Sport

Galin mis­tök kostuðu Bears væntan­lega leikinn

Siggeir Ævarsson skrifar
DeAndre Carter gengur hnípinn af velli eftir 20-19 tap gegn Green Bay Packers fyrir viku síðan. Hann mun sennilega skammast sín meira í kvöld
DeAndre Carter gengur hnípinn af velli eftir 20-19 tap gegn Green Bay Packers fyrir viku síðan. Hann mun sennilega skammast sín meira í kvöld Vísir/Getty

Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Chicago Bears og Minnesota Vikings í NFL deildinni nú rétt áðan þar sem mögulega varð skammhlaup í heila Deandre Carter.

Carter var einn á auðum sjó rétt við endalínuna og í dauðafæri til að skora snertimark. En í stað þess að grípa boltann og hlaupa með hann gaf hann félögum sínum merki um að snerta boltann ekki og virðist hreinlega hafa gleymt að hugsa um það að grípa boltann sem skoppaði í jörðina og úr greipum hans.

Það var enginn liðsfélagi Carter nálægur til að berjast mögulega um boltann við hann sem gerir þessi mistök enn undarlegri og voru lýsendur leiksins gapandi hissa yfir þessu hugsunarleysi, eins og heyra má í klippunni hér að ofan.

Staðan í leiknum á þessum tímapunkti var 17-10, Vikings í vil, sem gerir mistökin enn grátlegri fyrir liðsmenn Bears, sem eru nú 24-10 undir þegar þetta er skrifað.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×