Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:18 Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar barna segir að komi ekki til aukafjárveitinga til stofnunarinnar þurfi að skera niður þjónustu. Tveggja ára biðlisti er eftir þjónustu stofnunarinnar. vísir Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. Ráðgjafar- og greiningarstöð sér um ráðgjöf og greiningu barna með víðtækar þroskaskerðingar að 18 ára aldri. Heimir Bjarnason fjármálastjóri stofnunarinnar vekur athygli á því á Facebook að á sama tíma og ríkisstjórnin hafi ákveðið að byggja Ölfursárbrú þar sem áætlaður kostnaður sé 18 milljarða króna. Nýtt Landsbankahús hafi verið byggt og ráðuneytum verið fjölgað hafi verið gerð þrjátíu og þriggja milljón króna niðurskurðakrafa á Ráðgjafar- og greiningastöð á þessu ári. Það bætist ofan á síðustu fimm til sex ár þar sem aðhaldskrafan sé samanlagt um 60 milljónir króna. Í fjárlögum fyrir næsta ár sé niðurskurðarkrafan átta milljónir króna. Á sama tíma hafi ásókn í þjónustu stofnunar aukist um 60 prósent frá 2014. Biðlisti fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sé nú kominn yfir tvö ár. Heimir Bjarnason vekur athygli á bágri stöðu Ráðgjafar-og greiningastöðvar á Facebook.Vísir Mikill rekstrarvandi á sama tíma og ásókn hefur aukist Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar segir stofnunina í grafalvarlegri stöðu. „Við stöndum frammi fyrir talsvert miklum rekstrarvanda á sama tíma og það er mikil ásókn í þjónustu okkar. Við höfum ekki farið í það að draga verulega saman í þjónustu ekki enn en við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera það ef ekki verður breyting á,“ segir Soffía. Engin viðbrögð þrátt fyrir góðan vilja Hún segir að þrátt fyrir að stofnunin hafi mætt skilningi hafi ekki verið brugðist við. „Við höfum fundið fyrir góðum samstarfsvilja og skilningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Við höfum rætt við ráðuneytið en það er ekki að sjá að það hafi skilað sér inn í fjárlög. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason staðið fyrir verkefninu Farsæld barna. Við erum hins vegar ekki að sjá að það hafi skilað sér í skilningi gagnvart okkar stofnun,“ segir Soffía. Þurfi að draga úr þjónustu komi ekki til viðbótarframlags Hún segir að stofnunin þurfi verulegar fjárhæðir til að rétta hallan af. „Eins og staðan núna þurfum við hundrað og fimmtíu milljónir til að fást við halla stofnunarinnar. Við þurfum hins vegar svona 250 milljónir króna til að við getum veitt þá þjónustu sem stofnunin á að veita,“ segir hún. Aðspurð um hvað gerist fái stofnunin ekki aukaframlög svarar Soffía: „Ég myndi byrja á að kynna það fyrir barnamálaráðherra og starfsfólki mínu.“ Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð sér um ráðgjöf og greiningu barna með víðtækar þroskaskerðingar að 18 ára aldri. Heimir Bjarnason fjármálastjóri stofnunarinnar vekur athygli á því á Facebook að á sama tíma og ríkisstjórnin hafi ákveðið að byggja Ölfursárbrú þar sem áætlaður kostnaður sé 18 milljarða króna. Nýtt Landsbankahús hafi verið byggt og ráðuneytum verið fjölgað hafi verið gerð þrjátíu og þriggja milljón króna niðurskurðakrafa á Ráðgjafar- og greiningastöð á þessu ári. Það bætist ofan á síðustu fimm til sex ár þar sem aðhaldskrafan sé samanlagt um 60 milljónir króna. Í fjárlögum fyrir næsta ár sé niðurskurðarkrafan átta milljónir króna. Á sama tíma hafi ásókn í þjónustu stofnunar aukist um 60 prósent frá 2014. Biðlisti fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sé nú kominn yfir tvö ár. Heimir Bjarnason vekur athygli á bágri stöðu Ráðgjafar-og greiningastöðvar á Facebook.Vísir Mikill rekstrarvandi á sama tíma og ásókn hefur aukist Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar segir stofnunina í grafalvarlegri stöðu. „Við stöndum frammi fyrir talsvert miklum rekstrarvanda á sama tíma og það er mikil ásókn í þjónustu okkar. Við höfum ekki farið í það að draga verulega saman í þjónustu ekki enn en við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera það ef ekki verður breyting á,“ segir Soffía. Engin viðbrögð þrátt fyrir góðan vilja Hún segir að þrátt fyrir að stofnunin hafi mætt skilningi hafi ekki verið brugðist við. „Við höfum fundið fyrir góðum samstarfsvilja og skilningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Við höfum rætt við ráðuneytið en það er ekki að sjá að það hafi skilað sér inn í fjárlög. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason staðið fyrir verkefninu Farsæld barna. Við erum hins vegar ekki að sjá að það hafi skilað sér í skilningi gagnvart okkar stofnun,“ segir Soffía. Þurfi að draga úr þjónustu komi ekki til viðbótarframlags Hún segir að stofnunin þurfi verulegar fjárhæðir til að rétta hallan af. „Eins og staðan núna þurfum við hundrað og fimmtíu milljónir til að fást við halla stofnunarinnar. Við þurfum hins vegar svona 250 milljónir króna til að við getum veitt þá þjónustu sem stofnunin á að veita,“ segir hún. Aðspurð um hvað gerist fái stofnunin ekki aukaframlög svarar Soffía: „Ég myndi byrja á að kynna það fyrir barnamálaráðherra og starfsfólki mínu.“
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira