Innlent

Varnar­að­gerðir í Svarts­engi og um­deild yfirhalning hjá Jaguar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá förum við yfir viðkvæma stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Fjölmiðlabanni var komið á síðdegis eftir árangursríkan samningafund í dag. Við verðum í beinni útsendingu frá Karphúsinu. 

Við sýnum frá dramatíkinni sem var allsráðandi á COP29 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag og kynnum okkur nýtt og umdeilt lógó bílaframleiðandans Jaguars, sem sagt er marka ákveðna stefnubreytingu hjá fyrirtækinu. 

Hnefaleikakeppnin Icebox verður í öndvegi í sportpakkanum, auk þess sem farið verður yfir nýjustu vendingar hjá landsliðum í handbolta og körfubolta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×