Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 16:47 Álag í starfi, streita og kulnun er áhyggjuefni og kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er alvarlegt þegar fagfólk treystir sér ekki lengur til að starfa við fagið sem það menntaði sig til. Afleiðingar slíks álag hafa áhrif á líf fólks, m.a. fjölskyldu og félagsleg tengsl svo ekki sé talað um tekjumissi. Stofnanir og fyrirtæki glíma við aðhaldskröfur og geta oft ekki ráðið inn afleysingarfólk vegna veikindaleyfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru. Skapast getur hringrás sem veldur því að verðmætur mannauður tapast með neikvæðum áhrifum á gæði þjónustu og framþróun. Kostnaður er bæði bein fjarvera frá vinnu, ásókn í sjúkrasjóði og kostnaður sem leggst á einstaklinginn og hans fjöskyldu. Samfélagið ber líka ýmsan beinan og óbeinan kostnað ásamt því að auka álag á heilbrigðiskerfið og endurhæfingarþjónustu. Flest þekkjum við einhvern sem hefur farið í veikindaleyfi sökum álags og stundum leiðir það til endanlegs brotthvarfs af vinnumarkaði. Handleiðsla er faggrein sem beinir sjónum sínum að samskiptum milli fagfólks, faglegum verkefnum og stofnanamenningu. Handleiðsla veitir tíma og rými til að ígrunda fagleg vinnubrögð í flóknum aðstæðum. Hún stuðlar að þróun fagfólks, teyma og stofnana og er brýning til fagfólks að skerpa fagleg vinnubrögð. Handleiðsla stuðlar að auknum gæðum í þjónustu og er nýtt til að ígrunda þegar taka þarf flóknar ákvarðanir, hvort sem um er að ræða einstaklingsmál eða þróun þjónustu. Handleiðsla er forvörn gegn streitu og kulnun í starfi og því best að sækja handleiðslu áður en einkenni gera vart við sig. Ef einkenni eru til staðar þá er handleiðsla gagnreynd aðferð sem getur átt stóran þátt í að vinda ofan af þessum einkennum þegar þau mælast yfir klínískum viðmiðum. Líðan í starfi er samstarfsverkefni einstaklinga og atvinnurekanda og því oft nauðsynlegt að hafa skýra handleiðslustefnu á vinnustað til að stuðla að forvörnum og eflingu í starfi. Dagur handleiðslu í Evrópu Fimmtudagurinn 21. nóvember er dagur handleiðslu í Evrópu en Evrópusamtök handleiðara ANSE (e. Association for National Organisations for Supervision in Europe - ANSE) voru stofnuð á þessum degi árið 1997. Handleiðslufélag Íslands var samþykkt með fulla aðild að samtökunum þann 19. október síðast liðinn á aðalfundi samtakanna í París, en hafði verið með samstarfsaðild að ANSE frá árinu 2014. Hlutverk ANSE og landssamtaka í hverju landi eru að tryggja gæði og faglega þjónustu handleiðara og stuðla að þróun handleiðslu í Evrópu. Handleiðarar innan ANSE eru þverfaglegur hópur fagfólks sem á það sameiginlegt að hafa sótt sér formlega menntun og þjálfun á sviði handleiðslu. ANSE gaf árið 2008 út viðmið fyrir hvað nám í handleiðslu þarf að uppfylla til að teljast viðurkennt og hefur uppfært viðmiðið reglulega, nú síðast á aðalfundi 2024. Diplómanám í handleiðslufræðum við Félagsrágðjafardeild Háskóla Íslands uppfyllir þessi viðmið. Handleiðslufélag Íslands Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000. Félagið samþykkti siðareglur fyrir félagið á stofnfundi en á aðalfundi í maí 2023 voru uppfærðar siðareglur samþykktar. Félagið er ætlað fagfólki með löggilt starfsréttindi svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, prestum/guðfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og sjúkraþjálfurum sem hafa lokið viðurkenndu viðbótarnámi í handleiðslufræðum. Víða erlendis kaupa fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir eingöngu handleiðslu af viðurkenndum handleiðurum sem eru á lista yfir handleiðara hjá sínu landsfélagi. Á Íslandi má finna viðurkennda handleiða á heimasíðunni www.handleidsla.is Í öðrum löndum þekkist það einnig að fagfólki er skylt að sækja handleiðslu auk lámarks sí- og endurmenntunar árlega til að viðhalda réttindum sínum og aðild að fag- og stéttarfélögum. Á Íslandi eru slíkar kröfur því miður ekki enn farnar að festa sig í sessi en umræðan innan ýmissa fagstétta er þó löngu farin af stað. Handleiðslufélag Íslands vinnur nú að mótun gæðastefnu og gæðaviðmiða fyrir félagið, en ANSE hefur gefið út gæðaleiðbeiningar sem landsfélögin taka mið af. Í dag er fræðslufundur hjá Handleiðslufélagi Íslands sem ber yfirskriftina ,,Hinn handleiddi segir frá og handleiðari tjáir sig“ – Orðræðan um handleiðslu. Fræðslufundurinn hefst kl. 17:00 að Vegmúla 3, 108 Reykjavík og stendur til kl. 19:00. Stjórn Handleiðslufélags Íslands óskar öllum handleiðurum á Íslandi til hamingju með Evrópudag handleiðara. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Álag í starfi, streita og kulnun er áhyggjuefni og kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er alvarlegt þegar fagfólk treystir sér ekki lengur til að starfa við fagið sem það menntaði sig til. Afleiðingar slíks álag hafa áhrif á líf fólks, m.a. fjölskyldu og félagsleg tengsl svo ekki sé talað um tekjumissi. Stofnanir og fyrirtæki glíma við aðhaldskröfur og geta oft ekki ráðið inn afleysingarfólk vegna veikindaleyfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru. Skapast getur hringrás sem veldur því að verðmætur mannauður tapast með neikvæðum áhrifum á gæði þjónustu og framþróun. Kostnaður er bæði bein fjarvera frá vinnu, ásókn í sjúkrasjóði og kostnaður sem leggst á einstaklinginn og hans fjöskyldu. Samfélagið ber líka ýmsan beinan og óbeinan kostnað ásamt því að auka álag á heilbrigðiskerfið og endurhæfingarþjónustu. Flest þekkjum við einhvern sem hefur farið í veikindaleyfi sökum álags og stundum leiðir það til endanlegs brotthvarfs af vinnumarkaði. Handleiðsla er faggrein sem beinir sjónum sínum að samskiptum milli fagfólks, faglegum verkefnum og stofnanamenningu. Handleiðsla veitir tíma og rými til að ígrunda fagleg vinnubrögð í flóknum aðstæðum. Hún stuðlar að þróun fagfólks, teyma og stofnana og er brýning til fagfólks að skerpa fagleg vinnubrögð. Handleiðsla stuðlar að auknum gæðum í þjónustu og er nýtt til að ígrunda þegar taka þarf flóknar ákvarðanir, hvort sem um er að ræða einstaklingsmál eða þróun þjónustu. Handleiðsla er forvörn gegn streitu og kulnun í starfi og því best að sækja handleiðslu áður en einkenni gera vart við sig. Ef einkenni eru til staðar þá er handleiðsla gagnreynd aðferð sem getur átt stóran þátt í að vinda ofan af þessum einkennum þegar þau mælast yfir klínískum viðmiðum. Líðan í starfi er samstarfsverkefni einstaklinga og atvinnurekanda og því oft nauðsynlegt að hafa skýra handleiðslustefnu á vinnustað til að stuðla að forvörnum og eflingu í starfi. Dagur handleiðslu í Evrópu Fimmtudagurinn 21. nóvember er dagur handleiðslu í Evrópu en Evrópusamtök handleiðara ANSE (e. Association for National Organisations for Supervision in Europe - ANSE) voru stofnuð á þessum degi árið 1997. Handleiðslufélag Íslands var samþykkt með fulla aðild að samtökunum þann 19. október síðast liðinn á aðalfundi samtakanna í París, en hafði verið með samstarfsaðild að ANSE frá árinu 2014. Hlutverk ANSE og landssamtaka í hverju landi eru að tryggja gæði og faglega þjónustu handleiðara og stuðla að þróun handleiðslu í Evrópu. Handleiðarar innan ANSE eru þverfaglegur hópur fagfólks sem á það sameiginlegt að hafa sótt sér formlega menntun og þjálfun á sviði handleiðslu. ANSE gaf árið 2008 út viðmið fyrir hvað nám í handleiðslu þarf að uppfylla til að teljast viðurkennt og hefur uppfært viðmiðið reglulega, nú síðast á aðalfundi 2024. Diplómanám í handleiðslufræðum við Félagsrágðjafardeild Háskóla Íslands uppfyllir þessi viðmið. Handleiðslufélag Íslands Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000. Félagið samþykkti siðareglur fyrir félagið á stofnfundi en á aðalfundi í maí 2023 voru uppfærðar siðareglur samþykktar. Félagið er ætlað fagfólki með löggilt starfsréttindi svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, prestum/guðfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og sjúkraþjálfurum sem hafa lokið viðurkenndu viðbótarnámi í handleiðslufræðum. Víða erlendis kaupa fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir eingöngu handleiðslu af viðurkenndum handleiðurum sem eru á lista yfir handleiðara hjá sínu landsfélagi. Á Íslandi má finna viðurkennda handleiða á heimasíðunni www.handleidsla.is Í öðrum löndum þekkist það einnig að fagfólki er skylt að sækja handleiðslu auk lámarks sí- og endurmenntunar árlega til að viðhalda réttindum sínum og aðild að fag- og stéttarfélögum. Á Íslandi eru slíkar kröfur því miður ekki enn farnar að festa sig í sessi en umræðan innan ýmissa fagstétta er þó löngu farin af stað. Handleiðslufélag Íslands vinnur nú að mótun gæðastefnu og gæðaviðmiða fyrir félagið, en ANSE hefur gefið út gæðaleiðbeiningar sem landsfélögin taka mið af. Í dag er fræðslufundur hjá Handleiðslufélagi Íslands sem ber yfirskriftina ,,Hinn handleiddi segir frá og handleiðari tjáir sig“ – Orðræðan um handleiðslu. Fræðslufundurinn hefst kl. 17:00 að Vegmúla 3, 108 Reykjavík og stendur til kl. 19:00. Stjórn Handleiðslufélags Íslands óskar öllum handleiðurum á Íslandi til hamingju með Evrópudag handleiðara. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun