Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:22 Calin Georgescu háði sína baráttu að mestu á TikToko. Vísir/AP Þjóðernissinninn Calin Georgescu leiðir óvænt eftir fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu. Georgescu er hægrisinnaður og styður Rússland. Eftir að 96 prósent atkvæða hafa verið talin leiðir Georgescu með 22 prósent allra atkvæða. Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins. Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins.
Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira