Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar 29. nóvember 2024 11:23 Meðal kosningaáherslna Flokks fólksins í yfirstandandi kosningabaráttu er að stofna nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. En er hægt að taka það upp á Íslandi? Stutta svarið er nei. Hvernig virkar danska húsnæðislánakerfið? Danskir bankar og húsnæðislánastofnanir (d. realkreditinstitution) veita að meginstefnu tvennskonar lán: hefðbundin bankalán (d. kontantlån) og húsnæðislán (d. realkreditlån). Sérstaða danska lánakerfisins er í síðarnefndri lánategundinni. Í stuttu máli er hvert húsnæðislán sem er veitt af dönskum bönkum og húsnæðislánastofnunum fjármagnað með útgáfu viðkomandi banka eða húsnæðislánastofnunnar á húsnæðisskuldabréfi (d. realkreditobligation) sem selt er á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Vaxtakjör húsnæðislána byggja á því verði og þeim vaxtakjörum sem lánastofnanir geta fengið fyrir sölu þessara skuldabréfa á markaði (þ.e. vaxtakjörin sem lánastofnanirnar borga á markaðinum), að viðbættu lágu vaxtaálagi (um 0,5%) sem rennur til lánastofnunarinnar. Vextir á húsnæðislánum eru alltaf fastir og geta verið til 30 ára hið mesta. Lánshlutfallið ræðst af tegund húsnæðis, 80% fyrir íbúðarhúsnæði. Réttur lántaka í þessu kerfi er tryggður með sérstakri löggjöf. Ef vextir lækka getur lántaki alltaf endurfjármagnað sig á pari (þ.e. endurkeypt skuldabréfið fyrir eftirstöðvar þess). Ef vextir hækka (og verð skuldabréfsins lækkar á markaði) getur lántaki hins vegar líka endurkeypt skuldabréfið á markaðsvirði og þannig lækkað höfuðstól lánsins umtalsvert. Forsendur kerfisins eru þekktar og þessi sérkjör lántaka því endurspegluð í verði húsnæðisskuldabréfanna. En af hverju er ekki hægt að taka upp kerfið á Íslandi? Langa svarið gæti fjallað um að danska húsnæðislánakerfið treystir að nær öllu leyti á sérstöðu danska efnahagsins. Það eru engir töfrar faldir í danska húsnæðislánakerfinu. Það byggir í einu og öllu á fjármögnunarkjörum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Verðbólga er sögulega mjög lág og mjög stöðug í Danmörku og gjaldmiðillinn sömuleiðis. Danskar fjármálastofnanir eru hlutfallslega mjög stórar og njóta góðra fjármögnunarkjara. Dönsk húsnæðisskuldabréf eru þekkt fjárfestingarvara og húsnæðisskuldabréfamarkaðurinn í Danmörku er næst stærsti húsnæðislánamarkaður í Evrópu. Allt þetta veitir fjárfestum á markaði öryggi í að húsnæðisskuldabréfin séu góð fjárfestingarvara og gerir þeim kleift að binda í þeim fé á föstum vöxtum til langs tíma. Spurningin er þannig ekki hvort hægt sé að taka upp danskt húsnæðislánakerfi. Það er auðvitað hægt en kjörin á lánunum munu áfram ráðast af íslenskum efnahag, íslenskum vöxtum og íslenskri verðbólgu. Við getum reynt að ímynda okkur á hvaða vaxtakjörum erlendir fjárfestar, ef þeir fengjust einu sinni til þess, myndu vilja binda fé á íslenskum markaði í 30 ára á föstum vöxtum, þar sem lántakinn getur alltaf endurfjármagnað sig á pari ef vextir lækka. Það er ekkert sem kemur í stað hæfilegrar en fyrst og fremst stöðugrar verðbólgu og hæfilegs framboð húsnæðis. Til þess þarf langtímahugsun, ábyrga efnahagsstjórn og aðgerðir til að tryggja framboð á húsnæði. Það þarf að hugsa hlutina í samhengi; það þarf plan. Ég treysti Samfylkingunni best til þeirra verka og mun gefa henni atkvæði mitt í komandi alþingiskosningum — svo ég komist nú einhvern tímann heim frá Danmörku. Höfundur er fjármögnunarlögfræðingur á dönsku lögmannsstofunni Plesner og er með danskt húsnæðislán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal kosningaáherslna Flokks fólksins í yfirstandandi kosningabaráttu er að stofna nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. En er hægt að taka það upp á Íslandi? Stutta svarið er nei. Hvernig virkar danska húsnæðislánakerfið? Danskir bankar og húsnæðislánastofnanir (d. realkreditinstitution) veita að meginstefnu tvennskonar lán: hefðbundin bankalán (d. kontantlån) og húsnæðislán (d. realkreditlån). Sérstaða danska lánakerfisins er í síðarnefndri lánategundinni. Í stuttu máli er hvert húsnæðislán sem er veitt af dönskum bönkum og húsnæðislánastofnunum fjármagnað með útgáfu viðkomandi banka eða húsnæðislánastofnunnar á húsnæðisskuldabréfi (d. realkreditobligation) sem selt er á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Vaxtakjör húsnæðislána byggja á því verði og þeim vaxtakjörum sem lánastofnanir geta fengið fyrir sölu þessara skuldabréfa á markaði (þ.e. vaxtakjörin sem lánastofnanirnar borga á markaðinum), að viðbættu lágu vaxtaálagi (um 0,5%) sem rennur til lánastofnunarinnar. Vextir á húsnæðislánum eru alltaf fastir og geta verið til 30 ára hið mesta. Lánshlutfallið ræðst af tegund húsnæðis, 80% fyrir íbúðarhúsnæði. Réttur lántaka í þessu kerfi er tryggður með sérstakri löggjöf. Ef vextir lækka getur lántaki alltaf endurfjármagnað sig á pari (þ.e. endurkeypt skuldabréfið fyrir eftirstöðvar þess). Ef vextir hækka (og verð skuldabréfsins lækkar á markaði) getur lántaki hins vegar líka endurkeypt skuldabréfið á markaðsvirði og þannig lækkað höfuðstól lánsins umtalsvert. Forsendur kerfisins eru þekktar og þessi sérkjör lántaka því endurspegluð í verði húsnæðisskuldabréfanna. En af hverju er ekki hægt að taka upp kerfið á Íslandi? Langa svarið gæti fjallað um að danska húsnæðislánakerfið treystir að nær öllu leyti á sérstöðu danska efnahagsins. Það eru engir töfrar faldir í danska húsnæðislánakerfinu. Það byggir í einu og öllu á fjármögnunarkjörum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Verðbólga er sögulega mjög lág og mjög stöðug í Danmörku og gjaldmiðillinn sömuleiðis. Danskar fjármálastofnanir eru hlutfallslega mjög stórar og njóta góðra fjármögnunarkjara. Dönsk húsnæðisskuldabréf eru þekkt fjárfestingarvara og húsnæðisskuldabréfamarkaðurinn í Danmörku er næst stærsti húsnæðislánamarkaður í Evrópu. Allt þetta veitir fjárfestum á markaði öryggi í að húsnæðisskuldabréfin séu góð fjárfestingarvara og gerir þeim kleift að binda í þeim fé á föstum vöxtum til langs tíma. Spurningin er þannig ekki hvort hægt sé að taka upp danskt húsnæðislánakerfi. Það er auðvitað hægt en kjörin á lánunum munu áfram ráðast af íslenskum efnahag, íslenskum vöxtum og íslenskri verðbólgu. Við getum reynt að ímynda okkur á hvaða vaxtakjörum erlendir fjárfestar, ef þeir fengjust einu sinni til þess, myndu vilja binda fé á íslenskum markaði í 30 ára á föstum vöxtum, þar sem lántakinn getur alltaf endurfjármagnað sig á pari ef vextir lækka. Það er ekkert sem kemur í stað hæfilegrar en fyrst og fremst stöðugrar verðbólgu og hæfilegs framboð húsnæðis. Til þess þarf langtímahugsun, ábyrga efnahagsstjórn og aðgerðir til að tryggja framboð á húsnæði. Það þarf að hugsa hlutina í samhengi; það þarf plan. Ég treysti Samfylkingunni best til þeirra verka og mun gefa henni atkvæði mitt í komandi alþingiskosningum — svo ég komist nú einhvern tímann heim frá Danmörku. Höfundur er fjármögnunarlögfræðingur á dönsku lögmannsstofunni Plesner og er með danskt húsnæðislán.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar