Innlent

Vextir og kosningar í Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Fyrst mæta þeir Marinó G. Njálsson, ráðgjafi, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og munu þeir ræða vaxtahækkanir banka, dóm héraðsdóms í búvörulagamálinu og fleiri mál sem varða hag neytenda í aðdraganda kosninga.

Óli Björn Kárason, fráfarandi alþingismaður, og Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, mæta næstir og ræða stöðuna í pólitíkinni, þær miklu breytingar sem eru að verða ef allt fer eins og best sést í dag, viku fyrir kosningar. Pólitískur jarðskjálfti í uppsiglingu.

Um klukkan ellefu mæta stjórnmálamenn til Kristjáns og ræða kosningarnar.

Fyrst mæta þau Lilja Alfreðsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Því næst koma Inga Sæland og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×