnað á haustmánuðum samanborið við vor og sumar en eftirspurn sé engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Framboð hafi aukist en eftirspurn eftir ódýrum íbúðum sé mikið sem bendi til þess að auglýstar íbúðir séu ekki verðlagðar í takt við þarfir markaðarins. Í skýrslunni segir einnig að leiguverð hafi hækkað aftur eftir tveggja mánaða lækkun en greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkað mun hraðar en leiguverð á síðustu árum. Airbnb-íbúðir á markaði voru rúmlega 9.000 talsins í sumar og meirihlutinn skráður á leigusala eða leigumiðlara. „Bilið hefur breikkað á milli markaðsleigu og leiguverðs íbúða sem ekki eru reknar á hagnaðarforsendum á síðasta ári. Íbúðir í eigu einstaklinga og leigusala eru leigðar út á 250 til 350 þúsund krónum á mánuði, á meðan íbúðir í eigu sveitarfélaga og óhagnaðardrifinna leigufélaga eru leigðar út á 100 til 200 þúsund krónum á mánuði,“ segir í skýrslunni. Hér má finna skýrsluna í heild.
Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Neytendur Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira