Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. nóvember 2024 07:43 Það hefur ýmislegt komið upp á í kosningabaráttunni. Kosningabaráttan er senn á enda. Þrátt fyrir að hafa borið brátt að og verið nokkuð stutt hefur hún verið svo gott sem óþrjótandi uppspretta frétta, stórra sem smárra, og jafnvel þannig að sumum þykir nóg um. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til blaðamannafundar síðdegis sunnudaginn 13. október síðastliðinn. Ástæðan var sú að hann sá ekki fram á að ríkisstjórnarsamstarf með Framsóknarflokki og Vinstri grænum myndi bera frekari árangur. Hann hygðist því óska eftir þingrofi við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Fréttirnar komu flatt upp á Svandísi Svavarsdóttur formann Vinstri grænna sem og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins sem óvænt hefur ekki vandað Sjálfstæðisflokknum kveðjurnar. Bjarni Benediktsson greindi frá því að ríkisstjórnin væri sprungin á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu 13. október.Vísir/Vilhelm Tveimur dögum síðar kunngjörði Halla forseti að hún hefði fallist á tillögu Bjarna um þingrof. Þar með voru örlög ríkisstjórnarinnar ráðin. Blásið var til kosninga 30. nóvember, sem er næstkomandi laugardagur. Við tók stutt en tíðindamikil kosningabarátta. Flokkarnir keppast við að vekja á sér athygli, heilla mögulega kjósendur upp úr skónum og skjóta duglega hver á annan. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð bæði við þingrofsbeiðni Bjarna Benediktssonar og lausnarbeiðni hans. Hún bað ríkisstjórnina þó að starfa fram að kosningum 30. nóvember.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að kosningarnar hafi borið brátt að og flokkarnir þurft að vera fljótir að setja sig í stellingar, hefur hún verið allt annað en tíðindalítil. Hér verður gerð heiðarleg tilraun til að tæpa á stærstu, áhugaverðustu og furðulegustu fréttum kosningabaráttunnar, sem senn rennur sitt skeið á enda. Stórfréttir fljótar að berast Fyrsta stóra frétt hinnar eiginlegu kosningabaráttu barst sama dag og Halla Tómasdóttir féllst á þingrofsbeiðni Bjarna. Vinstri græn féllust ekki á beiðni Höllu forseta um að sitja áfram í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns VG og þáverandi matvælaráðherra, höfðu tjáð fréttastofu að ekkert væri hæft í ábendingum um að slík ákvörðun væri tekin og að Svandís væri þegar tekin til við að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu. Um kvöldið birtist viðtal við Svandísi á RÚV, tekið inni á tómri skrifstofu hennar fyrr um daginn. Starfsstjórn Sigmundar Davíðs lifði fáeinar sekúndur Þó að hér hafi verið um fyrstu stórfrétt baráttunnar töldu fréttamenn um örstutta stund að enn stærri vendingar hefðu orðið daginn áður. Mánudaginn 14. október tók Halla Tómasdóttir sér tíma til að ræða við alla formenn flokka á þingi til að fara yfir stöðuna. Fjölmiðlar biðu eðlilega spenntir eftir stjórnmálaleiðtogunum þegar þeir gengu út af fundi við forseta, og spurðu þá hvað hefði farið þar fram. Óumdeilt er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, stal þar senunni, þegar hann tilkynnti spenntum blaðamönnum að hann og forsetinn hefðu orðið ásátt um að hann, leiðtogi minnsta stjórnarandstöðuflokksins á þingi, myndi leiða starfsstjórn fram að kosningum. Nokkrum andartökum síðar setti hann upp léttari svip og spurði: „Náði ég ykkur?“ Buðu ekki fram en áttu samt þingmann Eftir að ljóst varð að kosningar væru á næstu grösum tóku fulltrúar flokka, hvort sem er innan eða utan þings, til við að manna lista, auk þess sem ný framboð litu dagsins ljós. Eitt slíkt framboð var flokkur Græningja, sem stofnaður var 20. október. Flokkurinn stefndi á framboð í þremur kjördæmum, og leitaði logandi ljósi að einhverjum þjóðþekktum til að taka sæti á lista. Viku eftir stofnun flokksins tilkynnti Bjarni Jónsson, þáverandi þingmaður VG, að hann væri genginn til liðs við hið nýja stjórnmálaafl. Hann sagðist telja að þar vera á ferðinni hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd ættu sér sterkan málsvara. Nokkuð sem hann teldi ekki til staðar á þingi í dag. Þremur dögum síðar hættu Græningjar við framboð. Formaðurinn, Kikka Sigurðardóttir, sagðist ánægð með þau áhrif sem skammlíft framboð flokksins hefði haft. Aðrir flokkar hefðu orðið hræddir og tekið til við að raða umhverfisverndarsinnum á sína lista. Eftir þessar kosningar munu Græningjar, sem þó segjast komnir á hið pólitíska svið til að vera, aldrei hafa boðið fram en engu að síður átt þingmann í Bjarna Jónssyni, að minnsta kosti að einhverju leyti. Stuðmaðurinn færði sig um set vegna listamannalauna Þeir voru fleiri sem fluttu sig milli flokka svo athygli vakti. Jakob Frímann Magnússon, sem var oddviti Flokks fólksins í norðausturkjördæmi í kosningunum 2021, hélt ekki sæti sínu. Jakob hætti í kjölfarið í flokknum. Jakob var ekki lengi óflokksbundinn, heldur gekk hann til liðs við Miðflokkinn skömmu síðar og endaði á að taka 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Hann sagði ágreining innan þingflokks Flokks fólksins um listamannalaun hafa verið helstu ástæðu þess að hann færði sig um set. Sigurjón Þórðarson, sem tók við oddvitasæti Jakobs, var um sama leyti sagður með orðljótari mönnum, af hagfræðingnum Þórði Gunnarssyni sem var kallaður til í útvarpsþátt á Bylgjunni sem sérlegur pólitískur greinandi. Sá fyrrnefndi tók þetta óstinnt upp og vandaði hagfræðingnum ekki kveðjurnar, auk þess sem hann kvaðst ekki kannast við þessa lýsingu á sjálfum sér. Ekki logn í kringum Jón Einn frambjóðandi sem nokkuð hefur gustað um í kosningabaráttunni allt frá upphafi hennar er Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu. Hann laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrún R. Gylfadóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, í baráttunni um 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eftir að sú síðarnefnda færði sig úr Norðvesturkjördæmi. Jón gekk út af fundi kjördæmaráðs flokksins stuttu eftir að niðurstaðan varð ljós, og sóttist ekki eftir 3. eða 4. sætinu, sem einnig var kosið um. Fjórum dögum síðar dúkkaði Jón Hins vegar upp á fimmta sæti listans í kjördæminu. Jón var um svipað leyti gerður fulltrúa Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu. Bjarni tók við því ráðuneyti af Svandísi Svavarsdóttur. Um tveimur vikum síðar birtust fréttir af því að leynilegar upptökur hefðu verið gerðar af Gunnari Bergmann, syni Jóns, þar sem hann sagði frá því að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sætið, gegn því að fá að koma inn í matvælaráðuneytið svo hann gæti beitt sér fyrir því að hvalveiðileyfi yrði gefið út til handa Hval hf. sem er í eigu Kristjáns Loftssonar. Gunnar lýsti því sem svo að þeir Jón og Kristján væru vinir, og að ekki mætta tala um málið í því samhengi. Jón hefur sjálfur sagt að það sem komið hafi fram í hinum hleruðu samtölum eigi ekki við rök að styðjast, og Bjarni Benediktsson sagt að fyrir hafi legið að Jón kæmi ekki nálægt hvalveiðimálum inni í matvælaráðuneytinu, vegna tengsla hans við Kristján. Þýska stálið víkur sæti Um svipað leyti og leyniupptökur af syni Jóns voru til umfjöllunar kom upp annað mál sem sett hefur mark sitt á kosningabaráttuna. Í Spursmálum Morgunblaðsins þann 12. nóvember var einn gesta Þórður Snær Júlíusson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi í 3. sæti Samfylkingar í Reykjavík norður. Í þættinum dró þáttastjórnandinn Stefán Einar Stefánsson upp gömul bloggskrif Þórðar á síðuna Þessar elskur. Þar hafði Þórður á fyrsta áratug þessarar aldar skrifað, undir nafninu German Steel, færslur sem af mörgum voru taldar lýsa stækri kvenfyrirlitningu. Þórður baðst í kjölfarið auðmjúklega afsökunar og sagði meiri hluta skrifanna tveggja áratuga gömul. Hann hafi sagt margt vandræðalegt, heimskulegt og rangt. Síðan hafi hann þroskast og ekkert af því sem dregið hafi verið fram lýsi hans gildum og skoðunum, eða þeim manni sem hann hafi að geyma í dag. Það dugði þó ekki til og þrýstingurinn á Þórð Snæ og Samfylkinguna óx með hverjum deginum sem leið. Þeir voru fjórir talsins, áður en Þórður greindi frá því að hann myndi ekki taka þingsæti, næði hann til þess kjöri. Því kæmi Dagbjört Hákonardóttir, af 4. sæti listans, inn í hans stað. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lagði í viðbrögðum sínum áherslu á að ákvörðunin hefði verið tekin að frumkvæði Þórðar, og að hún virti hana mjög. Bók Sigmars líka dregin fram í dagsljósið Keimlíkt mál kom upp stuttu síðar, þar sem rifjað var upp að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Suðvesturkjördæmi, hefði komið að gerð bókarinnar Topp-10 listinn. Bókin var unnin upp samnefndum dagskrárlið sem var á dagskrá útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 um aldamót. Í bókinni var að finna orðfæri sem í dag má fullyrða að hafi verið á tímum miður geðslegt, og hefur svo sem ekki þótt fínum mönnum sæmandi á þeim tíma heldur. Meðal þess sem var til umfjöllunar, á gamansömum nótum, var samkynhneigð, kynferðisofbeldi, þroskaskerðingar og heimilisofbeldi. Sigmar baðst afsökunar og sagði miður að hafa tekið þátt í eitraðri menningu, þótt hann hafi hvorki fengið greitt fyrir að vera titlaður meðhöfundur bókarinnar, né verið á forsíðunni líkt og aðalhöfundar hennar. Lengra náði málið ekki, og Sigmar stefnir ótrauður inn á þing, ólíkt Þórði Snæ. Borgarstjórinn sem varð aukaleikari Mál Þórðar Snæs var ekki það eina sem virtist ætla að reynast Samfylkingunni erfitt. Í oktober var greint frá því að formaðurinn hefði hvatt mögulegan kjósanda til þess að kjósa flokkinn, en strika einfaldlega yfir nafn Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra, ef honum mislíkaði vera Dags á lista flokksins í Reykjavík norður. Í skilaboðunum sagði Kristrún meðal annars að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Það væri hún sem stýrði Samfylkingunni og Dagur, sem væri aukaleikari í verkefni flokksins, þyrfti að fylgja forystunni. Dagur sagði í viðtali tveimur dögum síðar að honum hefði brugðið við að sjá fréttir af málinu, sem hafi verið óheppilegt. Hann væri hins vegar fljótur að setja mál sem þetta í baksýnisspegilinn, og þar með var málinu í raun lokið. Hvatti til útstrikana á sjálfum sér Dagur nýtti raunar málið sér til framdráttar þegar hann skaut á andstæðinga sína í Sjálfstæðisflokknum nú í vikunni. Í athugasemdum við Facebook-færslu Baldvins Jónssonar, tengdaföður Bjarna Benediktssonar, hvatti Dagur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir hann. Með því hvatti hann í raun til þess að kjósendur flokksins myndu ógilda atkvæði sitt, því ekki er heimilt að strika yfir nöfn annars lista en þess sem atkvæðið er greitt. Ekki voru allir Sjálfstæðismenn sérlega kátir með þetta, og töldu Dag vera að villa um fyrir mögulegum kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, taldi til að mynda mikilvægt að fram kæmi að athæfið sem Dagur lýsti myndi ógilda viðkomandi atkvæði. Sigmundur krotaði á Framsóknarfólk Sigmundur Davíð kom sér í fréttirnar um miðjan nóvember vegna eins konar yfirstrikunarmáls, þegar greint var frá því að honum hefði verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri, eftir að hafa krotað á varning frá Framsóknarflokki og Flokki fólksins með tússpenna. Það átti hann að hafa gert eftir að hafa mætt í skólann að loknum pallborðsumræðum, sem hann sjálfur var ekki viðstaddur, til þess að svara betur spurningu sem borin hefði verið upp á viðburðinum sjálfum. Sjálfur hafnaði Sigmundur því að honum hefði verið vísað úr skólanum. Hann hafi rætt við nemendur um stjórnmál, tekið með þeim myndir og skreytt varning annarra flokka samkvæmt leiðsögn nemendanna. Meðal þess sem hann gerði var að teikna á myndir af frambjóðendum Framsóknarflokksins í kjördæminu. Skólastjóri VMA greindi í kjölfarið frá því að Sigmundur hafi spurt nemendur hvort hann mætti fylgja þeim í kennslustund, en hann hefur einnig hafnað því. Ritdeilur ritstjórans Samflokksmaður Sigmundar og oddviti Miðflokksins í Reykjavík Suður er Snorri Másson, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Hann hefur ekki beint setið auðum höndum í kosningabaráttunni. Raunar hefur hann vart haft undan við að svara fólki sem gert hefur hann að umfjöllunarefni sínu. Hann hefur þannig átt í ritdeilum eða í það minnsta orðaskaki við Hallgrím Helgason, Svandísi Svavarsdóttur, Kára Stefánsson og fréttastofu RÚV. Nokkuð snemma í baráttunni svaraði Snorri fullum hálsi ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar úr þættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV. Þar spurði Hallgrímur hvað það væri við innflytjendur sem fólk óttaðist, og velti því upp hvort það væri mögulega erlendur matur. Snorri taldi þar um ofureinföldun að ræða. Skömmu síðar sá Snorri sig knúinn til að rita Facebook-færslu, þá vegna orða Svandísar Svavarsdóttur, um að Snorri hefði alið á ótta og fordómum. Slíkt væri til þess fallið að sundra samfélaginu. Snorri svaraði því til að hann vissi ekki til hvers væri vísað og að ásakanir Svandísar væru „lygi frá rótum“. Hann hefur einnig gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir framsetningu sína þegar Miðflokkurinn var til umfjöllunar, auk þess sem hann fékk nýverið opið bréf frá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem sagði honum að „girða sig í brók“. Eins og við mátti búast svaraði Snorri forstjóranum fullum hálsi. Reynir Trausta upplýsti um heimildamann sinn í ógáti Þau eru fleiri, málin sem farið hafa hátt í kosningabaráttunni og tengjast Snorra. Sérstaklega er vert að nefna þegar Mannlíf, undir ritstjórn Reynis Traustasonar, birti frétt um að Snorri hefði verið baulaður úr pontu á herrakvöldi Selfoss. Þar hafi Snorri verið annar ræðumannanna, en einhverjum gestum þótt hann sýna helst til mikla framboðstakta á ópólitískum viðburði. Ekki vildi betur til en svo að Reynir lét óvart fylgja hver heimildamaðurinn í málinu var, Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi og dyggur stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur, oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi. Sjálf var Karen ekki viðstödd kvöldið, en Tómas Þóroddsson, einn skipuleggjenda þess sagði alrangt að Snorri hefði verið baulaður af sviðinu þetta kvöld. Miðflokkssíðumálið mikla Fleiri stuðningsmenn Höllu Hrundar hafa ratað í fréttirnar.Það gerði Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi Miðflokksmaður, eftir að hann notaði Facebook-síðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi til að deila opnu bréfi Kára Stefánssonar til Snorra, meira en þremur vikum eftir að hafa hætt í flokknum og lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund og Framsókn. Sagðist hann lítið athugavert sjá við athæfið, enda hefði hann stofnað síðuna þegar hann sigldi enn undir fána Miðfloksins. Réttast væri að Miðflokksmenn skiluðu honum síðunni og myndu „gráta minna og brosa meira“. Vöfflutattú, eftirlýstur frambjóðandi og bjórbann á B5 Líkt og gefur að skilja er ógerningur að telja upp öll þau mál sem komið hafa upp í kosningabaráttunni, enda listinn hér að ofan langt því frá tæmandi. Enn á eftir að nefna þegar þingmaður Framsóknar fékk sér húðflúr af Framsóknarmerkinu framan á vöfflu, þegar Píratar kepptust við að gefa eftir sæti sín á lista eftir prófkjör sitt, nú eða þegar frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík dró sig til hlés eftir að í ljós kom að hann væri eftirlýstur í Póllandi fyrir fjársvik. Umdeilt grasker forsætisráðherra á hrekkjavöku rataði ekki á listann fyrr en nú, að ónefndu því þegar Lenya Rún Taha Karim, oddviti Pírata, sagðist vilja hækka veiðigjöld án þess að vita hvað þau væru há. Þá komust ungir Framsóknarmenn að eigin raun um að skert aðgengi að áfengi getur dregið úr neyslu þess, þegar þeim var ekki heimilað að bjóða upp á bjór við opnun kosningamiðstöðvar sinnar. Þó þessi upptalning verði aldrei tæmandi er svo ekki hægt að skauta fram hjá því þegar Inga Sæland fékk spurninguna „Ríða, drepa, giftast“ um þrjá kollega sína á þingi, og hafði minna en lítið gaman af. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til blaðamannafundar síðdegis sunnudaginn 13. október síðastliðinn. Ástæðan var sú að hann sá ekki fram á að ríkisstjórnarsamstarf með Framsóknarflokki og Vinstri grænum myndi bera frekari árangur. Hann hygðist því óska eftir þingrofi við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Fréttirnar komu flatt upp á Svandísi Svavarsdóttur formann Vinstri grænna sem og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins sem óvænt hefur ekki vandað Sjálfstæðisflokknum kveðjurnar. Bjarni Benediktsson greindi frá því að ríkisstjórnin væri sprungin á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu 13. október.Vísir/Vilhelm Tveimur dögum síðar kunngjörði Halla forseti að hún hefði fallist á tillögu Bjarna um þingrof. Þar með voru örlög ríkisstjórnarinnar ráðin. Blásið var til kosninga 30. nóvember, sem er næstkomandi laugardagur. Við tók stutt en tíðindamikil kosningabarátta. Flokkarnir keppast við að vekja á sér athygli, heilla mögulega kjósendur upp úr skónum og skjóta duglega hver á annan. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð bæði við þingrofsbeiðni Bjarna Benediktssonar og lausnarbeiðni hans. Hún bað ríkisstjórnina þó að starfa fram að kosningum 30. nóvember.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að kosningarnar hafi borið brátt að og flokkarnir þurft að vera fljótir að setja sig í stellingar, hefur hún verið allt annað en tíðindalítil. Hér verður gerð heiðarleg tilraun til að tæpa á stærstu, áhugaverðustu og furðulegustu fréttum kosningabaráttunnar, sem senn rennur sitt skeið á enda. Stórfréttir fljótar að berast Fyrsta stóra frétt hinnar eiginlegu kosningabaráttu barst sama dag og Halla Tómasdóttir féllst á þingrofsbeiðni Bjarna. Vinstri græn féllust ekki á beiðni Höllu forseta um að sitja áfram í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns VG og þáverandi matvælaráðherra, höfðu tjáð fréttastofu að ekkert væri hæft í ábendingum um að slík ákvörðun væri tekin og að Svandís væri þegar tekin til við að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu. Um kvöldið birtist viðtal við Svandísi á RÚV, tekið inni á tómri skrifstofu hennar fyrr um daginn. Starfsstjórn Sigmundar Davíðs lifði fáeinar sekúndur Þó að hér hafi verið um fyrstu stórfrétt baráttunnar töldu fréttamenn um örstutta stund að enn stærri vendingar hefðu orðið daginn áður. Mánudaginn 14. október tók Halla Tómasdóttir sér tíma til að ræða við alla formenn flokka á þingi til að fara yfir stöðuna. Fjölmiðlar biðu eðlilega spenntir eftir stjórnmálaleiðtogunum þegar þeir gengu út af fundi við forseta, og spurðu þá hvað hefði farið þar fram. Óumdeilt er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, stal þar senunni, þegar hann tilkynnti spenntum blaðamönnum að hann og forsetinn hefðu orðið ásátt um að hann, leiðtogi minnsta stjórnarandstöðuflokksins á þingi, myndi leiða starfsstjórn fram að kosningum. Nokkrum andartökum síðar setti hann upp léttari svip og spurði: „Náði ég ykkur?“ Buðu ekki fram en áttu samt þingmann Eftir að ljóst varð að kosningar væru á næstu grösum tóku fulltrúar flokka, hvort sem er innan eða utan þings, til við að manna lista, auk þess sem ný framboð litu dagsins ljós. Eitt slíkt framboð var flokkur Græningja, sem stofnaður var 20. október. Flokkurinn stefndi á framboð í þremur kjördæmum, og leitaði logandi ljósi að einhverjum þjóðþekktum til að taka sæti á lista. Viku eftir stofnun flokksins tilkynnti Bjarni Jónsson, þáverandi þingmaður VG, að hann væri genginn til liðs við hið nýja stjórnmálaafl. Hann sagðist telja að þar vera á ferðinni hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd ættu sér sterkan málsvara. Nokkuð sem hann teldi ekki til staðar á þingi í dag. Þremur dögum síðar hættu Græningjar við framboð. Formaðurinn, Kikka Sigurðardóttir, sagðist ánægð með þau áhrif sem skammlíft framboð flokksins hefði haft. Aðrir flokkar hefðu orðið hræddir og tekið til við að raða umhverfisverndarsinnum á sína lista. Eftir þessar kosningar munu Græningjar, sem þó segjast komnir á hið pólitíska svið til að vera, aldrei hafa boðið fram en engu að síður átt þingmann í Bjarna Jónssyni, að minnsta kosti að einhverju leyti. Stuðmaðurinn færði sig um set vegna listamannalauna Þeir voru fleiri sem fluttu sig milli flokka svo athygli vakti. Jakob Frímann Magnússon, sem var oddviti Flokks fólksins í norðausturkjördæmi í kosningunum 2021, hélt ekki sæti sínu. Jakob hætti í kjölfarið í flokknum. Jakob var ekki lengi óflokksbundinn, heldur gekk hann til liðs við Miðflokkinn skömmu síðar og endaði á að taka 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Hann sagði ágreining innan þingflokks Flokks fólksins um listamannalaun hafa verið helstu ástæðu þess að hann færði sig um set. Sigurjón Þórðarson, sem tók við oddvitasæti Jakobs, var um sama leyti sagður með orðljótari mönnum, af hagfræðingnum Þórði Gunnarssyni sem var kallaður til í útvarpsþátt á Bylgjunni sem sérlegur pólitískur greinandi. Sá fyrrnefndi tók þetta óstinnt upp og vandaði hagfræðingnum ekki kveðjurnar, auk þess sem hann kvaðst ekki kannast við þessa lýsingu á sjálfum sér. Ekki logn í kringum Jón Einn frambjóðandi sem nokkuð hefur gustað um í kosningabaráttunni allt frá upphafi hennar er Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu. Hann laut í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrún R. Gylfadóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, í baráttunni um 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eftir að sú síðarnefnda færði sig úr Norðvesturkjördæmi. Jón gekk út af fundi kjördæmaráðs flokksins stuttu eftir að niðurstaðan varð ljós, og sóttist ekki eftir 3. eða 4. sætinu, sem einnig var kosið um. Fjórum dögum síðar dúkkaði Jón Hins vegar upp á fimmta sæti listans í kjördæminu. Jón var um svipað leyti gerður fulltrúa Bjarna Benediktssonar í matvælaráðuneytinu. Bjarni tók við því ráðuneyti af Svandísi Svavarsdóttur. Um tveimur vikum síðar birtust fréttir af því að leynilegar upptökur hefðu verið gerðar af Gunnari Bergmann, syni Jóns, þar sem hann sagði frá því að Jón hefði samþykkt að taka fimmta sætið, gegn því að fá að koma inn í matvælaráðuneytið svo hann gæti beitt sér fyrir því að hvalveiðileyfi yrði gefið út til handa Hval hf. sem er í eigu Kristjáns Loftssonar. Gunnar lýsti því sem svo að þeir Jón og Kristján væru vinir, og að ekki mætta tala um málið í því samhengi. Jón hefur sjálfur sagt að það sem komið hafi fram í hinum hleruðu samtölum eigi ekki við rök að styðjast, og Bjarni Benediktsson sagt að fyrir hafi legið að Jón kæmi ekki nálægt hvalveiðimálum inni í matvælaráðuneytinu, vegna tengsla hans við Kristján. Þýska stálið víkur sæti Um svipað leyti og leyniupptökur af syni Jóns voru til umfjöllunar kom upp annað mál sem sett hefur mark sitt á kosningabaráttuna. Í Spursmálum Morgunblaðsins þann 12. nóvember var einn gesta Þórður Snær Júlíusson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi í 3. sæti Samfylkingar í Reykjavík norður. Í þættinum dró þáttastjórnandinn Stefán Einar Stefánsson upp gömul bloggskrif Þórðar á síðuna Þessar elskur. Þar hafði Þórður á fyrsta áratug þessarar aldar skrifað, undir nafninu German Steel, færslur sem af mörgum voru taldar lýsa stækri kvenfyrirlitningu. Þórður baðst í kjölfarið auðmjúklega afsökunar og sagði meiri hluta skrifanna tveggja áratuga gömul. Hann hafi sagt margt vandræðalegt, heimskulegt og rangt. Síðan hafi hann þroskast og ekkert af því sem dregið hafi verið fram lýsi hans gildum og skoðunum, eða þeim manni sem hann hafi að geyma í dag. Það dugði þó ekki til og þrýstingurinn á Þórð Snæ og Samfylkinguna óx með hverjum deginum sem leið. Þeir voru fjórir talsins, áður en Þórður greindi frá því að hann myndi ekki taka þingsæti, næði hann til þess kjöri. Því kæmi Dagbjört Hákonardóttir, af 4. sæti listans, inn í hans stað. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lagði í viðbrögðum sínum áherslu á að ákvörðunin hefði verið tekin að frumkvæði Þórðar, og að hún virti hana mjög. Bók Sigmars líka dregin fram í dagsljósið Keimlíkt mál kom upp stuttu síðar, þar sem rifjað var upp að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Suðvesturkjördæmi, hefði komið að gerð bókarinnar Topp-10 listinn. Bókin var unnin upp samnefndum dagskrárlið sem var á dagskrá útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 um aldamót. Í bókinni var að finna orðfæri sem í dag má fullyrða að hafi verið á tímum miður geðslegt, og hefur svo sem ekki þótt fínum mönnum sæmandi á þeim tíma heldur. Meðal þess sem var til umfjöllunar, á gamansömum nótum, var samkynhneigð, kynferðisofbeldi, þroskaskerðingar og heimilisofbeldi. Sigmar baðst afsökunar og sagði miður að hafa tekið þátt í eitraðri menningu, þótt hann hafi hvorki fengið greitt fyrir að vera titlaður meðhöfundur bókarinnar, né verið á forsíðunni líkt og aðalhöfundar hennar. Lengra náði málið ekki, og Sigmar stefnir ótrauður inn á þing, ólíkt Þórði Snæ. Borgarstjórinn sem varð aukaleikari Mál Þórðar Snæs var ekki það eina sem virtist ætla að reynast Samfylkingunni erfitt. Í oktober var greint frá því að formaðurinn hefði hvatt mögulegan kjósanda til þess að kjósa flokkinn, en strika einfaldlega yfir nafn Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra, ef honum mislíkaði vera Dags á lista flokksins í Reykjavík norður. Í skilaboðunum sagði Kristrún meðal annars að Dagur yrði óbreyttur þingmaður, en ekki ráðherra. Það væri hún sem stýrði Samfylkingunni og Dagur, sem væri aukaleikari í verkefni flokksins, þyrfti að fylgja forystunni. Dagur sagði í viðtali tveimur dögum síðar að honum hefði brugðið við að sjá fréttir af málinu, sem hafi verið óheppilegt. Hann væri hins vegar fljótur að setja mál sem þetta í baksýnisspegilinn, og þar með var málinu í raun lokið. Hvatti til útstrikana á sjálfum sér Dagur nýtti raunar málið sér til framdráttar þegar hann skaut á andstæðinga sína í Sjálfstæðisflokknum nú í vikunni. Í athugasemdum við Facebook-færslu Baldvins Jónssonar, tengdaföður Bjarna Benediktssonar, hvatti Dagur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir hann. Með því hvatti hann í raun til þess að kjósendur flokksins myndu ógilda atkvæði sitt, því ekki er heimilt að strika yfir nöfn annars lista en þess sem atkvæðið er greitt. Ekki voru allir Sjálfstæðismenn sérlega kátir með þetta, og töldu Dag vera að villa um fyrir mögulegum kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, taldi til að mynda mikilvægt að fram kæmi að athæfið sem Dagur lýsti myndi ógilda viðkomandi atkvæði. Sigmundur krotaði á Framsóknarfólk Sigmundur Davíð kom sér í fréttirnar um miðjan nóvember vegna eins konar yfirstrikunarmáls, þegar greint var frá því að honum hefði verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri, eftir að hafa krotað á varning frá Framsóknarflokki og Flokki fólksins með tússpenna. Það átti hann að hafa gert eftir að hafa mætt í skólann að loknum pallborðsumræðum, sem hann sjálfur var ekki viðstaddur, til þess að svara betur spurningu sem borin hefði verið upp á viðburðinum sjálfum. Sjálfur hafnaði Sigmundur því að honum hefði verið vísað úr skólanum. Hann hafi rætt við nemendur um stjórnmál, tekið með þeim myndir og skreytt varning annarra flokka samkvæmt leiðsögn nemendanna. Meðal þess sem hann gerði var að teikna á myndir af frambjóðendum Framsóknarflokksins í kjördæminu. Skólastjóri VMA greindi í kjölfarið frá því að Sigmundur hafi spurt nemendur hvort hann mætti fylgja þeim í kennslustund, en hann hefur einnig hafnað því. Ritdeilur ritstjórans Samflokksmaður Sigmundar og oddviti Miðflokksins í Reykjavík Suður er Snorri Másson, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Hann hefur ekki beint setið auðum höndum í kosningabaráttunni. Raunar hefur hann vart haft undan við að svara fólki sem gert hefur hann að umfjöllunarefni sínu. Hann hefur þannig átt í ritdeilum eða í það minnsta orðaskaki við Hallgrím Helgason, Svandísi Svavarsdóttur, Kára Stefánsson og fréttastofu RÚV. Nokkuð snemma í baráttunni svaraði Snorri fullum hálsi ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar úr þættinum Vikunni með Gísla Marteini á RÚV. Þar spurði Hallgrímur hvað það væri við innflytjendur sem fólk óttaðist, og velti því upp hvort það væri mögulega erlendur matur. Snorri taldi þar um ofureinföldun að ræða. Skömmu síðar sá Snorri sig knúinn til að rita Facebook-færslu, þá vegna orða Svandísar Svavarsdóttur, um að Snorri hefði alið á ótta og fordómum. Slíkt væri til þess fallið að sundra samfélaginu. Snorri svaraði því til að hann vissi ekki til hvers væri vísað og að ásakanir Svandísar væru „lygi frá rótum“. Hann hefur einnig gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir framsetningu sína þegar Miðflokkurinn var til umfjöllunar, auk þess sem hann fékk nýverið opið bréf frá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem sagði honum að „girða sig í brók“. Eins og við mátti búast svaraði Snorri forstjóranum fullum hálsi. Reynir Trausta upplýsti um heimildamann sinn í ógáti Þau eru fleiri, málin sem farið hafa hátt í kosningabaráttunni og tengjast Snorra. Sérstaklega er vert að nefna þegar Mannlíf, undir ritstjórn Reynis Traustasonar, birti frétt um að Snorri hefði verið baulaður úr pontu á herrakvöldi Selfoss. Þar hafi Snorri verið annar ræðumannanna, en einhverjum gestum þótt hann sýna helst til mikla framboðstakta á ópólitískum viðburði. Ekki vildi betur til en svo að Reynir lét óvart fylgja hver heimildamaðurinn í málinu var, Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi og dyggur stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur, oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi. Sjálf var Karen ekki viðstödd kvöldið, en Tómas Þóroddsson, einn skipuleggjenda þess sagði alrangt að Snorri hefði verið baulaður af sviðinu þetta kvöld. Miðflokkssíðumálið mikla Fleiri stuðningsmenn Höllu Hrundar hafa ratað í fréttirnar.Það gerði Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi Miðflokksmaður, eftir að hann notaði Facebook-síðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi til að deila opnu bréfi Kára Stefánssonar til Snorra, meira en þremur vikum eftir að hafa hætt í flokknum og lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund og Framsókn. Sagðist hann lítið athugavert sjá við athæfið, enda hefði hann stofnað síðuna þegar hann sigldi enn undir fána Miðfloksins. Réttast væri að Miðflokksmenn skiluðu honum síðunni og myndu „gráta minna og brosa meira“. Vöfflutattú, eftirlýstur frambjóðandi og bjórbann á B5 Líkt og gefur að skilja er ógerningur að telja upp öll þau mál sem komið hafa upp í kosningabaráttunni, enda listinn hér að ofan langt því frá tæmandi. Enn á eftir að nefna þegar þingmaður Framsóknar fékk sér húðflúr af Framsóknarmerkinu framan á vöfflu, þegar Píratar kepptust við að gefa eftir sæti sín á lista eftir prófkjör sitt, nú eða þegar frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík dró sig til hlés eftir að í ljós kom að hann væri eftirlýstur í Póllandi fyrir fjársvik. Umdeilt grasker forsætisráðherra á hrekkjavöku rataði ekki á listann fyrr en nú, að ónefndu því þegar Lenya Rún Taha Karim, oddviti Pírata, sagðist vilja hækka veiðigjöld án þess að vita hvað þau væru há. Þá komust ungir Framsóknarmenn að eigin raun um að skert aðgengi að áfengi getur dregið úr neyslu þess, þegar þeim var ekki heimilað að bjóða upp á bjór við opnun kosningamiðstöðvar sinnar. Þó þessi upptalning verði aldrei tæmandi er svo ekki hægt að skauta fram hjá því þegar Inga Sæland fékk spurninguna „Ríða, drepa, giftast“ um þrjá kollega sína á þingi, og hafði minna en lítið gaman af.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira