Skoðun

Frelsið er yndis­legt

Gabríel Ingimarsson skrifar

Vilt þú ráða þinni eigin framtíð? Ráða yfir eigin lífi? Eigin líkama? Fá að ráða hvað þú heitir? Finnst þér nóg komið af skuldum ríkisstjórnarinnar sem þú endar svo á að þurfa að borga?

Ég gekk í Viðreisn vegna þess að sá flokkur getur svarað þessum spurningum játandi. Þegar kemur að líkamlegu sjálfræði kvenna, frelsinu til að heita það sem þú vilt, frelsi í heilbrigðisþjónustu, viðskiptum eða frelsinu til að ákveða eigin framtíð, þá hefur Viðreisn staðið vaktina. Aðrir hafa síður gert það, sumir alls ekki.

Viðreisn hefur sýnt það í verki að raunverulega standa með ungu fólki og hefur kallað eftir alvöru frelsi í þágu komandi kynslóða.

Ekki bara stundum og ekki bara fyrir suma

Viðreisn hefur staðið með frelsi ungs fólks enda treystir Viðreisn treystir fólkinu í landinu fyrir grundvallar ákvörðunum um eigið líf og eigin framtíð án aðkomu íslenska ríkisins og nefnda á vegum þess. En á Íslandi eru ákveðin öfl sem vilja alls ekki að fólk fái þetta frelsi, jafnvel þau sem vilja kenna sig við frelsi á fjögurra ára fresti. Öfl sem hafa ítrekað kosið gegn einstaklingsfrelsinu og staðið í veg fyrir því. Viðreisn mun alltaf standa vörð um frelsi fólks og verja það frá þeim sem trúa því að þau séu betur til þess fallin að hafa vit fyrir þér og skerða réttindi þessi. Ekki bara stundum og ekki bara fyrir suma.

Meintir frelsiselskendur eru víða. Forðum Íslandi frá fólki sem heldur að það sé til þess best fallið að hafa vit fyrir okkur. Kjósum Viðreisn á laugardaginn, setjum x við C.

Höfundur er, forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar og frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×