Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 12:17 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Skoðanakannanir Gallup og Prósents sem komu út í gær benda til nokkuð ólíkra niðurstaðna að mati Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings. Fylgið sé að taka á sig loka mynd og mikið þurfi að koma til svo að drastískar breytingar verði á kjördag. „Sérstaklega á milli kannanna fyrirtækja. Það er stundum svolítið mikill munur á milli þeirra en ef maður skoðar kannanirnar hverjar fyrir sig innbyrðis þá er þetta örfárra prósenta flökt, sem við erum að sjá hjá einstaka flokkum, grófa myndin er að festa sig í sess.“ Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð Samfylkingin og Viðreisn virðast ætla bera sigur úr býtum en að mati Eiríks er ómögulegt að lesa úr könnunum hvor flokkurinn sé stærri. Viðreisn mældist stærri í skoðanakönnun Prósents þar sem Samfylkingin missti þó nokkuð fylgi en á sama tíma mældist Samfylkingin stærri í könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með sextán prósent fylgi í skoðanakönnun Gallup og 11,5 prósent fylgi í könnun Prósents sem komu út í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 14,6 prósent fylgi í könnun Maskínu sem kom út á miðvikudag. „Það segir okkur að við vitum bara hreinlega ekki almennilega hvar fylgi Sjálfstæðisflokksins er. Það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn, liggi svo lágt, jafnvel þó að við tökum könnun sem veitir honum mest fylgi þá er þetta gífurlegt afhroð flokksins.“ Mest spennandi kosningar í háa herrans tíð Hann segir það sama gilda um alla stjórnarflokkana og að fróðlegt sé að fjórir flokkar berjist í raun fyrir lífi sínu í fallbaráttu. Sem dæmi mælast Vinstri grænir stöðugt út af þingi og hafa ekki náð yfir fimm prósent þröskuldinn í könnunum síðan að kosningabaráttan hófst. „Framsóknarflokkurinn, það eru kannanir sem sýna hann í bókstaflega í lífshættu og þetta er þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana. Spennan er lang mest þarna í fallbaráttunni. Þú ert með Pírata sem eru að sveiflast um og undir þröskuld. Sósíalistar mælast yfirleitt ofar þröskuldi og það er auðvitað áhugavert þá kæmi nýr flokkur inn á Alþingi og það er alltaf tíðindi í slíku. Þetta eru nú kannski mest spennandi kosningar í mjög langa tíð hjá okkur. Þetta stefnir í sögulega kosningar á Íslandi, um margt. Til að mynda þetta ofboðslega fall ríkisstjórnarflokkana, líka hversu margir eru raunverulega í fallhættu.“ Hann tekur fram að það séu söguleg tíðindi að tveir af hinum svo kallaða fjórflokki séu nú í fallbaráttu sem hafi áður verið taldir til kjölfestu í íslenskum stjórnmálum. „Vinstri Græn og Framsókn eru báðir í fallbaráttunni og það væri auðvitað bara umturnun á flokkakerfinu ef þeir færu báðir út.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira