Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 19:30 Hart barist. Carl Recine/Getty Images West Ham United vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á Newcastle United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Eftir aðeins tíu mínútna leik kom Tomáš Souček gestunum úr Lundúnum yfir eftir sendingu bakvarðarins Emerson, staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka forystu gestanna eftir sendingu Jarrod Bowen. Staðan orðin 0-2 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn lyftir Hömrunum upp í 14. sæti með 15 stig að loknum 12 umferðum. Newcastle er í 10. sæti með 18 stig. Enski boltinn Fótbolti
West Ham United vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á Newcastle United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Eftir aðeins tíu mínútna leik kom Tomáš Souček gestunum úr Lundúnum yfir eftir sendingu bakvarðarins Emerson, staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka forystu gestanna eftir sendingu Jarrod Bowen. Staðan orðin 0-2 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn lyftir Hömrunum upp í 14. sæti með 15 stig að loknum 12 umferðum. Newcastle er í 10. sæti með 18 stig.