„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 15:04 Gular veðurviðaranir eru í gildi víða um land. Vísir/Vilhelm Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gulum veðurviðvörunum er spáð á Austurlandi og víðar. Óvíst er hvort hægt verði að vera með kjörfundi. Hann sé þó búinn að hafa samband við alla kjörstjóra og stefna þau öll á að vera með kjörfund. Versta sviðsmyndin sé sú að fresta þurfi kjörfundi og þá yrði kosið á sunnudag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að ef að kjörfundi yrði frestað yrði talningu atkvæða á öllu landinu frestað. Ekki megi byrja að telja atkvæði fyrr en að öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Líklegt að það dragist vegna færðar“ Atkvæðin fyrir Norðausturkjördæmi eru talin á Akureyri. Atkvæði frá Vopnafirði eru keyrð upp strandlengjuna. Atkvæðin frá Austurlandi er safnað saman á Egilsstöðum og flogið með þau til Akureyrar. „Það er mjög líklegt að það spillist eitthvað og dragist vegna færðar,“ segir Gestur. Oftast séu atkvæðin á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar um klukkan tvö um nótt. „Mér sýnist eins og staðan er núna að það verði ekki fyrr en á sunnudaginn, miðjan dag á sunnudag ef þessi spá gengur eftir eins og hún er,“ segir Gestur. Áhersla á að halda kjörfundi Þar sem að ekki er hægt að telja atkvæðin fyrr en að öllum kjörfundum er lokið leggur Gestur áherslu á að halda kjörfundi. „Þetta er fólk sem þekkir þessi veður og vant að ferðast innan héraðs í svoleiðis veðri,“ segir hann. Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gulum veðurviðvörunum er spáð á Austurlandi og víðar. Óvíst er hvort hægt verði að vera með kjörfundi. Hann sé þó búinn að hafa samband við alla kjörstjóra og stefna þau öll á að vera með kjörfund. Versta sviðsmyndin sé sú að fresta þurfi kjörfundi og þá yrði kosið á sunnudag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að ef að kjörfundi yrði frestað yrði talningu atkvæða á öllu landinu frestað. Ekki megi byrja að telja atkvæði fyrr en að öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Líklegt að það dragist vegna færðar“ Atkvæðin fyrir Norðausturkjördæmi eru talin á Akureyri. Atkvæði frá Vopnafirði eru keyrð upp strandlengjuna. Atkvæðin frá Austurlandi er safnað saman á Egilsstöðum og flogið með þau til Akureyrar. „Það er mjög líklegt að það spillist eitthvað og dragist vegna færðar,“ segir Gestur. Oftast séu atkvæðin á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar um klukkan tvö um nótt. „Mér sýnist eins og staðan er núna að það verði ekki fyrr en á sunnudaginn, miðjan dag á sunnudag ef þessi spá gengur eftir eins og hún er,“ segir Gestur. Áhersla á að halda kjörfundi Þar sem að ekki er hægt að telja atkvæðin fyrr en að öllum kjörfundum er lokið leggur Gestur áherslu á að halda kjörfundi. „Þetta er fólk sem þekkir þessi veður og vant að ferðast innan héraðs í svoleiðis veðri,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira