Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2024 08:34 Hætta er á að færð spillist víða á landinu í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi. Veður versnar á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú. Töluverður viðbúnaður er vegna mögulegra áhrifa veðursins á framkvæmd alþingiskosninganna sem fara fram í dag. Jafnvel er sagt koma til greina að fresta kjörfundi ef kjósendur komast ekki á kjörstaði vegna ófærðar en það tefði talningu atkvæða á öllu landinu. Versta veðrinu er spáð á Suðausturlandi eftir klukkan fjögur í dag en þá er varað við norðan hvassviðri eða stormi. Fram að því er viðvörunin þar vegna hríðar likt og á Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum. Viðvaranirnar falla úr gildi klukkan tvö í nótt á norðanverðu landinu en fyrir austan og suðaustan á veðrinu ekki að slota fyrr en á sunnudagsmorgun eða í hádeginu á sunnudag. Þungfært er á Mýrdalssandi og ófært í Suðursveit og Breiðamerkursandi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Á Austurlandi er ófært á milli Fáskrúðsfjarðar og Djúpavogs annars vegar og á milli Hvalness og Hafnar hins vegar en mokstur er sagður standa yfir. Þá er þungfært í Jökulsárhlíð og snjóþekja á Fjarðarheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Vegurinn um Möðrudalsöræfi er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þar og sömu sögu er að segja af Vopnafjarðarheiði. Þá er þungfært á Siglufjarðarvegi í Almenningum. Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04 Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Sjá meira
Töluverður viðbúnaður er vegna mögulegra áhrifa veðursins á framkvæmd alþingiskosninganna sem fara fram í dag. Jafnvel er sagt koma til greina að fresta kjörfundi ef kjósendur komast ekki á kjörstaði vegna ófærðar en það tefði talningu atkvæða á öllu landinu. Versta veðrinu er spáð á Suðausturlandi eftir klukkan fjögur í dag en þá er varað við norðan hvassviðri eða stormi. Fram að því er viðvörunin þar vegna hríðar likt og á Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum. Viðvaranirnar falla úr gildi klukkan tvö í nótt á norðanverðu landinu en fyrir austan og suðaustan á veðrinu ekki að slota fyrr en á sunnudagsmorgun eða í hádeginu á sunnudag. Þungfært er á Mýrdalssandi og ófært í Suðursveit og Breiðamerkursandi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Á Austurlandi er ófært á milli Fáskrúðsfjarðar og Djúpavogs annars vegar og á milli Hvalness og Hafnar hins vegar en mokstur er sagður standa yfir. Þá er þungfært í Jökulsárhlíð og snjóþekja á Fjarðarheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Vegurinn um Möðrudalsöræfi er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þar og sömu sögu er að segja af Vopnafjarðarheiði. Þá er þungfært á Siglufjarðarvegi í Almenningum.
Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04 Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Sjá meira
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04
Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32