„Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 10:02 Saga Sig, ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona, segir svo gaman að gera úr hversdagshlutum eitthvað til að hlakka til alla daga. Morgunskutlið er rómantíska stundin hennar og kærastans, sem kallar Borgartúnið stað elskenda. Vilhelm Anton Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna þegar tuttugu mánaða vekjaraklukka heimilisins segir ákveðið FRAM! Þetta getur verið frá hálf sex til sjö. Við kærasti minn skiptumst svo á að „sofa út” til klukkan sjö – hálfátta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta er að gefa stráknum okkur að borða svo beint inn í eldhús, svo er að koma honum og öllum út úr húsi, sem er oft mikið stuð. Ef ég er ekki að taka litla manninn fram þá reyni ég að ná 20 mín hugleiðslu. Hápunktur morgunsins er síðan „rómantíski kaffibíltúrinn” okkar Villa kærasta míns þegar við komum við í Te og kaffi Borgartúni eða eins og Villi kallar Borgartúnið „staður elskenda”. Það er svo gaman að gefa hversdagslegum hlutum eins og morgunskutlinu að einhverju að því sem maður hlakkar til. Ég elska að ná rólegum morgni eftir skutlið, en það fer eftir dögum þar sem enginn dagur er eins hjá mér.“ Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? „Kertasníkir! Ég ólst upp á frekar afskekktum stöðum og jólasveinarnir áttu erfitt með að koma á hverju kvöldi svo Kertasníkir mætti með veglegar gjafir á Þorláksmessu. Mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt og þegar ég hugsa út í það líka mjög umhverfisvænt hjá “ jólasveininum.” Saga segist vinna í skapandi kaósi, en er stundvís og skráir allt í calander og tekur því dagatali mjög alvarlega. Að skrifa niður to do lista hentar henni þó betur en utanumhald í tölvum. Saga segir að það að vera með lítið barn kenni manni ýmislegt, meðal annars það að virða tímann sinn betur. Vilhelm Anton Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að klára allskonar verkefni, bæði auglýsingar og svo tek ég líka fjölskyldumyndatökur fyrir jólin. Í dag er ég líka með vintage fata sölu ásamt nokkru flottum konum í IÐNÓ frá 11-17, mæli með að fólk kíki við ef það er á ferðinni að kjósa niðrí bæ.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég set allt inn í calander og það er sá staður í lífi mínu sem er mest skipulagður. Ég vinn í skapandi kaósi en ég er mjög stundvís og tek calanderið mjög alvarlega. Ég geri to do lista sem ég skrifa niður, það hentar mér betur en skipulag í tölvu. Annars er ég að reyna finna út hvernig það er að skipuleggja sig með lítið barn. Ég finn það bara hvað við sem eru sjálfstætt starfandi þurfum að vinna mikið. Að reyna ná eitthvað sem voru tólf til fjórtán tíma vinnudagar í sjö og hálfan er eitthvað sem mér finnst vera áskorun. En líka fær mann til að velja betur og bera meiri virðingu fyrir tímanum sínum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég set svefn í forgang reyni að vera komin upp í hálf tíu, í síðasta lagi klukkan ellefu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., saknar þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Því með aldrinum færist hann sífellt nær því að vera A-týpa sem þarf ekki einu sinni að stilla klukkuna. 23. nóvember 2024 10:01 „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. 16. nóvember 2024 10:06 Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01 „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna þegar tuttugu mánaða vekjaraklukka heimilisins segir ákveðið FRAM! Þetta getur verið frá hálf sex til sjö. Við kærasti minn skiptumst svo á að „sofa út” til klukkan sjö – hálfátta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta er að gefa stráknum okkur að borða svo beint inn í eldhús, svo er að koma honum og öllum út úr húsi, sem er oft mikið stuð. Ef ég er ekki að taka litla manninn fram þá reyni ég að ná 20 mín hugleiðslu. Hápunktur morgunsins er síðan „rómantíski kaffibíltúrinn” okkar Villa kærasta míns þegar við komum við í Te og kaffi Borgartúni eða eins og Villi kallar Borgartúnið „staður elskenda”. Það er svo gaman að gefa hversdagslegum hlutum eins og morgunskutlinu að einhverju að því sem maður hlakkar til. Ég elska að ná rólegum morgni eftir skutlið, en það fer eftir dögum þar sem enginn dagur er eins hjá mér.“ Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? „Kertasníkir! Ég ólst upp á frekar afskekktum stöðum og jólasveinarnir áttu erfitt með að koma á hverju kvöldi svo Kertasníkir mætti með veglegar gjafir á Þorláksmessu. Mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt og þegar ég hugsa út í það líka mjög umhverfisvænt hjá “ jólasveininum.” Saga segist vinna í skapandi kaósi, en er stundvís og skráir allt í calander og tekur því dagatali mjög alvarlega. Að skrifa niður to do lista hentar henni þó betur en utanumhald í tölvum. Saga segir að það að vera með lítið barn kenni manni ýmislegt, meðal annars það að virða tímann sinn betur. Vilhelm Anton Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að klára allskonar verkefni, bæði auglýsingar og svo tek ég líka fjölskyldumyndatökur fyrir jólin. Í dag er ég líka með vintage fata sölu ásamt nokkru flottum konum í IÐNÓ frá 11-17, mæli með að fólk kíki við ef það er á ferðinni að kjósa niðrí bæ.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég set allt inn í calander og það er sá staður í lífi mínu sem er mest skipulagður. Ég vinn í skapandi kaósi en ég er mjög stundvís og tek calanderið mjög alvarlega. Ég geri to do lista sem ég skrifa niður, það hentar mér betur en skipulag í tölvu. Annars er ég að reyna finna út hvernig það er að skipuleggja sig með lítið barn. Ég finn það bara hvað við sem eru sjálfstætt starfandi þurfum að vinna mikið. Að reyna ná eitthvað sem voru tólf til fjórtán tíma vinnudagar í sjö og hálfan er eitthvað sem mér finnst vera áskorun. En líka fær mann til að velja betur og bera meiri virðingu fyrir tímanum sínum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég set svefn í forgang reyni að vera komin upp í hálf tíu, í síðasta lagi klukkan ellefu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., saknar þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Því með aldrinum færist hann sífellt nær því að vera A-týpa sem þarf ekki einu sinni að stilla klukkuna. 23. nóvember 2024 10:01 „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. 16. nóvember 2024 10:06 Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01 „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., saknar þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Því með aldrinum færist hann sífellt nær því að vera A-týpa sem þarf ekki einu sinni að stilla klukkuna. 23. nóvember 2024 10:01
„Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. 16. nóvember 2024 10:06
Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01
„Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01
„Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02