Innlent

Jarða­kaup fjár­festa ógn við matvælaöryggi og nýtt hús­næði Stuðla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Bændasamtökin telja þjóðar-og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við förum yfir það hvað má alls ekki gera inni í kjörklefanum en dæmi eru um að kjörseðlar hafi verið gerðir ógildir með kroti. Það er til dæmis grundvallaratriði að eiga ekki við framboðslista annarra flokka en þess sem maður hyggst sjálfur kjósa.

Nýtt meðferðarheimili Stuðla var opnað í Mosfellsbæ í dag. Opnunin er bara fyrsti áfanginn í uppbyggingu sérstaks þjónustuþorps fyrir börn, sem á að rísa við Farsældartún.

Þá var fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði FB var tekin í dag eftir að hafa verið í undirbúningi frá 2015. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×