Jón Gnarr og Þorbjörg Sigríður mættu fyrir hönd Viðreisnar á meðan Rósa Björk og Finnur Ricart voru fulltrúar VG. Jón Gnarr mætti með happahring á meðan fulltrúar VG voru í happaullarsokkum og ullarbrækum. Sérlega athygli vakti það sem Björn Bragi kallaði dýpstu kosningaumræðuna.
Liðin tókust á í flokknum frægar línur. Þar voru í boði slagorð, þjóðsöngvar, Friðrik Dór og krakkavísur. Það stóð ekki á svörum sem oft voru miklu fyndnari en þau réttu, þar til kom að myndagátunni.