Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 07:03 Hjalti Karlsson hefur búið í New York í rúmlega þrjátíu ár og þar af hefur hann rekið hönnunarstofu í hartnær aldafjórðung; Karlssonwilker. Hjalti hefur starfað með ýmsum stórum nöfnum: Rolling Stones og fleiri stórnöfnum í tónlistarbransanum, Bloomberg, ýmsum heimsþekktum söfnum, Puma, Nintendo og svo mætti lengi telja. Vísir/Vilhelm „Það hljómar kannski skringilega en mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi,“ segir Hjalti Karlsson hönnuður og annar tveggja eigenda hjá Karlssonwilker í New York. „Kannski skýrist það af því að ég kem svo oft til Íslands,“ segir Hjalti en bætir við: „Fyrir stuttu var ég samt að skoða albúm hjá bróður mínum og sá þá fullt af myndum af fermingaveislum, afmælisboðum og öðrum fjölskylduviðburðum og áttaði mig auðvitað á því að ég hef mjög oft ekki verið á þessum viðburðum. Það voru því fáar myndir af mér í þessu albúmi.“ Enda yfir þrjátíu ár síðan Hjalti flutti til New York. Þá ungur námsmaður á leið í grafíska hönnun, sem hann þó varla vissi hvað var. Innan tíu ára hafði Hjalti þá þegar starfað með stórstjörnum eins og Rolling Stones, Aerosmith, Lou Reed, David Byrne úr Talking Heads og fleiri. Og þótt það gangi engan veginn að fá Hjalta sjálfan til að slá á brjóst sér með risanöfnin, má líka nefna MOMA, Nintendo og Puma. Fleiri nöfn verða nefnd hér á eftir. Ræturnar á Íslandi hafa þó alltaf verið sterkar og hér hefur Hjalti hannað fyrir aðila eins og Epal, Listasafn Reykjavíkur, Landsbankann, GusGus, nýtt útlit fyrir Brennvín og nú síðast hönnun á dósum Kjarnalínu RVK sem er ný lína hjá RVK Bruggfélaginu í Tónabíói. En hvers vegna ætli Hjalti hafi ílengst í New York? Á dögunum var kynnt nýtt útlit á íslensku handverksbjórum RVK Bruggfélag í Tónabíó. Hjalti hannaði dósirnar og ýmislegt annað tengt staðnum. Á mynd th. má sjá Sigurð Snorrason hjá RVK Bruggfélag til vinstri við Hjalta, en þeir þekktust frá því að Sigurður bjó í New York. Til hægri við Hjalta er Einar Örn sem er líka einn forsvarsmanna RVK Bruggfélags í Tónabíó.Björgvin Sigurðsson Væri ekki hægt á Íslandi Árið 2000 stofnaði Hjalti Karlssonwilker með félaga sínum Jan Wilker. Hjalti var þá rétt rúmlega þrítugur og Jan aðeins yngri. „Pabbi og mamma lánuðu mér smá pening því auðvitað þurftum við að hafa smá pening í upphafi,“ segir Hjalti og nefnir sérstaklega, hversu þakklátur hann er enn stuðningi foreldra sinna þegar hann fór út í nám og síðar við stofnun fyrirtækisins. Það sem aðskilur starf Hjalta hins vegar við þau verkefni sem hvað algengust eru hjá grafískum hönnuðum á Íslandi er að Karlssonwilker er ekki auglýsingastofa. Heldur hönnunarstofa. „Þess vegna geta verkefni verið mjög ólík og sum hver tekið mjög langan tíma,“ útsýrir Hjalti og nefnir sem dæmi verkefni sem New York Times hefur fjallað um og telst mjög merkilegt þar ytra. En það er verkefni tengt ameríska listamanninum Alexander Calder; Calder Gardens í Fíladelfíu. „Ekkert má gefa upp né sýna af því sem við erum að gera, því frumsýning á þessum nýjungum verður sumarið 2025. Að verkefninu höfum við verið að vinna í um eitt og hálft ár og nú fer senn að líða að síðari hluta verkefnisins,“ segir Hjalti og bætir við: „Hönnunarverkefni sem þetta er reyndar einstaklega stórt í sniðum og við vorum í raun frekar hissa á að fá það því þarna voru 100 manna stofur að sækja um það líka að fá verkið.“ Eru verkefni sem þessi þá boðin út? „Ekki beint. Í þessu tilfelli var leitað til sjö aðila og við vorum einn af þessum sjö. Þurftum þá að skila inn ýmsum upplýsingum um hvernig við myndum vinna þetta og fleira og mæta í nokkur viðtöl.“ Hjalti segir að á Íslandi tengi fólk starf grafískra hönnuða meira við auglýsingastofur. Svona rekstur eins og Karlssonwilker myndi aldrei ganga á Íslandi, það væri einfaldlega ekki hægt því markaðurinn er svo lítill. Hér vinnum við hins vegar fyrir marga aðila í New York en líka fyrir marga sem eru ekki staðsettir hér. Þótt við séum að vinna í New York getur viðskiptavinurinn hæglega verið í Kaliforníu.“ Ólíkt því sem flestir þekkja af störfum grafískra hönnuða á Íslandi, er fyrirtækið Karlssonwilker ekki auglýsingastofa heldur hönnunarstofa. Hjalti segir slíkan rekstur ganga á fjölmennum stöðum eins og New York, þar sem verkefnin geta verið ýmiss að umfangi og viðskiptavinirnir hvar sem er í Bandaríkjunum. Á efri mynd tv. má þó sjá Hjalta með hönnun sem Karlssonwilker gerði fyrir Listasafn Reykjavíkur. Ljúfasta kona í heimi Það þarf eiginlega að heyra Hjalta lýsa æskunni, til að átta sig á því hversu mikinn part af velgengninni í New York, æskan í Sæviðarsundi í Reykjavík hafði. Því það sem einkennir Hjalta í tali er hógværð annars vegar, en alveg ótrúleg þrautseigja hins vegar. Jafnaðargeðið einfaldlega skín af Hjalta. Við skulum því byrja á byrjuninni…. Hjalti fæddist árið 1967, sonur Karls Hallbjörnssonar (d.2012) og Guðríðar Hjaltadóttur. „Pabbi var Landsbankamaður alla tíð. Byrjaði að vinna þar 17 ára eða eitthvað og var síðar útibústjóri og á endanum einn af lykilstjórnendunum í höfuðstöðvum Landsbankans. Bara alltaf jafn ánægður sem bankamaður.“ Móðir Hjalta, var hins vegar listamaðurinn. Mamma er ljúfasta kona í heimi. Hún var alltaf að mála og teikna. Skammaði okkur aldrei og ég hef oft velt því fyrir mér eftir að ég varð foreldri að aldrei heyrðum við mömmu og pabba rífast. Og aldrei fóru þau neitt og skildu okkur eftir. Til dæmis út á kvöldin eða eitthvað. Við vorum einfaldlega bara alltaf saman,“ segir Hjalti og brosir. „Ég man reyndar eftir einu skipti þar sem pabbi kom með hund heim og mamma spurði: Hvað ertu að gera með þennan hund? Ekkert of hrifin. Pabbi sagði þá að við þyrftum að geyma hann og úr varð að hundurinn bjó hjá okkur þar til hann dó háaldraður.“ Hjalti á einn eldri bróður, Hallbjörn. „Ólíkt mörgum sem maður þekkti var ég líka mjög heppinn með stóra bróður því aldrei var Hallbjörn að lemja mig eða neitt. Svona eins og oft tíðkast hjá systkinum,“ segir Hjalti og hlær. „Hallbjörn fór Í MR og var rosalega góður í því námi. Þannig að ég álpaðist bara þangað líka en fannst hundleiðinlegt og bara rétt skreið í gegnum þetta,“ segir Hjalti og hlær. Eftir stúdentsprófið vissi Hjalti hins vegar ekkert hvað hann vildi gera. Fór að vinna í eitt ár en tók það síðan upp frá móður sinni að þar sem honum fannst alltaf svo gaman að teikna eins og henni, afréð Hjalti að sækja um í Mynd- og handíðaskólann. „En ég komst ekki inn,“ segir Hjalti. Sem einfaldlega skýrir út hvers vegna Hjalti fór til New York! Bræðurnir Hallbjörn og Hjalti með ljúfustu konu í heimi að sögn Hjalta en það er móðir þeirra Guðríður Hjaltadóttir sem nú býr í Sóltúni. Jafnaðargeðið sem Hjalti lýsir frá móður sinni í æsku, má í raun tengja við það hversu vel hefur gengið hjá honum og félaga hans með reksturinn í New York; tveir ungir menn sem varla þekktust þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Æðislegt að búa í New York Það er ótrúlega gaman að hlusta á Hjalta lýsa daglegu lífi í New York. Sem í hugum okkar flestra er svo stór og mikil, að það er erfitt að ímynda sér að búa þar áratugum saman. Rétt hjá Central Park meira að segja eins og Hjalti. „Það er ótrúlega gott að búa hérna og fólk verður oft mjög hissa á því þegar ég tala um hversu geggjað það er að ala upp börn hérna,“ segir Hjalti en hann og Vera Yuan eiginkonan hans eiga soninn Dag Li sem er 17 ára og Vera er líka hluthafi í Karlssonwilker. „Við keyptum íbúð árið 2007 og búum í henni enn. Og það er bara rosalega hlýlegt og gott að vera hérna. Maður labbar út á kaffihús og það heilsa manni allir og svo framvegis. Strákurinn er í skóla í Brooklyn þannig að við keyrum hann þangað og hann tekur lestina heim. Síðan er hann í júdó og lærir á þverflautu í hverfinu. Þannig að þetta er allt voðalega þægilegt einhvern veginn.“ Veðrið er líka ólíkt því sem Íslendingar þekkja. Mildari vetrar og hlýtt frá vori til hausts. En hvað kom til að Hjalti sótti um skóla í New York? „Ég heyrði vel af þessum skóla og ákvað að sækja um fyrst ég komst ekki inn í Mynd- og handíðaskólann. Komst inn í skólann, sem betur fer því það var ekki fyrr en í seinni tíð sem ég fór að hugsa um hversu undarlegt það var að ég sótti bara um þennan skóla og engan annan.“ Hjalta leið strax ótrúlega vel í borginni, leigði með herbergisfélögum fyrst en síðan sína eigin íbúð. Flestir samnemendur Hjalta voru aðeins yngri, nýútskrifuð úr bandarískum High School 18 ára. „En af því að ég var nokkrum árum eldri, var ég strax með annað hugarfar varðandi skólann og námið. Því þarna var ég farinn að átta mig á því hvað ég vildi gera og grafíska hönnunin höfðaði mjög sterkt til mín. Á sama tíma og ég þó vissi varla hvað þetta væri,“ segir Hjalti. Enda ekki nema von því um 1990 var staðan enn þannig á Íslandi að grafísk hönnun var ekkert orðin jafn þekkt og hún er í dag. „Æ síðan eru alltaf einhverjir sem tala um mig eða við mig eins og listamann. Mér hefur þó aldrei fundist ég vera listamaður og eitt af því sem einmitt laðaði mig að grafísku hönnuninni var að ég sá mig aldrei fyrir mér sem listamann,“ segir Hjalti og bætir við: „En að teikna og hanna með tengingu við að hvert verkefni sé með einhvers konar tengingu við að vera viðskipti, það hefur alltaf heillað mig og er að mér finnst meira lýsandi fyrir starfið okkar á stofunni.“ Ástæðan fyrir því að Hjalti fór í nám til New York var vegna þess að hann komst ekki inn í Mynd- og handíðaskólann. Það verður að segjast að fyrir tíma internetsins, hafi Hjalti sýnt af sér ótrúlega þrautseigju við það að koma sér á framfæri í stóru borginni sem ungur og upprennandi hönnuður.Vísir/Vilhelm Þrautseigjan Það er með ólíkindum þó að heyra hvernig þessi rólyndismaður fór að því að koma sér á framfæri í New York, nýútskrifaður úr skóla með ekkert tengslanet. „Ég var með svona bláa bók sem ég skrifaði allt í. Til dæmis: Fór með portfolio-ið mitt þangað, hringdi til að fylgja eftir og hringdi aftur,“ segir Hjalti og bætir við: Ég fann þessa bók um daginn og finnst með ólíkindum hvað ég hafði samband við marga. Þetta voru örugglega einhverjir 90 aðilar og svo fylginn mér var ég í að hringja í fólk að það liggur við að ég hafi einfaldlega verið eltihrellir!“ En já, þetta er nokkuð merkileg upprifjun því eins og þeir eldri muna, var allt umhverfi mjög ólíkt því sem við þekkjum í dag, fyrir tíma internetsins. „Maður sá kannski eitthvað í tímariti sem var flott og þá hugsaði ég með mér: Ókei, ég ætla að hafa samband við þennan. En maður vissi samt ekkert um viðkomandi. Var þetta stór stofa með 100 starfsmenn eða bara einhver einn einstaklingur sem hafði hannað þessa auglýsingu?“ Þrautseigja Hjalta svo sannarlega margborgaði sig því ekki aðeins starfaði Hjalti öll sumur með náminu í New York, undir það síðasta sem lærlingur (e. intern), heldur vann hann hjá nokkrum mjög góðum aðilum árin eftir útskrift; auglýsingastofum og tímariti. Því bókina góðu, notaði Hjalti í 3-4 ár. „Einn daginn sé ég síðan hönnun í tímariti sem einfaldlega fékk mig til að grípa andann á loft. Svo frumleg var hún!“ Hjalti sá að nafn hönnuðarins Stefan Sagmeister frá Austurríki og hjá honum endaði Hjalti með að starfa í fjögur ár. „En ég fékk það starf ekkert strax því ég var í um hálft ár að breyta og bæta portfolio-ið mitt fyrir hann. Sem gekk á endanum og þessi fjögur ár, starfaði ég meira og minna bara einn með honum.“ Verkefnin hjá Stefan voru tónlistartengd og það var einmitt á þessum tíma, sem Hjalti hitti hverja stórstjörnuna á eftir annarri, eins og nefnt var hér í upphafi. Eigendur Karlssonwilker, fv: Jan Wilker, Vera Yuan eiginkona Hjalta og Hjalti. Fyrirtækið stofnuðu Hjalti og Jan árið 2000 og þótt þeir hafi nánast ekkert þekkst þá, hefur samstarfið alltaf gengið vel. Meðal annars vegna þess að egóið hefur aldrei flækst fyrir þeim. Ótrúlega flott verkefni Loks kom að því að Stefan ákvað að taka sér smá frí frá vinnu, en þá hafði annar ungur maður bæst í hópinn sem lærlingur: Jan Wilker. „Þegar Stefan ákvað að fara í frí, ákváðum við Jan strax að fara bara í að gera eitthvað sjálfir og stofnuðum fyrirtækið. En við þekktumst þó lítið sem ekkert, vorum bara rétt að kynnast.“ Og hvernig gekk samstarfið þá í upphafi og í dag? „Það hefur alltaf gengið rosalega vel hjá okkur. Aldrei verið neitt rifrildi og aldrei neitt egó sem hefur truflað í neinu: Hvor okkar eigi hugmyndina eða að verkefni annars okkar hafi verið valið frekar en hins og svo framvegis,“ svarar Hjalti einlægur. Og í hugann kemur lýsingin: Ljúfasta kona í heimi… Því með jafnaðargeði hafa þessir tveir félagar nú starfað saman í hartnær aldarfjórðung. „Þegar mest hefur verið, hafa starfsmenn verið tólf en núna erum við sex,“ segir Hjalti og útskýrir að ólíkt auglýsingastofubransanum eins og hann þekkist á Íslandi, þá sé fyrirtækið ekki með samninga við fastakúnna. ,,Gallinn við það fyrirkomulag er auðvitað að þá sér maður ekki mjög langt fram í tímann.“ Alls kyns verkefni hafa verið unnin af Karlssonwilker í gegnum tíðina. Bók með fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, Al Gore Skólína fyirr Puma Úralína fyrir Swatch Alls kyns verkefni fyrir Nintendo Verkefni fyrir Time Magazine, sem meira að segja birti litla mynd af Hjalta og Jan á forsíðunni! Til viðbótar má nefna hönnun fyrir MINI og Guggenheim safnið, hönnun fyrir stærsta útimálverkið á Manhattan, fyrir Samsung, Bloomberg, JFK flugvöllinn og fleiri. Það sem er svo skemmtilegt við svona hönnunarverkefni eins og til dæmis Calder Garndens verkefnið sem ég minntist á áðan, að þá er maður að hanna eitthvað sem lifir svo lengi. Það sem við erum að hanna í dag verður þarna enn þá eftir 50 ár.“ Í stað þess að íbúar í stóru fjölbýli í Manhattan sæju aðeins hálfkláraðan vegg sem hluta af umhverfi sínu, var leitað til Karlssonwilker til að hanna birtu, ljós og hlýju inn í umhverfið og hér má sjá útkomuna. Í dag vinnur stofan að stóru verkefni tengt ameríska listamanninum Alexander Calder, Calder Gardens, sem New York Times hefur meðal annars fjallað um. Velgengnin og lífið Það er deginum ljósara að Hjalti er ekkert á leiðinni aftur til Íslands. Löngu búinn að koma sér vel fyrir vestra og meira að segja með kort sem veitir honum flýtileið í gegnum JFK flugvöllinn. „Mér finnst ekkert mál að fljúga til Íslands og reyni að gera það 4-5 sinnum á ári. Og af því að ég er með þetta kort, þá er meira mál fyrir mig að fljúga frá Íslandi og hingað heldur en að lenda hér og vera komin út af vellinum tuttugu mínútum síðar.“ Hjalti segir ræturnar heim helst tengdar móður hans og fjölskyldu. Oft fari þau hjónin líka til Kaliforníu því þar búa tengdaforeldrar hans því þaðan kemur Vera. „Það var kannski helst að maður fyndi fyrir því þegar við vorum yngri að við vorum auðvitað ekki með neitt bakland hér í þessari borg, verandi bæði annars staðar frá.“ Þá segir hann það líka gefandi að vinna stundum fyrir íslenska aðila sem eru að gera góða hluti. Gott dæmi sé hönnunin fyrir RVK Bruggfélag, nýju hönnunina á dósunum og margt fleira á nýja staðnum þeirra í Tónabíó. „Ég hef þekkt Sigurð Snorrason hjá RVK lengi. Hann bjó í New York í nokkur ár. Ég var smá búinn að fylgjast með hvað þeir voru búnir að vera að gera, fannst margt af því mjög sniðugt, eins og Ora bjórinn sem þeir voru með,“ svarar Hjalti aðspurður um það hvernig það verkefni kom til dæmis til, fyrir þá sem ekki þekkja til framleiðir RVK Bruggfélag íslenskan handverksbjór sem fólk getur til dæmis notið þess að dreypa á í Tónabíói í Skipholti. „Siggi hafði svo samband við okkur um samstarf, við hönnuðum nýjar dósir, löguðum aðeins lógóið með þeim og svo hönnuðum við veggmynd og margt fleira á nýja staðinn þeirra í Tónabíó.“ Hjalta finnst frekar fyndið þegar talað er um hann sem frægasta grafíska hönnuð Íslendinga. Það sé eins og að tala um frægasta pípulagningarmanninn eða rafvirkjann. Eftir rúm 30 ár í New York, þekkir Hjalti sjálfur nánast alla í bransanum þar í borg. Því þótt borgin hafi virkað svo stór þegar hann flutti þangað fyrst, er hún ekki stærri en svo að í sama geiranum enda allir með að þekkja alla.Vísir/Vilhelm Hjalti viðurkennir að auðvitað óraði honum ekki fyrir því þegar hann flaug til New York í nám, að þar myndi hann setjast að, stofna fyrirtæki og eignast sína konu, barn, heimili og svo framvegis. „Nei mér hefði aldrei dottið það í hug,“ svarar hann og skellihlær. Um velgengnina og jafnvel frægðina segir Hjalti hins vegar: Já einhver á Íslandi skrifaði einu sinni að ég væri frægasti grafíski hönnuður Íslendinga. Sem mér finnst alltaf mjög fyndið; Eins og að tala um frægasta pípulagningamanninn eða rafvirkjann. Því grafísk hönnun er svo sérstök grein að auðvitað eru það þá helst bara aðrir grafískir hönnuðir vita hver maður er en fáir aðrir.“ Íslendingar erlendis Starfsframi Tengdar fréttir Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Kannski skýrist það af því að ég kem svo oft til Íslands,“ segir Hjalti en bætir við: „Fyrir stuttu var ég samt að skoða albúm hjá bróður mínum og sá þá fullt af myndum af fermingaveislum, afmælisboðum og öðrum fjölskylduviðburðum og áttaði mig auðvitað á því að ég hef mjög oft ekki verið á þessum viðburðum. Það voru því fáar myndir af mér í þessu albúmi.“ Enda yfir þrjátíu ár síðan Hjalti flutti til New York. Þá ungur námsmaður á leið í grafíska hönnun, sem hann þó varla vissi hvað var. Innan tíu ára hafði Hjalti þá þegar starfað með stórstjörnum eins og Rolling Stones, Aerosmith, Lou Reed, David Byrne úr Talking Heads og fleiri. Og þótt það gangi engan veginn að fá Hjalta sjálfan til að slá á brjóst sér með risanöfnin, má líka nefna MOMA, Nintendo og Puma. Fleiri nöfn verða nefnd hér á eftir. Ræturnar á Íslandi hafa þó alltaf verið sterkar og hér hefur Hjalti hannað fyrir aðila eins og Epal, Listasafn Reykjavíkur, Landsbankann, GusGus, nýtt útlit fyrir Brennvín og nú síðast hönnun á dósum Kjarnalínu RVK sem er ný lína hjá RVK Bruggfélaginu í Tónabíói. En hvers vegna ætli Hjalti hafi ílengst í New York? Á dögunum var kynnt nýtt útlit á íslensku handverksbjórum RVK Bruggfélag í Tónabíó. Hjalti hannaði dósirnar og ýmislegt annað tengt staðnum. Á mynd th. má sjá Sigurð Snorrason hjá RVK Bruggfélag til vinstri við Hjalta, en þeir þekktust frá því að Sigurður bjó í New York. Til hægri við Hjalta er Einar Örn sem er líka einn forsvarsmanna RVK Bruggfélags í Tónabíó.Björgvin Sigurðsson Væri ekki hægt á Íslandi Árið 2000 stofnaði Hjalti Karlssonwilker með félaga sínum Jan Wilker. Hjalti var þá rétt rúmlega þrítugur og Jan aðeins yngri. „Pabbi og mamma lánuðu mér smá pening því auðvitað þurftum við að hafa smá pening í upphafi,“ segir Hjalti og nefnir sérstaklega, hversu þakklátur hann er enn stuðningi foreldra sinna þegar hann fór út í nám og síðar við stofnun fyrirtækisins. Það sem aðskilur starf Hjalta hins vegar við þau verkefni sem hvað algengust eru hjá grafískum hönnuðum á Íslandi er að Karlssonwilker er ekki auglýsingastofa. Heldur hönnunarstofa. „Þess vegna geta verkefni verið mjög ólík og sum hver tekið mjög langan tíma,“ útsýrir Hjalti og nefnir sem dæmi verkefni sem New York Times hefur fjallað um og telst mjög merkilegt þar ytra. En það er verkefni tengt ameríska listamanninum Alexander Calder; Calder Gardens í Fíladelfíu. „Ekkert má gefa upp né sýna af því sem við erum að gera, því frumsýning á þessum nýjungum verður sumarið 2025. Að verkefninu höfum við verið að vinna í um eitt og hálft ár og nú fer senn að líða að síðari hluta verkefnisins,“ segir Hjalti og bætir við: „Hönnunarverkefni sem þetta er reyndar einstaklega stórt í sniðum og við vorum í raun frekar hissa á að fá það því þarna voru 100 manna stofur að sækja um það líka að fá verkið.“ Eru verkefni sem þessi þá boðin út? „Ekki beint. Í þessu tilfelli var leitað til sjö aðila og við vorum einn af þessum sjö. Þurftum þá að skila inn ýmsum upplýsingum um hvernig við myndum vinna þetta og fleira og mæta í nokkur viðtöl.“ Hjalti segir að á Íslandi tengi fólk starf grafískra hönnuða meira við auglýsingastofur. Svona rekstur eins og Karlssonwilker myndi aldrei ganga á Íslandi, það væri einfaldlega ekki hægt því markaðurinn er svo lítill. Hér vinnum við hins vegar fyrir marga aðila í New York en líka fyrir marga sem eru ekki staðsettir hér. Þótt við séum að vinna í New York getur viðskiptavinurinn hæglega verið í Kaliforníu.“ Ólíkt því sem flestir þekkja af störfum grafískra hönnuða á Íslandi, er fyrirtækið Karlssonwilker ekki auglýsingastofa heldur hönnunarstofa. Hjalti segir slíkan rekstur ganga á fjölmennum stöðum eins og New York, þar sem verkefnin geta verið ýmiss að umfangi og viðskiptavinirnir hvar sem er í Bandaríkjunum. Á efri mynd tv. má þó sjá Hjalta með hönnun sem Karlssonwilker gerði fyrir Listasafn Reykjavíkur. Ljúfasta kona í heimi Það þarf eiginlega að heyra Hjalta lýsa æskunni, til að átta sig á því hversu mikinn part af velgengninni í New York, æskan í Sæviðarsundi í Reykjavík hafði. Því það sem einkennir Hjalta í tali er hógværð annars vegar, en alveg ótrúleg þrautseigja hins vegar. Jafnaðargeðið einfaldlega skín af Hjalta. Við skulum því byrja á byrjuninni…. Hjalti fæddist árið 1967, sonur Karls Hallbjörnssonar (d.2012) og Guðríðar Hjaltadóttur. „Pabbi var Landsbankamaður alla tíð. Byrjaði að vinna þar 17 ára eða eitthvað og var síðar útibústjóri og á endanum einn af lykilstjórnendunum í höfuðstöðvum Landsbankans. Bara alltaf jafn ánægður sem bankamaður.“ Móðir Hjalta, var hins vegar listamaðurinn. Mamma er ljúfasta kona í heimi. Hún var alltaf að mála og teikna. Skammaði okkur aldrei og ég hef oft velt því fyrir mér eftir að ég varð foreldri að aldrei heyrðum við mömmu og pabba rífast. Og aldrei fóru þau neitt og skildu okkur eftir. Til dæmis út á kvöldin eða eitthvað. Við vorum einfaldlega bara alltaf saman,“ segir Hjalti og brosir. „Ég man reyndar eftir einu skipti þar sem pabbi kom með hund heim og mamma spurði: Hvað ertu að gera með þennan hund? Ekkert of hrifin. Pabbi sagði þá að við þyrftum að geyma hann og úr varð að hundurinn bjó hjá okkur þar til hann dó háaldraður.“ Hjalti á einn eldri bróður, Hallbjörn. „Ólíkt mörgum sem maður þekkti var ég líka mjög heppinn með stóra bróður því aldrei var Hallbjörn að lemja mig eða neitt. Svona eins og oft tíðkast hjá systkinum,“ segir Hjalti og hlær. „Hallbjörn fór Í MR og var rosalega góður í því námi. Þannig að ég álpaðist bara þangað líka en fannst hundleiðinlegt og bara rétt skreið í gegnum þetta,“ segir Hjalti og hlær. Eftir stúdentsprófið vissi Hjalti hins vegar ekkert hvað hann vildi gera. Fór að vinna í eitt ár en tók það síðan upp frá móður sinni að þar sem honum fannst alltaf svo gaman að teikna eins og henni, afréð Hjalti að sækja um í Mynd- og handíðaskólann. „En ég komst ekki inn,“ segir Hjalti. Sem einfaldlega skýrir út hvers vegna Hjalti fór til New York! Bræðurnir Hallbjörn og Hjalti með ljúfustu konu í heimi að sögn Hjalta en það er móðir þeirra Guðríður Hjaltadóttir sem nú býr í Sóltúni. Jafnaðargeðið sem Hjalti lýsir frá móður sinni í æsku, má í raun tengja við það hversu vel hefur gengið hjá honum og félaga hans með reksturinn í New York; tveir ungir menn sem varla þekktust þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Æðislegt að búa í New York Það er ótrúlega gaman að hlusta á Hjalta lýsa daglegu lífi í New York. Sem í hugum okkar flestra er svo stór og mikil, að það er erfitt að ímynda sér að búa þar áratugum saman. Rétt hjá Central Park meira að segja eins og Hjalti. „Það er ótrúlega gott að búa hérna og fólk verður oft mjög hissa á því þegar ég tala um hversu geggjað það er að ala upp börn hérna,“ segir Hjalti en hann og Vera Yuan eiginkonan hans eiga soninn Dag Li sem er 17 ára og Vera er líka hluthafi í Karlssonwilker. „Við keyptum íbúð árið 2007 og búum í henni enn. Og það er bara rosalega hlýlegt og gott að vera hérna. Maður labbar út á kaffihús og það heilsa manni allir og svo framvegis. Strákurinn er í skóla í Brooklyn þannig að við keyrum hann þangað og hann tekur lestina heim. Síðan er hann í júdó og lærir á þverflautu í hverfinu. Þannig að þetta er allt voðalega þægilegt einhvern veginn.“ Veðrið er líka ólíkt því sem Íslendingar þekkja. Mildari vetrar og hlýtt frá vori til hausts. En hvað kom til að Hjalti sótti um skóla í New York? „Ég heyrði vel af þessum skóla og ákvað að sækja um fyrst ég komst ekki inn í Mynd- og handíðaskólann. Komst inn í skólann, sem betur fer því það var ekki fyrr en í seinni tíð sem ég fór að hugsa um hversu undarlegt það var að ég sótti bara um þennan skóla og engan annan.“ Hjalta leið strax ótrúlega vel í borginni, leigði með herbergisfélögum fyrst en síðan sína eigin íbúð. Flestir samnemendur Hjalta voru aðeins yngri, nýútskrifuð úr bandarískum High School 18 ára. „En af því að ég var nokkrum árum eldri, var ég strax með annað hugarfar varðandi skólann og námið. Því þarna var ég farinn að átta mig á því hvað ég vildi gera og grafíska hönnunin höfðaði mjög sterkt til mín. Á sama tíma og ég þó vissi varla hvað þetta væri,“ segir Hjalti. Enda ekki nema von því um 1990 var staðan enn þannig á Íslandi að grafísk hönnun var ekkert orðin jafn þekkt og hún er í dag. „Æ síðan eru alltaf einhverjir sem tala um mig eða við mig eins og listamann. Mér hefur þó aldrei fundist ég vera listamaður og eitt af því sem einmitt laðaði mig að grafísku hönnuninni var að ég sá mig aldrei fyrir mér sem listamann,“ segir Hjalti og bætir við: „En að teikna og hanna með tengingu við að hvert verkefni sé með einhvers konar tengingu við að vera viðskipti, það hefur alltaf heillað mig og er að mér finnst meira lýsandi fyrir starfið okkar á stofunni.“ Ástæðan fyrir því að Hjalti fór í nám til New York var vegna þess að hann komst ekki inn í Mynd- og handíðaskólann. Það verður að segjast að fyrir tíma internetsins, hafi Hjalti sýnt af sér ótrúlega þrautseigju við það að koma sér á framfæri í stóru borginni sem ungur og upprennandi hönnuður.Vísir/Vilhelm Þrautseigjan Það er með ólíkindum þó að heyra hvernig þessi rólyndismaður fór að því að koma sér á framfæri í New York, nýútskrifaður úr skóla með ekkert tengslanet. „Ég var með svona bláa bók sem ég skrifaði allt í. Til dæmis: Fór með portfolio-ið mitt þangað, hringdi til að fylgja eftir og hringdi aftur,“ segir Hjalti og bætir við: Ég fann þessa bók um daginn og finnst með ólíkindum hvað ég hafði samband við marga. Þetta voru örugglega einhverjir 90 aðilar og svo fylginn mér var ég í að hringja í fólk að það liggur við að ég hafi einfaldlega verið eltihrellir!“ En já, þetta er nokkuð merkileg upprifjun því eins og þeir eldri muna, var allt umhverfi mjög ólíkt því sem við þekkjum í dag, fyrir tíma internetsins. „Maður sá kannski eitthvað í tímariti sem var flott og þá hugsaði ég með mér: Ókei, ég ætla að hafa samband við þennan. En maður vissi samt ekkert um viðkomandi. Var þetta stór stofa með 100 starfsmenn eða bara einhver einn einstaklingur sem hafði hannað þessa auglýsingu?“ Þrautseigja Hjalta svo sannarlega margborgaði sig því ekki aðeins starfaði Hjalti öll sumur með náminu í New York, undir það síðasta sem lærlingur (e. intern), heldur vann hann hjá nokkrum mjög góðum aðilum árin eftir útskrift; auglýsingastofum og tímariti. Því bókina góðu, notaði Hjalti í 3-4 ár. „Einn daginn sé ég síðan hönnun í tímariti sem einfaldlega fékk mig til að grípa andann á loft. Svo frumleg var hún!“ Hjalti sá að nafn hönnuðarins Stefan Sagmeister frá Austurríki og hjá honum endaði Hjalti með að starfa í fjögur ár. „En ég fékk það starf ekkert strax því ég var í um hálft ár að breyta og bæta portfolio-ið mitt fyrir hann. Sem gekk á endanum og þessi fjögur ár, starfaði ég meira og minna bara einn með honum.“ Verkefnin hjá Stefan voru tónlistartengd og það var einmitt á þessum tíma, sem Hjalti hitti hverja stórstjörnuna á eftir annarri, eins og nefnt var hér í upphafi. Eigendur Karlssonwilker, fv: Jan Wilker, Vera Yuan eiginkona Hjalta og Hjalti. Fyrirtækið stofnuðu Hjalti og Jan árið 2000 og þótt þeir hafi nánast ekkert þekkst þá, hefur samstarfið alltaf gengið vel. Meðal annars vegna þess að egóið hefur aldrei flækst fyrir þeim. Ótrúlega flott verkefni Loks kom að því að Stefan ákvað að taka sér smá frí frá vinnu, en þá hafði annar ungur maður bæst í hópinn sem lærlingur: Jan Wilker. „Þegar Stefan ákvað að fara í frí, ákváðum við Jan strax að fara bara í að gera eitthvað sjálfir og stofnuðum fyrirtækið. En við þekktumst þó lítið sem ekkert, vorum bara rétt að kynnast.“ Og hvernig gekk samstarfið þá í upphafi og í dag? „Það hefur alltaf gengið rosalega vel hjá okkur. Aldrei verið neitt rifrildi og aldrei neitt egó sem hefur truflað í neinu: Hvor okkar eigi hugmyndina eða að verkefni annars okkar hafi verið valið frekar en hins og svo framvegis,“ svarar Hjalti einlægur. Og í hugann kemur lýsingin: Ljúfasta kona í heimi… Því með jafnaðargeði hafa þessir tveir félagar nú starfað saman í hartnær aldarfjórðung. „Þegar mest hefur verið, hafa starfsmenn verið tólf en núna erum við sex,“ segir Hjalti og útskýrir að ólíkt auglýsingastofubransanum eins og hann þekkist á Íslandi, þá sé fyrirtækið ekki með samninga við fastakúnna. ,,Gallinn við það fyrirkomulag er auðvitað að þá sér maður ekki mjög langt fram í tímann.“ Alls kyns verkefni hafa verið unnin af Karlssonwilker í gegnum tíðina. Bók með fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, Al Gore Skólína fyirr Puma Úralína fyrir Swatch Alls kyns verkefni fyrir Nintendo Verkefni fyrir Time Magazine, sem meira að segja birti litla mynd af Hjalta og Jan á forsíðunni! Til viðbótar má nefna hönnun fyrir MINI og Guggenheim safnið, hönnun fyrir stærsta útimálverkið á Manhattan, fyrir Samsung, Bloomberg, JFK flugvöllinn og fleiri. Það sem er svo skemmtilegt við svona hönnunarverkefni eins og til dæmis Calder Garndens verkefnið sem ég minntist á áðan, að þá er maður að hanna eitthvað sem lifir svo lengi. Það sem við erum að hanna í dag verður þarna enn þá eftir 50 ár.“ Í stað þess að íbúar í stóru fjölbýli í Manhattan sæju aðeins hálfkláraðan vegg sem hluta af umhverfi sínu, var leitað til Karlssonwilker til að hanna birtu, ljós og hlýju inn í umhverfið og hér má sjá útkomuna. Í dag vinnur stofan að stóru verkefni tengt ameríska listamanninum Alexander Calder, Calder Gardens, sem New York Times hefur meðal annars fjallað um. Velgengnin og lífið Það er deginum ljósara að Hjalti er ekkert á leiðinni aftur til Íslands. Löngu búinn að koma sér vel fyrir vestra og meira að segja með kort sem veitir honum flýtileið í gegnum JFK flugvöllinn. „Mér finnst ekkert mál að fljúga til Íslands og reyni að gera það 4-5 sinnum á ári. Og af því að ég er með þetta kort, þá er meira mál fyrir mig að fljúga frá Íslandi og hingað heldur en að lenda hér og vera komin út af vellinum tuttugu mínútum síðar.“ Hjalti segir ræturnar heim helst tengdar móður hans og fjölskyldu. Oft fari þau hjónin líka til Kaliforníu því þar búa tengdaforeldrar hans því þaðan kemur Vera. „Það var kannski helst að maður fyndi fyrir því þegar við vorum yngri að við vorum auðvitað ekki með neitt bakland hér í þessari borg, verandi bæði annars staðar frá.“ Þá segir hann það líka gefandi að vinna stundum fyrir íslenska aðila sem eru að gera góða hluti. Gott dæmi sé hönnunin fyrir RVK Bruggfélag, nýju hönnunina á dósunum og margt fleira á nýja staðnum þeirra í Tónabíó. „Ég hef þekkt Sigurð Snorrason hjá RVK lengi. Hann bjó í New York í nokkur ár. Ég var smá búinn að fylgjast með hvað þeir voru búnir að vera að gera, fannst margt af því mjög sniðugt, eins og Ora bjórinn sem þeir voru með,“ svarar Hjalti aðspurður um það hvernig það verkefni kom til dæmis til, fyrir þá sem ekki þekkja til framleiðir RVK Bruggfélag íslenskan handverksbjór sem fólk getur til dæmis notið þess að dreypa á í Tónabíói í Skipholti. „Siggi hafði svo samband við okkur um samstarf, við hönnuðum nýjar dósir, löguðum aðeins lógóið með þeim og svo hönnuðum við veggmynd og margt fleira á nýja staðinn þeirra í Tónabíó.“ Hjalta finnst frekar fyndið þegar talað er um hann sem frægasta grafíska hönnuð Íslendinga. Það sé eins og að tala um frægasta pípulagningarmanninn eða rafvirkjann. Eftir rúm 30 ár í New York, þekkir Hjalti sjálfur nánast alla í bransanum þar í borg. Því þótt borgin hafi virkað svo stór þegar hann flutti þangað fyrst, er hún ekki stærri en svo að í sama geiranum enda allir með að þekkja alla.Vísir/Vilhelm Hjalti viðurkennir að auðvitað óraði honum ekki fyrir því þegar hann flaug til New York í nám, að þar myndi hann setjast að, stofna fyrirtæki og eignast sína konu, barn, heimili og svo framvegis. „Nei mér hefði aldrei dottið það í hug,“ svarar hann og skellihlær. Um velgengnina og jafnvel frægðina segir Hjalti hins vegar: Já einhver á Íslandi skrifaði einu sinni að ég væri frægasti grafíski hönnuður Íslendinga. Sem mér finnst alltaf mjög fyndið; Eins og að tala um frægasta pípulagningamanninn eða rafvirkjann. Því grafísk hönnun er svo sérstök grein að auðvitað eru það þá helst bara aðrir grafískir hönnuðir vita hver maður er en fáir aðrir.“
Íslendingar erlendis Starfsframi Tengdar fréttir Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03 Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun. 24. október 2024 07:03
Snillingur í útlöndum: „Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur“ „Ég hef verði dolfallinn af ljósum frá því að ég man eftir mér. Fimm ára gamall var ég farinn að safna ljósaperum. Þegar vinirnir keyptu sér nammi keypti ég mér diskókúlur,“ segir Karl Jónsson, Chief of Strategy hjá fyrirtækinu LUUM.IO í Bandaríkjunum. 14. maí 2024 07:00
Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01
Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01