Brasilíumaðurinn Vinícius Júnior er tognaður aftan í vinstra læri og getur ekki tekið þátt í leiknum vegna þeirra meiðsla. Real Madrid hefur staðfest þetta eins og sjá má hér.
Vinícius gæti jafnvel verið frá keppni í þrjár til fjórar vikur samkvæmt heimildum ESPN.
Vinícius spilaði samt allar níutíu mínúturnar í 3-0 sigri á Leganés í spænsku deildinni í gær. Eftir leikinn minntist þjálfarinn Carlo Ancelotti þó ekkert á þessu meiðsli leikmanns síns.
Vinícius kom aftur til Madrid á fimmtudaginn síðasta eftir að hafa byrjað með brasilíska landsliðinu á móti Venesúela og Úrúgvæ í tveimur leikjum í undankeppni HM.
Vinícius lagði upp fyrsta mark Real Madrid fyrir Kylian Mbappé í leik helgarinnar en Ancelotti lét þá félaga skipta um stöðu í þessum leik. Það var allt annað að sjá Mbappé í sinni bestu stöðu.
Leikurinn á móti Liverpool er á Anfield en heimamenn í Liverpool eru í efsta sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir fjóra leiki. Liverpool hefur unnið alla leiki sína með markatölunni 10-1 en Real Madrid hefur unnið tvo af fjórum og situr í átjánda sæti.
Vinícius hefur skorað tólf mörk sjálfur og lagt upp átta mörk til viðbótar í átján leikjum Real Madrid í deild og Evrópu á þessu tímabili. Hann hefur skorað fjögur markanna í Meistaradeildinni.